Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 16
16 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR BER AÐ OFAN Alessio Tacchinardi, leikmaður Juventus, fagnaði marki sínu gegn Torino í ítölsku Seria A-deildinni um helgina með miklum tilþrifum. Juventus vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu og tryggði um leið stöðu sína í efsta sæti deildarinnar. Fótbolti Cakewalk sumar 2003 Höfum opnað verslun að Strandgötu 29. Hafnarfirði með frábærum vörum frá Cakewalk. Opnunartíminn er eftirfarandi: þriðjudaga til föstudaga frá kl. 16:00 til 18:00 Laugardaga frá kl. 12:00-14:00 Komdu og skoðaðu frábærar sumarvörur frá Cakewalk FÓTBOLTI Framganga Ajax og AC Milan í Meistaradeildinni í vetur hefur verið með ágætum. Ajax varð í 2. sæti í undanriðli á eftir Int- er Milan en Lyon og Rosenborg sátu eftir. Ajax varð einnig í 2. sæti í afar erfiðum milliriðli á eftir Val- encia en Arsenal og Roma féllu úr keppni. AC Milan hafði betur í bar- áttu gegn Deportivo La Coruna, Lens og Bayern München í undan- riðli en sigraði í milliriðli með sann- færandi hætti. Real Madrid fylgdi Milan í átta liða úrslitin en Borussia Dortmund og Lokomotiv Moskva eru úr leik. Ajax og Milan hafa fjórum sinnum áður mæst í Evrópu- keppni meistaraliða. Árið 1969 léku þau til úrslita í Madríd og vann Milan 4:1 með þrennu Pier- ino Prati og einu marki Angelo Sormani. Velibor Vasovic skoraði fyrir Ajax úr víti. Félögin mætt- ust þrisvar leiktíðina 1994 til 1995. Ajax vann tvisvar 2:0 í riðla- keppninni og úrslitaleikinn 1:0 í Vínarborg með marki Patrick Kluivert fimm mínútum fyrir leikslok. ■ PAOLO MALDINI Fyrirliði AC Milan í leik gegn Parma á laug- ardag. Meistaradeild Evrópu: Fimmta viðureign Ajax og AC Milan í Evrópukeppni FYRRI VIÐUREIGNIR 1968-1969 Milan - Ajax 4:1 1994-1995 Ajax - Milan 2:0 og 2:0 1994-1995 Ajax - Milan 1:0 FÓTBOLTI Real Madrid og Manchester United eru að mæt- ast í fjórða sinn í Evrópukeppni. Í öllum þremur viðureignum lið- anna til þessa hefur sigurvegar- inn farið alla leið í keppninni og fagnað sigri. United var slegið út af Real í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinn- ar árið 2000 og vann Real keppn- ina í kjölfarið. „Við munum glíma við söguna á þriðjudagskvöld. Þeir eru nífaldir Evrópumeistar og tryggð þeirra við bikarinn er til staðar,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. Ferguson segir að leikmenn sínir þurfi að einbeita sér að sigri í leiknum í stað þess að hugsa um stórstjörnur Real Madrid. „Við verðum að einbeita okkur að sjálfum okkur meira en nokkru sinni fyrr,“ sagði Ferguson. „Ef við förum að hugsa: „Horfðu á Figo, Ronaldo, Raul, Zidane,“ þá truflar það einbeitinguna. Ég mun ekki leyfa það. Ef einbeitingin er rétt og leikmenn eru í góðu ástandi þá eigum við möguleika.“ Ferguson hefur farið mikinn í sálfræðistríðinu fyrir leikinn. Í gær lét hann hafa eftir sér í blaða- viðtali að drátturinn í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar hafi verið fyrir fram ákveðinn vegna þess að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vildi ekki að United kæm- ist í úrslitin og léki þar á heima- velli sínum, Old Trafford. Talmaður UEFA vísaði um- mælunum á bug og sagði þau hluta af áróðurstækni Ferguson. „Ummælin eru óheppileg, barna- leg og ósönn. Þetta hljómar eins og áróðurinn sem Ferguson hefur stundum uppi fyrir stórleiki. Það er skammarlegt að þurfa að standa undir svona ásökunum þegar við höfum til svo mikils að hlakka.