Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.04.2003, Qupperneq 8
8 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR Afarkostir Það er sjálfsagt of seint fyrir undirritaðan að sverja af sér fylgispekt við Saddam Hussein, enda aðalritari ríkisstjórnarinn- ar búinn að úrskurða að þeir, sem ekki vilja eiga aðild að her- för á hendur honum, séu banda- menn hans. Sverrir Hermannsson. Morgunblaðið, 7. apríl. Berserkir Ég þurfti að rífa af mér neglurn- ar á laugardagsmorgun áður en ég fór suður að keppa í glím- unni. Inga Gerða Pétursdóttir, ungfrú Norðurland. DV, 7. apríl. Friðaræsingamenn Hvaða skilaboð eru andstæðing- ar stríðs að senda með því að valda eignatjóni, stela og skemma? Margrét Leósdóttir. DV, 7. apríl. Orðrétt Bandarísk móðir: Vaknaði ári eftir barnsburð KALIFORNÍA, AP Sautján ára stúlka vaknaði úr dái í síðustu viku, 15 mánuðum eftir að hafa fallið í dá. Stúlkan féll í dá eftir að læknar fjarlægðu heilaæxli. Daginn áður hafði frumburður hennar litið dagsins ljós. Heilaæxlið hafði þá nær blindað stúlkuna þannig að hún sá nýfæddan son sinn varla. Læknar höfðu gefið upp alla von um að stúlkan vaknaði úr dái sínu. Móðir hennar hélt samt í vonina. Henni brá mjög á þriðju- dag í síðustu viku þegar hún sá dóttur sína hreyfa höfuðið. Stúlk- an er enn mjög veikburða en hafði það þó af í síðustu viku að sjá son sinn í fyrsta skipti og strjúka hon- um. ■ BÍLVELTA VIÐ LEIRU Ökumaður missti stjórn á bíl á leið norður Garðveg við Golfskálann í Leiru í gærmorgun. Bíllinn fór út af veg- inum, valt og endastakkst en kom niður á hjólunum. Ökumaður slasaðist lítillega. ÖLVAÐUR MEÐ FÍKNIEFNI Þrjátíu ökumenn voru kærðir fyrir um- ferðarlagabrot í Kópavogi um helgina. Flestir þeirra voru ekki með öryggisbelti. Þá voru tveir teknir grunaður um ölvun við akstur. Hjá öðrum fannst lítils- háttar af fíkniefnum. Öflug sprenging í Garðabæ: Slösuð eftir gassprengingu SPRENGING Þrír unglingar voru fluttir á sjúkrahús eftir að öflug sprenging varð um miðnætti í fyrrakvöld í raðhúsi við Drauma- hæð í Garðabæ. Unglingarnir, sem eru á aldrinum 16-18 ára, eru tald- ir hafa verið að sniffa gas til að komast í vímu og notuðu til þess tvo níu kílóa gaskúta og virðist sem skrúfað hafi verið frá þeim báðum. Enn er ekki vitað hvað kom sprengunni af stað en talið er lík- legt að neisti frá rafmagnstæki hafi komist í gasið. Unglingarnir þrír, ein stúlka og tveir drengir, voru í bílskúrnum þegar sprengingin varð og brennd- ust þau talsvert illa. Þau eru ekki í lífshættu. Sá fjórði slapp betur en hann var fjær sprengingunni. Ung- mennin liggja á brunadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss og fá að fara heim eftir nokkra daga. Krakkarnir voru heima hjá einum úr hópnum en foreldrarnir voru að heiman. Við sprenginguna, sem var mjög öflug, þeyttust gluggakarm- ar á bakhlið hússins úr í heilu lagi auk þess sem bílskúrshurðin rifn- aði og hurðakarmar með. Þá sprungu fleiri rúður í húsinu og þakgluggar á glerhýsi lyftist. Einnig hrundu loftplötur í íbúð- inni. Rúður í nærliggjandi húsum nötruðu við sprenginguna. ■ Öfugsnúið og dýrt listfræðilegt mat Það var danskur dagur í dómsal í gær er um tugur Dana mætti til að bera vitni í stóra málverkafölsunarmálinu. Var eigendasaga verkanna véfengd með framburði þeirra en leikar tóku að æsast þegar íslenskur listfræðingur mætti til leiks. FYRIR RÉTTI „Verkin voru keypt á uppboði og við treystum því að það sem merkt er Kjarval sé eftir Kjarval,“ sagði Kristín Guðnadótt- ir, listfræðingur og f o r s t ö ð u m a ð u r Listasafns ASÍ, fyr- ir rétti í stóra mál- verkafölsunarmál- inu í gær. Hún var þar sem vitni sækj- anda. Það mátti heyra saumnál detta milli þess sem Kristín