Fréttablaðið - 08.04.2003, Síða 2
2 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
“Það rýkur upp vegna þessa unga,
nýja fólks sem við höfum í fram-
boði og sterkrar málafylgju.“
Sverrir Hermannsson er nýhættur sem formaður
Frjálslynda flokksins. Fylgi flokksins hefur stórauk-
ist að undanförnu.
Spurningdagsins
Sverrir, fylgið rýkur upp þegar þú
hættir?
FYLGI FLOKKANNA SAM-
KVÆMT KÖNNUN FRÉTTA-
BLAÐSINS 7. APRÍL:
Flokkur: útkoma: breyting:
Framsóknarflokkurinn 8,9% -0,4%
Frjálslyndi flokkurinn 8,7% 0,7%
Samfylkingin 34,9% -3,6%
Sjálfstæðisflokkurinn 34,7% -0,3%
Vinstri grænir 10,6% 1,6%
Nýtt afl 1,5% 1,5%
T-listi 0,7% 0,4%
EFNAHAGSMÁL Nýtt fjölþrepaskatt-
kerfi, með 30% skattþrepi á tekjur
sem liggja á bilinu frá núgildandi
skattleysismörkum og upp að 150
þúsund krónum á mánuði, kostar
ríkissjóð um 11,6 milljarða króna á
ári. Þetta kemur fram í greinargerð
nefndar sem skipuð var haustið
2001 til þess að fjalla um kosti og
galla þess að taka upp fjölþrepa-
skattkerfi. Nefndin tekur hins veg-
ar ekki afstöðu til þess hvort heppi-
legt sé að taka upp nýtt fjölþrepa-
skattkerfi.
Samkvæmt nefndinni eru helstu
kostir fjölþrepakerfis m.a. þeir að
það gefur færi á ódýrari útfærslu til
tekjujöfnunar en núgildandi kerfi.
Jafnframt gefur það möguleika á að
draga úr tekjutengingu bóta og
færa þá tekjujöfnun inn í skattkerf-
ið. Enn fremur gefur það færi á auð-
veldari breytingum á jaðaráhrifum
einstakra tekjuhópa.
Nefndin segir að helstu gallar
fjölþrepatekjuskatts séu flóknari
skattframkvæmd, meðal annars
með tilliti til breytilegs fjölda
launagreiðenda, minni sveigjanleiki
til að mæta tekjusveiflum, meiri
breytingar í eftiráuppgjöri og erfið-
ara skatteftirlit. ■
GEIR H. HAARDE
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Haustið 2001 skipaði fjármálaráðherra nefnd
með aðild Alþýðusambands Íslands, fjármála-
ráðuneytis og Þjóðhagsstofnunar til að kanna
kosti og galla þess að taka upp fjölþrepatekju-
skatt hjá einstaklingum.
Kostir og gallar nýs fjölþrepaskattkerfis kannaðir:
Nýtt 30% skattþrep kostar 12 milljarða
Ölfus:
Fundu jarð-
skjáltann
JARÐSKÁLFTI Jarðskjálfti sem
mældist þrír á Richter varð í
Ölfusi, milli Hveragerðis og Þor-
lákshafnar, rúmlega níu í fyrra-
kvöld. Íbúar í nágrenni Þorláks-
hafnar urðu skjálftans greinilega
varir. Í kjölfar stærri skjálftans
urðu tveir minniháttar sem mæld-
ust 2,2 og 1,6 á Richter. Síðasti
skjálftinn varð síðan rétt fyrir
klukkan átta í gærmorgun.
Gunnar Guðmundsson á jarð-
eðlissviði Veðurstofunnar segir
þessa skjálftahrinu ekki hafa
neina þýðingu. Ekki sé óalgengt
að minniháttar hrinur séu á þessu
svæði þrátt fyrir að heldur hafi
dregið úr síðan 1998. ■
RÁN Nítján ára piltur sem er í
gæsluvarðhaldi grunaður um að
hafa framið vopnað rán í Spari-
sjóði Reykjavíkur fyrir réttri
viku hefur ekki játað á sig glæp-
inn. Hann var handtekinn á föstu-
dag og húsleit var gerð heima hjá
honum. Héraðsdómur Reykjaness
hefur úrskurðað hann í gæslu-
varðhald til 11. apríl. Hann neitar
allri sök. Sautján ára stúlku sem
einnig var handtekin hefur verið
sleppt.
Starfsmenn Sparisjóðsins
komu til yfirheyrslu hjá lögregl-
unni í gær. Kristján Ólafur
Guðnason aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn segir það hafa verið gert til
að safna frekari upplýsingum og
fara yfir stöðu málsins. Kristján
Ólafur segir rannsóknina ganga
vel. ■
Bankaránið í Hafnarfirði:
Sá grunaði
játar ekki
FRÁ RÁNINU
Enn er unnið að rannsókn málsins.
LÖGREGLUMÁL Frestað hefur verið
um eina viku að ákvarða ákæru-
efni á hendur Sebastian „Dexter“
Young sem talið er að hafi myrt ís-
lensku konuna
Lucille Yvette
Mosco í bænum
Pensacola.
