Fréttablaðið - 08.04.2003, Side 6
6 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
■ Viðskipti
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 79,11 0,85%
Sterlingspund 122.68 -0,15%
Dönsk króna 11.25 -0,35%
Evra 83.76 0,90%
Gengisvístala krónu 121,55 0,02%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 251
Velta 3.318 m
ICEX-15 1.416 -0,17%
Mestu viðskipti
Baugur Group hf. 105.575.000
Sjóvá-Almennar tr. hf. 90.999.996
Kaupþing banki hf. 58.288.333
Mesta hækkun
Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. 2,74%
Íslenskir aðalverktakar hf. 2,10%
Marel hf. 1,90%
Mesta lækkun
Síldarvinnslan hf. -8,16%
SÍF hf. -5,49%
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. -2,19%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8460,6 2,2%
Nasdaq*: 1417,8 2,5%
FTSE: 3935,8 3,2%
DAX: 2792,5 5,2%
NIKKEI: 8250,0 2,2%
S&P*: 897,2 2,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Vorþing Samfylkingarinnarvar haldið um helgina. Hvar
var þingið haldið?
2Hersveitir Bandaríkjamannahafa endurskírt aðalflugvöll-
inn í Bagdad og heitir hann nú
Bagdad-flugvöllur. Hvað hét
völlurinn áður?
3Í gær var frumsýnd íslenskheimildarmynd þar sem
brugðið er upp mynd af lífi
nokkurra samkynhneigðra ein-
staklinga. Hvað heitir myndin?
Svörin eru á bls. 31
Ísafjörður:
Hrint út úr
bíl á ferð
LÖGREGLUMÁL Tveir ungir karl-
menn hrintu ungri stúlku út úr
bíl sem var á ferð á gatnamótum
Skutulsfjarðarbrautar og Hafn-
arstrætis á Ísafirði síðdegis á
föstudag. Þeir héldu áfram án
þess að huga að stúlkunni sem lá
á götunni. Við læknisskoðun
reyndist hún ekki hafa hlotið al-
varlega áverka en var mikið
marin. Mál þetta er litið alvar-
legum augum af lögreglunni á
Ísafirði og er í rannsókn. Lög-
reglu er kunnugt um hverjir áttu
hlut að máli og lýsir eftir vitnum
að atburðinum. ■
FRAMKVÆMDIR Líklegt er að hlutur
erlends vinnuafl vegna stóriðju-
framkvæmdanna á Austurlandi
verði meiri en áætlað hefur verið.
Þetta kom fram í máli Friðriks
Sophussonar, forstjóra Lands-
virkjunar, á samráðsfundi fyrir-
tækisins fyrir helgi.
„Í skýrslu fjármálaráðuneytis
og fleiri aðila um efnahagsáhrif
framkvæmdanna er gert ráð fyrir
að hlutur erlends vinnuafls við
byggingu álvers og virkjunar
nemi um 25% og því verði skortur
á vinnuafli með tilheyrandi
þensluáhrifum,“ sagði Friðrik.
„Það er að sjálfsögðu ekki hægt á
þessari stundu að fullyrða um
hvernig verktakar munu haga
mannahaldi sínu en líklegt er að
þeir leitist við að finna jafnvægi í
ráðningum erlends og innlends
vinnuafls.“
Friðrik sagði að ítalska verk-
takafyrirtækið Impregilo, sem
mun byggja fyrir um 50% af
framkvæmdakostnaði Kára-
hnjúkavirkjunar, gerði ráð fyrir
að um 60 til 70% af sínu vinnuafli
kæmi erlendis frá.
„Með hliðsjón af þessu tel ég
líklegt að hlutur erlends vinnuafls
við þessar miklu framkvæmdir
verði nokkru meiri en áætlað hef-
ur verið.“ ■
FRIÐRIK SOPHUSSON, FORSTJÓRI
LANDSVIRKJUNAR
Friðrik sagði að ítalska verktakafyrirtækið
Impregilo, sem mun byggja fyrir um 50%
af framkvæmdakostnaði Kárahnjúkavirkj-
unar, gerði ráð fyrir að um 60 til 70% af
sínu vinnuafli kæmi erlendis frá.
Forstjóri Landsvirkjunar um stóriðjuframkvæmdirnar
á Austurlandi:
Býst við meira
erlendu vinnuafl
LÖGREGLUMÁL Ósætti setti svip sinn
á skemmtanahald í miðborginni
um helgina. Á föstudag féll kona
fyrir utan veitingastað í Hafnar-
stræti og handleggsbrotnaði.
Seinna um kvöldið lenti maður í
útistöðum við dyravörð á veit-
ingastað í sömu götu sem endaði
með því að hann nefbrotnaði. Þá
átti fólk í deilum á veitingastað í
Tryggvagötu sem enduðu með því
að tennur brotnuðu.
Maður kom blóðugur í andliti
til lögreglunnar og kvaðst hafa
orðið fyrir árás á veitingastað í
Tryggvagötu. Einnig kom maður
sem sagðist hafa verið bitinn í
þumalfingur en vissi ekki hver
hafði bitið. Þá var maður sleginn í
andlitið á veitingastað í Banka-
stræti þannig að hann rotaðist.
Konu var hrint fyrir utan veit-
ingastað í Tryggvagötu með þeim
afleiðingum að hún fótbrotnaði.
Þá kom þar að maður sem ætlaði
að huga að konunni en honum var
þá hrint og við það féll hann í göt-
una og fótbrotnaði. ■
FRÁ MIÐBORGINNI
Handleggir, fótleggir og tennur brotnuðu í miðborg Reykavíkur um helgina.