svaraði spurning- um Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, verjanda Péturs Þórs Gunnarsson- ar, við lok vitnaleiðslunnar í gær. Þar kom meðal annars fram að Kristín hafði starfað í Gallerí Borg árið 1989 og sama ár var hún ráðin til starfa hjá Listasafni Íslands við Kjarvalsstaði sem safnvörður. Hún tók um það ákvörðun í sam- ráði við forstöðumann hvaða verk voru keypt til safnsins og skráði þau inn í safnið. Um er að ræða nokkur þeirra verka sem nú eru sögð fölsuð en um það er meðal annars verið að fjalla í Héraðs- dómi Reykjavíkur þessa dagana. Kristín segist hafa verið hætt árið 1997 þegar tekin var ákvörðun um að kæra verkin til lögreglu vegna gruns um fölsun. Verjendur Péturs Þórs og Jónasar Freydal vilja meina að fram komi í skjölum að hún hafi tekið ákvörðun um að kæra að höfðu samráði við Ólaf Inga Jónsson, forvörð í Morkin- skinnu. Ári síðar var hún fengin til að gera listfræðilegt mat á verkum Kjarvals og Svavars Guðnasonar, þeirra sem nú eru sögð fölsuð, fyr- ir ákæruvaldið. Samkvæmt gögn- um sem Fréttablaðið hefur undir höndum kostaði sérfræðiálit henn- ar ákæruvaldið 2.336.205 krónur. Júlíana Gottskálksdóttir vann sambærilegar rannsóknir og á hana er skráður kostnaður upp á 1.307.250 krónur. Á Listasafn Ís- lands eru skráðar 8.509.348 krónur á yfirlit um kostnað Ríkislögreglu- stjóra. Samanlagt gerir því þessi listfræðilega úttekt, rannsókn og skýrslugerð um 12 milljónir og má segja að Listasafnið hafi haft dá- góðar tekjur vegna málsins. Kristín gerði grein fyrir sér- fræðiáliti sínu í gær. Í spurningum verjenda var látið að því liggja að við sérfræðiálitið hefði hún haft til viðmiðunar niðurstöður Peters Bowers, en hann dregur þær álykt- anir að um fölsuð verk sé að ræða. En áður en til spurninga verjenda kom fór Kristín yfir niðurstöður sínar. Þar segir hún ekkert þeirra verka sem hún hafði til skoðunar standast listrænan samanburð við verk eftir Kjarval og Svavar. Þetta varði myndbyggingu, pensilskrift, litanotkun – verkin sem til rann- sóknar voru standi verkum gömlu meistaranna langt að baki og séu vart svipur hjá sjón. Um myndina sem birtist með fréttinni segir hún að um algera samhengisleysu sé að ræða. „Myndin á ekkert skylt við tækni Kjarvals.“ Kristín útskýrði, með aðstoð myndasýningar, kenn- ingar sínar um að flestar hinna meintu falsana væru byggðar á öðr- um myndum meistaranna. jakob@frettabladid.is BRENNDUST ILLA Þrír af þeim fjórum unglingum sem voru í húsinu voru fluttir talsvert brenndir á sjúkrahús. Viðurkenndu þau að hafa verið að sniffa gas. ÖFLUG SPRENGING Gaskútarnir sem orsökuðu sprenginguna voru báðir úr útigrilli. Eins og myndin ber með sér þeyttust heilu gluggakarmarnir út. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / RÓ B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ / RÓ B ER T ■ Lögreglufréttir KRISTÍN GUÐNADÓTTIR Listfræðingurinn sem keypti verkið til þess að skrifa síðar listfræðilega álitsgerð fyrir ákæruvaldið þar sem segir að myndin eigi ekkert skylt við tækni Kjarvals. MEINTUR KJARVAL Þessi mynd var keypt í Gallerí Borg á uppboði fyrir 205.000 krónur árið 1996. Vatnslitur, 61 x 44,5 sentimetrar. Eigandi Kjarvalsstaðir. Nýbý laveg i 14 , Kópavog i . S ím i 554 4443 . Fax 554 4102 . Lausin á góðum merkingum ptouch 3600 smávara lager bókasafn einstök prentgæði • sterkir borðar • borðar í mörgum litum og breyddum fjölbreytt letur og tákn • prentar strikamerki • 360 dpi prentun usb tengi • prentflötur allt að 27 mm ■ Samanlagt ger- ir því þessi list- fræðilega út- tekt, rannsókn og skýrslugerð um 12 milljónir og má segja að Listasafnið hafi haft dágóðar tekjur vegna málsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.