“ ■ RONALDO Brasilíumaðurinn Ronaldo (til vinstri) í leik gegn Rayo Vallecano um helgina. Real vann leikinn með þremur mörkum gegn einu. FYRRI VIÐUREIGNIR 1956-1957 Real Madrid - Manchester United 3:1 2:2 1967-1968 Manchester United - Real Madrid 1:0 3:3 1999-2000 Real Madrid - Manchester United 0:0 3:2 * Félagið sem sigraði varð Evrópumeistari um vorið Sagan hliðholl sigurvegaranum Evrópumeistarar Real Madrid taka á móti Manchester United í stór- leik 8 liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í kvöld. AP /M YN D KAPPAKSTUR Kimi Räikkönen, liðs- maður McLaren í Formúlu 1 kappakstrinum, er vongóður um að tryggja sér heimsmeistaratit- ilinn eftir að hafa unnið tvö mót í röð, nú síðast í Sao Paulo í Brasilíu um helgina. „Ef hlutirnir halda áfram að ganga svona vel vinn ég vonandi meistaratitilinn,“ sagði Räikkönen. „Hlutirnir virðast falla vel fyrir okkur. Kannski vorum við dálítið heppnir en sigur er sigur og það skiptir öllu máli.“ Räikkönen var dæmdur sigur í Sao Paulo þrátt fyrir að vera ekki í fyrsta sæti þegar kappaksturinn var flautaður af eftir 55 hringi af 72. Reglur keppninnar kveða á um að sig- urvegarinn sé sá sem var í fyrs- ta sæti tveimur hringjum áður en keppni var hætt. McLaren-liðið hefur þar með unnið þrjú fyrstu mót keppnis- tímabilsins, en Skotinn David Coulthard vann fyrsta mótið í Ástralíu í síðasta mánuði. Næsti kappakstur verður háður í San Marino eftir tæpar tvær vikur. Þess má geta að Fernando Alonso, liðsmaður Renault, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær ómeiddur eftir að hafa lent í hörðum árekstri um helgina. ■ RÄIKKÖNEN Kimi Räikkönen er efstur í Formúlu 1 með 11 stiga forystu á David Coulthard. Kimi Räikkönen: Vongóður um titilinn Fyrri leikirnir í undanúrslit-um Evrópukeppni kvennaliða í knattspyrnu fóru fram um helgina. Danska félagið Fortuna Hjörring vann Englandsmeist- ara Arsenal með þremur mörkum gegn einu og sænska félagið Umeå gerði 1:1 jafntefli við Evrópumeistara Frankfurt. Sænska deildarkeppnin íknattspyrnu er að fara af stað. Fyrsta umferðin hófst um síðustu helgi. Á sunnudag tapaði Enköping með þremur mörkum gegn engu fyrir AIK á útivelli en þetta var fyrsti leikur félags- ins í efstu deild í 89 ára sögu þess. AIK hefur hins vegar leik- ið 75 tímabil í efstu deild, oftar en nokkuð annað félag. Enköping er 58. félagið semleikur í Allsvenskan, efstu deildinni sænsku, sem hófst árið 1924. IFK Göteborg og Malmö hafa oftast sigrað í Alls- venskan, fjórtán sinnum, en IFK hefur sigrað í fleiri leikj- um en önnur félög (774) og skorað fleiri mörk (3.105) en aðrir í deildinni. ■ Fótbolti Lennox Lewis: Mætir Kirk Johnson HNEFALEIKAR Talið er líklegt að Lennox Lewis, heimsmeistari í þungavigt, mæti Kanadabúanum Kirk Johnson í einvígi sem háð verður í Buffalo í sumar. Enn á þó eftir að undirrita samning þess efnis. Lewis hefur þegar fengið frest til 15. apríl til að ákveða hvort hann vilji berjast á ný við „Iron“ Mike Tyson. Verði ekkert af þeim bardaga er búist við því að Lewis mæti Úkraínu- manninum Vitali Klitschko í hringnum. ■ LEWIS Lennox Lewis berst að öllum líkindum við Kirk Johnson í Buffalo.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.