Fréttablaðið - 31.03.2003, Qupperneq 30
Hrósið 30 31. mars 2003 MÁNUDAGUR
HAGFRÆÐINGUR Við teljum að sú
breytta hugsun sem við höfum
kynnt til leiks í tillögum okkar
muni ná fram að ganga á næstu
misserum,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, hagfræðingur Alþýðu-
sambands Íslands, um tillögur
samtakanna í velferðarmálum.
Gylfi telur að sú staðreynd að
Sjálfstæðisflokkurinn boðar
skattalækkun á landsfundi sínum
eigi ekki að koma veg fyrir að til-
lögur ASÍ í velferðarmálum geti
orðið að veruleika. „Við munum á
næstu vikum kynna með hvaða
hætti skattkerfið eigi að vera og
hvaða svigrúm er fyrir hendi í
þeim efnum. Ég hef ekki neina
ástæðu til að ætla að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé andsnúinn þessari
hugsun ef litið er til þess hvernig
þingmenn þeirra og frambjóð-
endur hafa tjáð sig um tillögur
ASÍ,“ segir Gylfi.
Gylfi Arnbjörnsson er ættaður
úr Keflavík og stundaði hag-
fræðinám í Kaupmannahöfn.
Hann hóf fyrst störf hjá ASÍ árið
1992, hvarf af vettvangi um tíma
en kom aftur fyrir fimm árum.
„Ég hef gaman af starfinu og með
því að skipuleggja tímann tekst
mér að koma öllu sem ég þarf í
verk. En til þess þarf þolinmæði
og þrautseigju,“ segir hann.
Tímann fyrir utan vinnu notar
Gylfi í ferðalög. Hann segist vera
mikið fyrir veiðar, bæði á fisk og
fiðurfé, og gengur á fjöll í þeim
tilgangi. „Ég er ekki mikill
íþróttamaður en hef ánægju af að
ganga. Fríin notum við til ferða-
laga og við gerum talsvert af því
hjónin, einkum hér innanlands“.
Gylfi er kvæntur Arnþrúði
Dögg Karlsdóttur og eiga þau
fjögur börn á aldrinum tíu til tutt-
ugu og tveggja ára. ■
Persónan
■ Gylfi Arnbjörnsson,
hagfræðingur ASÍ, telur að ekki sé
neitt því til fyrirstöðu að tillögur
samtakanna í velferðarmálum nái
fram að ganga.
FÁTÆKT „Þetta opnaði fyrir mér
nýjan heim sem ég þekkti ekki
áður,“ segir Ágúst Ólafur Ágústs-
son, frambjóðandi í 4. sæti Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík suður,
sem stóð vaktina hjá Mæðra-
styrksnefnd eitt síðdegi fyrir
skemmstu. „Ég var þarna á venju-
legum opnunartíma frá 14 til 17 og
þetta var upplifun sem ég gleymi
aldri,“ segir frambjóðandinn.
Ágúst Ólafur segir erindi sitt
hjá Mæðrastyrksnefnd ekki verið
það að snapa atkvæði. Frekar hitt
að kynnast því lífi sem lifað er í
landinu og er flestum hulið. Þarna
hafi hann séð fólk á öllum aldri,
þrjár kynslóðir í leit að mat og
hjálp:
„Sjálfur er ég 26 ára og þarna
voru jafnaldrar mínir og jafnvel
yngra fólk. Svo ekki sé minnst á
hina sem voru eldri. Þarna heyrði
ég sögur sem ég gleymi aldrei.
Sögur sem vekja mig til umhugs-
unar um forgangsröðunina í sam-
félaginu. Við erum sjötta ríkasta
þjóð í heimi og teljum okkur ekki
hafa efni á því að hjálpa þeim sem
minnst mega sín. Styrkir sem
Mæðrastyrksnefnd fær hjá opin-
berum aðilum eru smánarlegir
miðað við allt það fé sem lagt er í
ný sendiráð, svo dæmi sé tekið,“
segir Ágúst Ólafur, nýr og breytt-
ur maður eftir síðdegisstund hjá
Mæðrastyrksnefnd. Og líklega
betri frambjóðandi fyrir bragðið.
Hann hvetur aðra frambjóðendur
til að feta í fótspor sín ef það mætti
verða til þess að opna augu þeirra
og ef til vill hreyfa við hlutum sem
of lengi hafa verið í kyrrstöðu.
eir@frettabladid.is
Imbakassinn
Fær Helle Degnbol norrænu-fræðingur fyrir að þýða Meg-
as yfir á dönsku. Það gerði hún í
ferju á leið frá landinu eftir að
hafa hitt skáldið á Galdrahátíð á
Ströndum.