Ákvörðun yfir-
valda í Escambia-
sýslu í Flórída átti
að liggja fyrir í
dag en nú er sagt
að hún verði tekin
15. apríl næstkom-
andi. Robert N.
Mosco, bróðir Lucille, sem býr í
Pensacola, segir að svo virðist
sem saksóknari hafi yfirbókað hjá
sér verkefni.
Robert segir að vikuna eftir
morðið á Lucille, eða Sissý eins og
hún var kölluð, hafi yfirvöld í
Escambia staðið fyrir fleiri hand-
tökum fyrir heimilisofbeldi en allt
árið í fyrra:
„Yfirvöld hér í umdæminu eru
að reyna að bæta álit manna
vegna aðgerðarleysis síns. Það er
of seint fyrir Sissý en kannski
ekki fyrir aðra sem eiga við sama
vandamál að stríða,“ segir Ro-
bert.
Fram hefur komið að gengið
var frá skilnaði Lucille og
Dexters í fyrra. Dómstóll hafði
bannað Dexter að nálgast Lucille
eftir ítrekað ofbeldi og hótanir.
Hann sætti ákæru fyrir að hafa
brotist inn til hennar og hótað
henni með hnífi en gekk laus
gegn aðeins 1.000 dollara trygg-
ingu.
Annar sona Lucille, Jón Atli
Júlíusson, bjó hjá móður sinni í
Pensacola og slapp sjálfur við ill-
an leik frá morðingjanum.
Dexter var handtekinn að
kvöldi morðdagsins. Hann situr
nú í einangrun.
Fjölskylda Lucille hyggst
höfða skaðabótamál á hendur yfir-
völdum í Escambia fyrir hönd Jóns
Atla og Roberts bróður hans. Þeir
eru sextán og sautján ára gamlir.
Fjölskyldan telur yfirvöld ekki
hafa sinnt skyldum sínum og
brugðist rétt við ítrekuðum hjálp-
arbeiðnum Lucille síðustu mánuð-
ina sem hún lifði. Eins hafi Dexter
ekki að hafa átt að ganga laus eftir
að ákæra var gefin út á hendur
honum í febrúar. „Jón er á hraðri
bataleið líkamlega en á eftir að
takast við þetta andlega seinna
þegar allt er búið að róast niður.
Hann er hraustur strákurinn og
vill gera sitt besta til að koma kvik-
indinu honum Dexter í sem dýpsta
holu,“ segir Robert Mosco.
gar@frettabladid.is
JÓN ATLI JÚLÍUSSON OG ROBERT N. MOSCO
„Hann er hraustur strákurinn og vill gera sitt besta til að koma kvikindinu honum Dexter í
sem dýpsta holu,“ segir Robert N. Mosco um systurson sinn sem tókst á hetjulegan hátt
að sleppa undan morðtilraunum banamanns móður sinnar.
LUCILLE YVETTE MOSCO
Lucille Yvette Mosco féll fyrir morðingja-
hendi á heimili sínu í Flórída 14. mars síð-
astliðinn. Lögregla í sýslunni handtók jafn
marga vegna heimilisofbeldis á einni viku
eftir morðið eins og allt árið á undan.
„Það er of seint fyrir Sissý en kannski ekki
fyrir aðra sem eiga við sama vandamál að
stríða,“ segir Robert N. Mosco, bróðir
hennar.
Handtökur vegna heimilisofbeldis í heimasýslu íslensku konunnar sem myrt var á Flórída
í mars voru jafn margar á einni viku og á öllu síðasta ári. Bróðir hennar segir yfirvöld reyna
að bæta ímynd sína. Gefa átti út ákæru í málinu í dag en því var frestað um viku.
Morð á Íslendingi
vakti lögregluna
■
„Jón er á hraðri
bataleið líkam-
lega en á eftir
að takast við
þetta andlega
seinna þegar
allt er búið að
róast niður.“
EES-viðræður:
Enn ekkert
samkomulag
UTANRÍKISMÁL Engin niðurstaða
hafði náðst í viðræður Evrópu-
sambandsins og EFTA um EES-
samninginn þegar Fréttablaðið
fór í prentun í gærkvöldi. Þá var
enn verið að vinna í því að finna
lendingu. Reynt verður til þraut-
ar í dag að ná samkomulagi sem
hægt er að leggja fyrir fastafull-
trúanefnd EES á morgun.
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra sagðist lítið geta sagt
að svo stöddu um hvort sam-
komulag næðist. Menn væru þó
enn að reyna þannig að enn teldu
menn einhverja von til þess að
lausn fyndist. ■
Bensín lækkar í dag:
Esso ríður
á vaðið
ELDSNEYTI Olíufélagið lækkar
bensín í dag um eina krónu og
fimmtíu aura. Bensínlítri af 95
oktana bensíni með fullri þjón-
ustu mun kosta 99,30 krónur.
Lítraverð á Esso Express verður
94,10 krónur. Í tilkynningu frá fé-
laginu segir að verðlækkunin nú
sé byggð á væntingum um að sú
verðþróun sem verið hefur á
heimsmarkaði haldi áfram og
meðalverð í apríl verði lægra en
það var í mars. ■