Ofbeldi í miðborg Reykjavíkur:
Veit ekki hver beit sig
HEILBRIGÐISMÁL Mikil óánægja er
enn meðal þeirra MS-sjúklinga sem
sækja Dagvist félagsins á Sléttu-
vegi 5. Lárus Jónsson er einn þeirra
sjúklinga sem reglulega mæta í
dagvistina og
segist reyndar
ekki eiga ann-
arra kosta völ.
Hann segir að
ófremdarástand
hafi ríkt þar allt
frá því hjúkrun-
a r f r æ ð i n g u r,
sem gegndi starfi
s t a ð g e n g i l s
framkvæmda-
stjóra, hætti þar
störfum eftir að formaður MS-fé-
lagsins, Vilborg Traustadóttir, var
ráðin sem framkvæmdastjóri. For-
stöðumaðurinn fráfarandi var sein-
na sakaður um fjárdrátt og málinu
vísað til Ríkisendurskoðunar.
Heimildir Fréttablaðsins herma að
forstöðumaðurinn hafi hækkað
laun sín um 25 prósent þegar hann
tók einnig við störfum fram-
kvæmdastjóra. Eftir að fram kom
ásökun um fjárdrátt upp á um 600
þúsund krónur hætti forstöðumað-
urinn störfum og fjórir starfsmenn
í kjölfarið.
„Við sitjum hér í öngum okkar
aðgerðarlaus. Fólk er hætt að mæta
í dagvistina og aðeins þeir eftir sem
neyðast til að koma. Ég hef óskað
eftir viðtali við Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra til að reyna að
fá aðstoð hans við að leysa þessi
mál,“ segir Lárus.
Margir þeirra sjúklingana sem
mæta í dagvistina eru að sögn
Lárusar langt gengnir með sjúk-
dóminn og bundnir hjólastólum.
Fólk unir sér þar við listsköpun,
þjálfun og ýmsa tómstundaiðju.
Hann segir að það starf liggi nú að
mestu niðri.
„Við viljum fá aftur til starfa
það starfsfólk sem hefur hætt.
Listasálfræðingur og sjúkraþjálf-
arar og iðjuþjálfi hafa hætt hér eft-
ir að ásökunin um fjárdrátt kom
fram,“ segir Lárus. Hann segir að
formaður Dagvistar neiti að halda
fund um það ástand sem ríkir og
beri því við að það sé svo mikið að
gerast í félaginu. „Þetta er hrika-
legt ástand sem verður að finna
lausn á sem fyrst,“ segir hann.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir,
formaður stjórnar Dagvistar og
endurhæfingar MS-félagsins,
segist ekkert vilja ræða þessi mál
fyrr en niðurstaða rannsóknar ligg-
ur fyrir.
„Þetta tengist málum sem eru í
skoðun hjá Ríkisendurskoðun. Ég
vil ekki tjá mig fyrr en niðurstaða
kemur frá þeim,“ segir Sigríður
Hrönn.
Ríkisendurskoðandi kallaði eftir
viðbótargögnum frá því í síðustu
viku. Verið er að skoða allt bókhald
og fylgiskjöl Dagvistar og endur-
hæfingar en búist er við niðurstöðu
öðru hvoru megin við páska.
„Fólk verður að halda ró sinni
þar til niðurstaða liggur fyrir,“ seg-
ir Sigríður Hrönn.
rt@frettabladid.is
AÐGERÐALEYSI
MS-sjúklingar í dagvist félagsins sitja að mestu auðum höndum. Þeir segja ófremdarástand
ríkja eftir að forstöðumaður sem einnig gegndi störfum framkvæmdastjóra hætti störfum.
Sjúklingar biðja
ráðherra um hjálp
Megn óánægja hjá Dagvist MS-sjúklinga á Sléttuvegi. Þeir segja að fólk sé í öngum sínum og
margir hættir að mæta. Formaður segist bíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar.
„Fólk er
hætt að
mæta í dag-
vistina og að-
eins þeir eftir
sem neyðast
til að koma.
ÖRN Á FLUGI
Vonbrigði með niðurstöður Hæstaréttar
þar sem óljóst orðalag kemur í veg fyrir að
mönnum sé refsað fyrir að hindra varp
arnarins.
Fuglaverndarfélag
Íslands:
Vilja tryggja
verndun
arnarins
FUGLAVERND Fuglaverndarfélag Ís-
lands lýsir vonbrigðum sínum með
þá niðurstöðu Hæstaréttar að
óljóst orðalag í fuglaverndarlögum
heimili mönnum átölulaust að
raska varpstöðum arna og hindra
þar með varp þeirra. Skorað er á
Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð-
herra að grípa til tafarlausra ráð-
stafana til þess að tryggja verndun
varpstaða arnarins með útgáfu
bráðabirgðalaga. Fuglaverndarfé-
lag Íslands treystir því að um-
hverfisráðherra sjái til þess að rík-
isvaldið geri verndun arnarins að
forgangsverkefni í náttúruvernd á
afmælisári félagsins. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
BOÐIÐ Í PLASTPRENT Verðbréfa-
stofan hefur fyrir hönd prent-
smiðjunnar Odda, Skeljungs,
Sjóvá Almennra og fleiri aðila
gert tilboð í hlutabréf Plast-
prents. Þegar hafa þessir aðilar
tryggt sér tæpan helming hluta-
fjár fyrirtækisins. Tilboðið
hljóðar upp á gengið einn, sem
er nokkuð hærra en verð bréfa
félagsins að undanförnu. Stefnt
er að afskráningu félagsins á
tilboðsmarkaði.