Fréttiraf fólki Frambjóðandi hjá
Mæðrastyrksnefnd
Veiðir bæði
fisk og fiðurfé
Áhorf á sjónvarp samkvæmtniðurstöðum skoðanakönnun-
ar Gallups hefur vakið furðu
margra. En allt fer eftir hvernig
reiknað er. Nú hafa markaðs-
menn sjónvarpsstöðvanna lagt út
af niðurstöðunum, hver með sín-
um hætti, og þá breytist landslag-
ið. Markaðsmennirnir hafa til
dæmis séð að séu eingöngu tekn-
ir áhorfendur á suðvesturhorninu
á aldrinum 16-29 ára er Bachelor
á Skjá Einum vinsælli en Spaug-
stofan, sem lendir í öðru sæti. Í
því þriðja er Survivor, svo Gísli
Marteinn og rétt á hæla hans
King of Queens. Ef teknar eru
konur á aldrinum 16-49 verður
niðurstaðan svo allt önnur og svo
framvegis...
Söngkonan Leoncie er í bölvuðubasli vegna laga um eigna-
skiptasamninga þar sem hún
finnur ekki eiganda annars hluta
tvíbýlishússins
sem hún býr í í
Sandgerði. Hún
stendur því fram-
mi fyrir því að
þurfa að gera
eignaskiptasamn-
ing við „draug“,
eins og hún orðar það í hvössu
bréfi til Páls Péturssonar félags-
málaráðherra. hún þarf þá að
greiða fyrir hluta draugsins í
samningsgerðinni vilji hún geta
selt eign sína. „Við erum fórnar-
lömb af ykkar fáranlegu fram-
setningu af þessum lögum,“ segir
Leoncie við Pál og spyr í fram-
haldinu: „Var haldið fylleris-
party meðan lög um eignaskipta-
samningin voru framkvæmdar í
Félagsmálaráðuneytið??“ Leoncie
væntir skjótra viðbragða félags-
málaráðherra vill vita hvort
ráðuneytið greiði kostnaðinn.
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að aðgangs-
eyrir að fermingarveislum í ár er 5.000 krónur.
Lífsreynsla
■ Ágúst Ólafur Ágústsson,
frambjóðandi Samfylkingarinnar,
vann eina dagstund við úthlutun
hjá Mæðrastyrksnefnd og er ekki
samur eftir.
ÁGÚST ÓLAFUR HJÁ MÆÐRASTYRKSNEFND
Forgangsröðunin fáránleg. Nóg af peningum í sendiráð á meðan fólk á ekki fyrir mat.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
H
O
R
ST
EI
N
Gerðu eins og ég SEGI,
Gústaf! Hentu í mig reipinu!
Heyrirðu það! Hentu reipinu
hingað! Annars FLENGI ég
þig aftur! Viltu það? Gústaf...
GYLFI ARNBJÖRNSSON
Hann hefur ánægju af starfi sínu hjá ASÍ og
segir að með þolinmæði og þrautseigju
komi hann öllu því sem hann þarf í verk.
Vinstri hreyfingin – græntframboð hélt stjórnmálafund
á Stöðvarfirði í gærmorgun og
sendi nokkrar af kanónum sínum
á staðinn til að sannfæra Stöð-
firðinga um að kjósa sig, eins og
þeir hjá Bæjarslúðrinu orðuðu
það. Heimsóknarinnar var beðið
með nokkurri eftirvæntingu enda
alltaf „gaman að fá góða gesti og
ennþá skemmtilegra að þrasa við
þá um pólitík.“ Sá galli var þó á
þessari góðu gjöf Njarðar að
fundurinn hófst klukkan tíu að
sunnudagsmorgni, „en þá eru
kristnir menn að klæða sig til
kirkju og kommúnistar sofandi.“
Það hríslast kaldur hrollur umþá kenningasmiði sem óttast
aukin ítök Framsóknarflokksins í
íslensku fjármálalífi hvað mest,
nú þegar menn ræða samruna
Kaupþings og Búnaðarbankans í
fullri alvöru. S-hópurinn sem
ræður lögum og lofum í
Búnaðarbankanum er að sjálf-
sögðu bara gamla Sambandið í
skötulíki og forstjóri Kaupþings,
Sigurður Einarsson, er sonur Ein-
ars Ágústssonar, þingmanns
Framsóknarflokksins og fyrrver-
andi utanríkisráðherra. Hann
verður væntanlega valdamikill í
nýja bankanum ef af sameiningu
verður og S-
hópurinn mun
svo sjálfsagt
setja einhvern
af sínum
mönnum í
bankastjóra-
stöðu. Þá blas-
ir við að Geir
Magnússon,
vel uppalinn
SÍS-maður og
fyrrverandi
bankastjóri
Samvinnubankans og forstjóri
Essó, er á lausu. Þetta er auðvit-
að bara ein fléttan af mörgum
mögulegum sem framsóknar-
hræddir menn sjá í stöðunni, full-
vissir um að hinn útsjónarsami
Finnur Ingólfsson haldi vandlega
í alla spotta.