Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2003, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 08.04.2003, Qupperneq 14
Nú þegar rétt rúmur mánuður ertil kosninga fer að verða ljóst hvar skilgreiningar á afhroði, varn- arsigrum og kosningasigrum flokk- anna liggja. Svona skilgreiningar eru alltaf teygjanlegar. Það sem ein- um flokki virðist afhroð fyrir kjör- dag lærist honum að lifa með sem varnarsigri eftir kosningar. Góðir sigrar geta líka breyst í slakan ár- angur – eftirminnilegasta dæmið er kosningasigur Vilmundar Gylfason- ar og Bandalags jafnaðarmanna 1983. En eins og staðan er nú myndi það flokkast undir sigur hjá Fram- sóknarmönnum að halda kjörfylgi sínu frá 1999 – um 18 prósenta fylgi. Ef fylgið reynist um 15 prósent gæti það flokkast undir varnarsigur eftir langvarandi stjórnarsetu sem minni flokkurinn. 12 prósenta fylgi væri hins vegar tap – og 10 prósent afhroð. Til að fagna sigri þurfa sjálf- stæðismenn að komast upp fyrir 40 prósent. Máli skiptir líka að stjórn- arflokkarnir haldi samanlagt þing- meirihluta. Það er tap að stýra ríkis- stjórn sem fellur í kosningum. Ef flokkurinn fengi um 37 prósenta fylgi flokkaðist það sem varnarsig- ur á svipuðum forsendum og hjá Framsókn – löng stjórnaseta reynir á. 35 prósenta fylgi væri mikið tap fyrir Sjálfstæðisflokkinn og 32 pró- sent afhroð. En þótt fylgið úr kjör- kössunum skipti miklu hjá Sjálf- stæðisflokknum sem öðrum skiptir e.t.v. ekki síður máli hver árangur Samfylkingarinnar verður. Ef Sjálf- stæðismenn verða 10 prósentustig- um yfir Samfylkingunni telst það gott. 5 prósentustig eru hins vegar of lítið forskot og á vissan hátt tap. Eftir gott gengi í skoðanakönn- unum fyrstu mánuði ársins telst allt undir 30 prósenta fylgi tap fyrir Samfylkinguna. Afhroðið miðast við kjörfylgið frá 1999. Til að vinna raunverulegan sigur þyrfti Sam- fylkingin að komast upp í 33 pró- sent og 35 prósent eða ofar er stór- sigur. Aftur skiptir samanburður við Sjálfstæðisflokkinn máli. Að komast upp að Sjálfstæðisflokknum er stórsigur jafnvel þótt báðir flokkar rétt skriðu yfir 30 prósent. Ef meira en 10 prósentustig skilja flokkana að nær Samfylkingin ekki markmiði sínu að vera jafnoki stóra flokksins og tapar þar af leiðandi kosningunum. Vinstri grænir vinna varnarsig- ur með því að mjakast upp fyrir kjörfylgið frá 1999 – rúm 9 prósent. Stjórnarandstöðuflokkur sem fellur undir kjörfylgi geldur hins vegar afhroð. Það yrði góður sigur fyrir Vinstri græna að bæta við sig þing- manni eða tveimur og stórsigur að komast yfir 13 prósenta fylgi. Auka- bónus fyrir Vinstri græna er að komast upp fyrir Framsókn í fylgi og getur það breytt litlu meira fylgi en 1999 í stærri sigur. Frjálslyndr hafa sinn varnarsig- ur í kosningalögunum. Það eru 5 prósentin sem flokkur þarf til að koma til greina við úthlutun uppbót- arþingmanna. Það er síðan sigur fyrir Frjálslynda að bæta við sig þingmanni eða tveimur. Og stórsig- ur ef flokkurinn fær meira en 7 pró- senta fylgi. Ef flokkurinn nær að koma annað hvort Framsókn eða Vinstri grænum undir sig verður sigurinn enn stærri. T-listi Kristjáns Pálssonar vinn- ur gríðarlegan sigur ef Kristján kemst á þing. Og í raun er ekki ann- að í boði fyrir þennan lista. Það er ekki árangur að vera nærri því að ná markinu og litlu skárra en að vera langt frá því. Þetta er eins og í maraþonhlaupinu; sá sem gefst upp eftir 40 kílómetra var ekki mikið nær verðlaunapalli en sá sem hætti eftir 5 kílómetra. Sama má segja um Nýtt afl. Þingmaður eða -menn er sigur. Allt annað er tap. Þannig er nú það. Eins og staðan er í dag eru þetta sársauka- og sig- urmörk á prósentuskalanum á kosn- inganóttina þetta vorið. En aðrar viðmiðanir munu einnig skilja á milli hvort flokkarnir geta fagnað sigri eða þurfi að sleikja einhver sár og þær snúast um hvort þessi eða hinn komist á þing. Meira um það síðar. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um sársaukamörk flokkanna, varnarsigra og raunverulega sigra. 