Fréttablaðið - 08.04.2003, Síða 17

Fréttablaðið - 08.04.2003, Síða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2003 KA í Intertoto: Til Bosníu- Hersegóvínu FÓTBOLTI KA-menn, sem lentu í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í fyrra, drógust gegn liði frá Bosníu-Hersegóvínu í fyrstu umferð Intertoto-keppninn- ar, Fyrri leikur liðanna verður í Bosníu 21. eða 22. júní næstkom- andi en síðari leikur liðanna fer fram á Akureyri 28. eða 29. júní. Sigurvegarinn úr viðureignun- um mætir sigurvegara úr viðureign liðs frá Andorra og liðs frá Belgíu í annarri umferð. Þeir leikir verða háðir í fyrrihluta júlímánaðar. Sig- urvegarinn þar mætir svo hol- lensku liði í þriðju umferð. ■ FÓTBOLTI Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, er hvergi banginn fyrir lokaslaginn í baráttunni um enska meistara- og bikarmeistaratitilinn. Arsenal mætir Manchester United þann 16. apríl í deildinni, aðeins þremur dögum fyrir leik við Sheffield United í undanúrslit- um bikarkeppninnar. „Þetta verða stórleikir,“ sagði Vieira. „En þetta er ekki í fyrsta sinn sem við erum í þessari stöðu. Það er erfitt að vinna tvöfalt en það tekst það veit maður hvernig á að endurtaka leikinn. Ég tel að reynslan eigi eft- ir að nýtast okkur vel. Hlutirnir eru enn í okkar höndum.“ ■ VIEIRA Arsenal náði aðeins 1:1 jafntefli gegn Aston Villa um síðustu helgi. Arsenal er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með jafnmörg stig og Manchester United. Patrick Vieira: Hvergi banginn Sveitaglíma Íslands: HSÞ sigraði 5. árið í röð GLÍMA Þingeyingar sigruðu fimmta árið í röð í kvennaflokki í Sveitaglímu Íslands. Sveitina skipuðu Inga Gerða Pétursdóttir, Soffía Björnsdóttir, Hildigunnur Káradóttir og Brynja Hjörleifs- dóttir. HSK sigraði í fjórum flokkum á laugardag, HSÞ í tveimur og KR og ÍBR í einum flokki hvort félag. Sextán sveitir kepptu og voru ell- efu þeirra frá HSK. Í sigursveit HSK í karlaflokki voru Ólafur Oddur Sigurðsson, Lárus Kjart- ansson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Stefán Geirsson og Kjartan Helgason. ■  15.00 Stöð 2 Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  17.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  17.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Farið er yfir leiki síðustu umferðar og spáð í spilin fyrir þá næstu.  18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Bein útsending frá fyrri leik Real Madrid og Manchester United í átta liða úrslitum.  19.15 Austurberg ÍR-ingar taka á móti Þórsurum í 8 liða úrslitum Esso-deildar karla í handbolta.  19.15 Ásvellir Deildarmeistarar Hauka og Fram eig- ast við í 8 liða úrslitum Esso-deildar karla í handbolta.  19.15 KA-heimilið Íslandsmeistarar KA mæta HK í 8 liða úrslitum Esso-deildar karla í handbolta.  19.15 Valsheimilið Valur tekur á móti FH í 8 liða úrslitum Esso-deildar karla í handbolta.  20.00 Sjónvarpið Íslandsmótið í handbolta. Bein útsend- ing frá seinni hálfleik leiks í átta liða úr- slitum karla.  20.40 Sýn Meistaradeild Evrópu. Útsending frá leik Ajax og AC Milan í 8 liða úrslitum.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  0.30 Skjár 1 Mótor (e). Þáttur um mótorsport.  1.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim. hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 APRÍL Þriðjudagur HANDBOLTI Úrslitakeppni Esso- deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum í átta liða úrslitum. Seinni leikir þessa hluta keppninn- ar verða á fimmtudag og oddaleik- ir, ef með þarf, á sunnudag. Deildarmeistarar Hauka mæta Fram að Ásvöllum. Haukar eru á góðum skriði en þeir sigruðu í átta síðustu leikjum sínum í deildinni. Haukar unnu báða leikina gegn Fram í vetur, 32-26 í Framheimil- inu í lok nóvember og 34-26 að Ásvöllum fyrir rúmum þremur vikum. Valur varð í 2. sæti deilda- keppninnar og mætir FH, sem varð í 7. sæti. Félögin gerðu 24-24 jafntefli í Kaplakrika um miðjan nóvember en FH vann 26-23 að Hlíðarenda fyrir rúmum þremur vikum. ÍR og Þór leika í Breiðholti í kvöld. ÍR vann leik liðanna í Breið- holti í október 33-29 en Þór vann 24- 21 á Akureyri í febrúar. Í viðureign KA og HK mætast Íslandsmeistarar síðasta árs og bik- armeistarar þessa árs. KA vann báða leiki félaganna í vetur, 26-25 á Akureyri um miðjan febrúar og 32- 28 í Digranesi í október. ■ ESSO-DEILDIN Í HANDBOLTA Úrslitakeppni Esso-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum í átta liða úrslitum. LEIKIR KVÖLDSINS HEFJAST KL. 19.15 ÍR - Þór Ak. Austurberg Haukar - Fram Ásvellir KA - HK KA-heimilið Valur - FH Valsheimili ESSO-deild karla: Úrslitakeppnin hefst í kvöld

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.