14 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sumir segja að fyrsti sósíalist-inn hafi verið Kristófer Kól- umbus sá sem fann Ameríku. En hann fór í þrjár ferðir þangað en vissi aldrei hvert hann var að fara og þegar hann kom til baka vissi hann ekki hvar hann hafði verið og þetta gerði hann allt á kostnað ríkisins. Mér datt þessi saga í hug þegar ég hlustaði á og las fréttir af landsfundum og stefnuskrár- ráðstefnum flokkanna. Loforða- listinn er nánast óendanlegur með tilheyrandi aukningu á ríkisút- gjöldum en samt lofa allir veru- legum skattalækkunum. Loforða- pakki hvers stjórnmálaflokks kostar miklu meira en nemur tekjuafgangi á ríkissjóði þannig að allir eru þeir að boða að það eigi að reka ríkissjóð með halla. Enginn stjórnmálaflokkur veit ná- kvæmlega hvert hann ætlar að fara í skattamálum og til hvers það á að leiða. M.a. hefur Sam- fylkingin verið með nokkrar skattastefnur í stuttri kosninga- baráttu. Loforðapakkarnir kosta um eða yfir tvo tugi milljarða. Enginn gerir grein fyrir hvaða út- gjöld eigi að skera niður á móti. Er það á stefnuskrá nokkurs flokks að skera myndarlega niður ríkisútgjöld? Það er lýðskrum þegar flokkar lofa skattalækkun- um og aukningu ríkisútgjalda í stað niðurskurðar þegar tekjuaf- gangur ríkissjóðs er ekki fyrir hendi til að standa undir því. Eitt helsta átrúnaðargoð veraldar í greiningu á stjórnmálum sagði fyrir nokkrum árum að á síðustu árum hafi sú þróun orðið í heimin- um að það trúi enginn lengur á að RÍKIÐ geti leyst allra vanda nema nokkrir Stalínistar. Miðað við loforðapakka stjórnmálaflokk- anna virðast ansi margir Stalínist- ar leynast í öllum flokkum á Ís- landi. Stjórnmálaflokkarnir eiga það allir sammerkt að fulltrúar þeirra hafa setið á þingi síðustu fjögur ár. Eðlilegt er að spyrja hvað þessir flokkar hafi verið að leggja til í þjóðmálum á þessum fjórum árum? Ekki hafa Samfylkingin, Vinstri grænir eða Frjálslyndir verið að leggja til niðurskurð rík- isútgjalda eða skattalækkanir á undanförnum árum. Stjórnar- flokkarnir hafa aukið ríkisútgjöld- in og hækkað skattana hjá venju- legu fólki. Þegar störf þessara flokka eru skoðuð á síðasta kjör- tímabili þá sést að það er ekkert samræmi á milli loforðapakkana nú og þeirrar stefnu sem flokkarn- ir hafa fylgt í raun á kjörtímabil- inu. Dettur einhverjum í hug að flokkarnir muni breyta um stefnu eftir kosningar hvað svo sem þeir segja núna? Halda þeir ekki áfram á sama hátt og áður? Þeir flokkar sem skv. stefnu sinni eiga öðrum fremur að takmarka ríkisútgjöld hafa brugðist, útþensla báknsins hefur verið slík á síðasta kjörtíma- bili. En stjórnarandstöðuflokkarn- ir gerðu enga athugasemd við það heldur lögðu til að fleiri baggar yrðu lagðir á garminn hana Strympu. Hvað með kvótann? Hvaða tillögur hafa komið frá hverjum? Það kemur á óvart hve fáar og fábrotnar tillögur um breytingar á fiskveiðistjórnar- kerfinu voru lagðar fram á Al- þingi jafnvel þó einn flokkur hafi þetta nánast sem eina málið. Við skoðun á stefnuskrám flokkanna tekur maður eftir því hversu líkar þær eru. Tíðar skoðanakannanir virðast ráða því hvernig flokkarn- ir sveiflast til og frá eftir því sem þeir telja líklegt til vinsælda hjá kjósendum hverju sinni. Allir reyna að yfirbjóða hina í því sem vinsælt mælist í skoðanakönnun- um. Þetta hefur þær afleiðingar að merkimiðarnir og það sem flokk- arnir segjast standa fyrir skiptir ákaflega litlu máli. Hvað með alla peningana sem eru settir í þetta og hitt? Af hverju nýtast þeir ekki betur? Við leggjum mest til heil- brigðismála í okkar heimshluta. Af hverju er ástandið í þeim mála- flokki ekki betra? Af hverju eru langir biðlistar, deildum lokað og brýn verkefni látin bíða? Eitt- hvað er að. Forgangsröðunin er röng. Það hlýtur að vera hægt að gera betur. Ríkiskerfið verður að taka til endurskoðunar og gera það skilvirkara og láta það skila meiri og betri þjónustu ódýrar en nú er gert. Það er forsenda vel- megunar og velferðar í landinu. Það er líka forsenda skattalækk- ana. ■ Frábær þjónusta María Jónsdóttir, Malmö, skrifar: Mig langar til að vekja athygli áaldeilis frábærri þjónustu sem ég uppgötvaði fyrir skemmstu . Hún heitir Halló Norð- urlönd og er rekin af Norræna fé- laginu fyrir Norrænu ráðherra- nefndina. Ég er nýflutt til Svíþjóð- ar og þurfti á upplýsingum að halda áður en ég flutti. Ég byrjaði á að hringja í sænska sendiráðið en þar á bæ vísuðu menn mér á þessa þjónustu. Ég hringdi og ræddi við starfsmann þar sem leysti greið- lega úr flestum spurningum mín- um, en bað mig um að senda sér nokkrar af spurningunum í net- bréfi þar sem hún þyrfti að leita að svörum við þeim þannig að ég fengi réttar upplýsingar. Stuttu seinna fékk ég svörin, sem hjálp- uðu mér mikið, og er nú öllu fróð- ari og öruggari með stöðu mína. Ég segi húrra fyrir Norrænu ráð- herranefndinni, Norræna félaginu og ekki síst húrra fyrir þessum frábæra starfsmanni sem ég tal- aði við og var svo elskuleg og ljúf og ótrúlega vel inni í þessu mikla skriffinnskukerfi sem maður er nú svo sem misánægður með. ■ Um daginnog veginn JÓN MAGNÚSSON ■ hrl. skrifar um kosningaloforð stjórn- málaflokkana. Allt fyrir alla ■ Bréf til blaðsins Verðum að forgangsraða „Fastar fjárveitingar valda því að við verðum að forgangsraða. Við gætum náð biðlistum niður á skömmum tíma ef við fengj- um greitt með hverjum sjúk- lingi. Í dag reynum við að taka þá sjúklinga sem eru í bráðum vanda. Þjóðin eldist og okkur fjölgar. Fjárlög til spítalans eru ekki í samræmi við það og því myndast enn biðlistar. Okkur hefur þó gengið vel að saxa á þá en betur má ef duga skal,“ segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á Landspítala. Biðlistar eftir aðgerðum á Landspítala stytt- ast lítið. Nú bíða um 3.000 manns sem eftir að komast í aðgerð. Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Í Kópavogi Kona gæti orðið forsætisráðherra Við þurfum náttúrlega nýja ríkisstjórn, sem er tilbúin til að taka hér á með myndarlegum hætti í uppbyggingu á menntakerfinu. Ríkisstjórn sem vill hafa sanngjarnar og eðlilegar leikreglur í samfélag- inu. Stjórn sem kemur að þessum málum full af hugmyndaþrótti og starfsorku og vill vinna fyrir og með fólkinu í landinu. Þar sem eðlileg og sjálfsögð vinnubrögð eru að stunda samráð og samstarf með samtökum launafólks, atvinnulífs, ellilífeyrisþega og annara hagsmunasamtaka. Við í Samfylkingunni viljum sanngjarnt og eðlilegt skattkerfi. Við eigum að koma til valda ríkisstjórn þar sem kona getur orðið forsætisráðherra í fyrsta skipti á Íslandi. ■ Sigurður Kári Kristjánsson frambjóðandi Sjálfsæðisflokksins Stóð við loforð Ástæðan fyrir því að við ættum að hafa sömu ríkis- stjórn er sú að ríkisstjórnin sem hefur verið við völd hef- ur staðið sig vel við stjórn efnahagsmála. Hún hefur stað- ið við þau loforð sem hún gaf þegar hún tók við völdum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað minni ríkisumsvif og enn frekari lækkun skatta, sem kemur almenningi og ein- staklingum vel. Það hlýtur að vera kappsmál fyrir fólk að skattar lækki. Sagan segir okkur hins vegar að vinstri menn sem nú reyna að komast til valda hafa aldrei lækk- að skatta á einstaklinga heldur hækkað þá. Ekki er hægt að væna Sjálfstæðisflokkinn um að hafa ekki staðið við þau loforð sem hann hefur gefið þannig að kjósendur ættu frekar að treysta loforðum sem sá flokkur gefur heldur en aðrir. Framtíðin fyrir almennan launþega er mun bjart- ari ef núverandi ríkisstjórn heldur áfram. ■ Nýja ríkisstjórn eða ekki Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Þrjár blokkir keppa „Þrjár fjármálablokkir keppa um völdin í alþingiskosningun- um í næsta mánuði, kolkrabb- inn, smokkfiskurinn og háhyrn- ingurinn.“ JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS Styður Íraka í stríðinu „Ég el engar óskir í brjósti um að sjá unga bandaríska drengi grafna í arabískri eyðimörk eða heim komna í líkkistum. Samt styð ég Íraka í stríðinu og óska þeim góðs gengis.“ ÞÓRARINN HJARTARSON Á VEFNUM MURINN.IS Sársauki og sigrar flokkanna Bætiflákar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.