Fréttablaðið - 08.04.2003, Side 22
8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Óli Palli, tónlistarstjóri Rásar 2,er duglegur í vinnunni. Vart
er hægt að opna
fyrir útvarpið án
þess að heyra í hon-
um. Gildir jafnt um
virka daga sem
helgar. Óli Palli er
poppfræðingur af guðs náð með
ákveðnar skoðanir og fastur fyrir
þegar poppið er annars vegar.
Og yfirmaður hans, útvarps-stjórinn, lætur ekki sitt eftir
liggja. Var að kynna framtíðar-
hugmyndir sínar um Ríkisútvarp-
ið og þær taka mið af heimsyfir-
ráðum eða dauða. Markús Örn vill
sjónvarpa 200 mílur á haf út og til
allra landa þar sem Íslendingar
eru einhverra hluta vegna í útlegð
eða við vinnu. Þá vill hann stofna
nýja sjónvarpsstöð og útvarps-
stöð að auki.
Tvímenningarnir ættu aðbregða sér í gufubað með
fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins
í Vesturbæjarlauginni. Ritstjór-
inn fyrrverandi, sem veit hvað
hann syngur, er annarrar skoðun-
ar. Hann vill setja Ríkisútvarpið á
fjárlög. Burt með auglýsingar og
popp. Efla gömlu Gufuna og gera
Snorra Sturluson að útvarpsstjóra
– eða einhvern sambærilegan í
samtíðinni.
Egill var brattur í Silfri sínu umhelgina. Vont til þess að vita
að trúnaðarbrestur sé upp kominn
á milli hans og eigenda Skjás eins.
Fyrir bragðið verður þetta líklega
síðasti veturinn hans á þessum
skjá með þessum hætti. Enn verra
til þess að vita að til áhrifa í fjöl-
miðlum séu komnir menn sem
hafa meiri áhuga á pólitík en
blaðamennsku. ■
Við tækið
EIRÍKUR JÓNSSON
■ staldrar við nýstárlegar hugmyndir
um framtíð Ríkisútvarpsins.
20.00 Robert Schuller
21.00 Ron Phillips
21.30 Joyce Meyer
22.00 700 klúbburinn
22.30 Joyce Meyer
Á Breiðbandinu má finna 28
erlendar sjónvarpsstöðvar sem
seldar eru í áskrift og þar af eru
6 Norðurlandastöðvar. Að auki
sendir Breiðbandið út flestar ís-
lensku útvarpsrásirnar ásamt 10
erlendum tónlistarrásum með
mismunandi tónlistarstefnum.
17.00 Sportið með Olís Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
17.30 Meistaradeild Evrópu
(Fréttaþáttur) Farið er yfir leiki síð-
ustu umferðar og spáð í spilin fyrir
þá næstu.
18.30 Meistaradeild Evrópu (Real
Madrid - Man. Utd.)
20.40 Meistaradeild Evrópu (Ajax
- AC Milan)
22.30 Sportið með Olís Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
23.00 War At Home (Heimavíg-
stöðvarnar) Jeremy Collier er ungur
hermaður sem snýr aftur úr Víet-
namstríðinu án þess að hafa
meiðst. Sálarlíf hans er á hinn bóg-
inn í molum og þegar hann leitar
hjálpar hjá fjölskyldu sinni kemst
hann að því að heimilið, líkt og
vígvöllurinn, getur verið algjört hel-
víti. Spennan stigmagnast á heimil-
inu og á þakkargjörðardaginn fer
allt í háaloft. Aðalhlutverk: Emilio
Estevez, Kathy Bates, Martin
Sheen. Leikstjóri: Emilio Estevez.
1996. Stranglega bönnuð börnum.
1.00 Trans World Sport (Íþróttir
um allan heim)
2.00 Dagskrárlok og skjáleikur
16.45 Viltu læra íslensku? (14:22)
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Gormur (2:26)
18.30 Stuðboltastelpur (22:26)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.00 Íslandsmótið í handbolta
Bein útsending frá seinni hálfleik
leiks í átta liða úrslitum karla.
20.50 Mósaík
21.25 Heima er best (4:7)
22.00 Tíufréttir
22.20 Dauðir rísa (8:8) Aðalhlut-
verk: Trevor Eve, Sue Johnston,
Claire Goose, Holly Aird.
23.15 Lilja í alvöru (Lilja 4 Real)
Kvikmyndin Lilja 4-ever eftir Lucas
Moodysson hefur vakið mikla at-
hygli en hún er byggð á lífi Dangu-
ole Rasalaites sem kom til Malmö
frá Litháen þegar hún var 16 ára.
Vegabréf hennar var tekið af henni
og hún þvinguð til að stunda
vændi. Fyrir þremur árum stökk
hún fram af brú í Malmö og lést
stuttu síðar. Í þessum sænska
þætti er fjallað um hlutskipti
Danguole og alþjóðlega verslun
með ungar stúlkur.
0.15 Kastljósið
0.35 Viltu læra íslensku? (14:22)
0.55 Dagskrárlok
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful
9.20 Í fínu formi
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours
12.25 Í fínu formi (Þolfimi)
12.40 What about Joan (8:13)
13.00 This Life (20:21)
13.45 Third Watch (7:22)
14.35 Tónlist
15.00 Trans World Sport
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 Spin City (12:22)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður
19.30 Friends 3 (11:25) (Vinir)
20.00 Fear Factor 3 (6:28)
20.45 The Agency (1:22)
21.30 The Wire (8:13)
22.25 60 Minutes II
23.10 Crossing Jordan (5:25)
0.05 Coupling (9:9) (Pörun)
0.35 Blood and Wine (Blóð og
vín) Jack Nicholson leikur vínkaup-
mann á Miami sem hefur haldið
stíft framhjá eiginkonu sinni og
vanrækt son sinn. Það er allt á nið-
urleið hjá honum þegar hann
ákveður að ræna hálsfesti sem er
milljóna virði frá einum viðskipta-
vina sinna. Aðalhlutverk: Jack
Nicholson, Michael Caine, Jennifer
Lopez, Judy Davis. 1997. Stranglega
bönnuð börnum.
2.15 Spin City (12:22)
2.35 Friends 3 (11:25)
3.00 Ísland í dag, íþróttir,
3.25 Tónlistarmyndbönd frá
Popp TíVí
6.00 The Thomas Crown Affair
8.00 Willow
10.05 The Competition
12.10 Joe Dirt
14.00 The Thomas Crown Affair
16.00 Willow
18.05 The Competition
20.10 Joe Dirt
22.00 Disappearing Acts
0.00 O, Brother, Where Art
Thou?
2.00 Bullitt
4.00 Disappearing Acts
7.00 70 mínútur
12.00 Pepsí listinn
16.00 Pikk TV
19.00 XY TV
20.00 Geim TV
20.30 Lúkkið
21.00 Buffy the Vampire Slayer
22.03 70 mínútur
23.10 Meiri músík
17.45 Brúðkaupsþátturinn Já (e)
18.30 Djúpa laugin (e)
19.30 The King of Queens ( e)
21.00 Innlit útlit Eins og áður
verður fjallað um hús og híbýli Ís-
lendinga heima og erlendis, fast-
eignir, hönnun, arkitektúr, skipu-
lagsmál og fleira. Nýjungar í inn-
réttingum og byggingarefnum
kynntar og þjóðþekktir einstakling-
ar koma í þáttinn í leit að fasteign
eða til að selja.
22.00 Boston Public Bandarískur
myndaflokkur um líf og störf kenn-
ara og nemenda við Winslow-mið-
skólann í Boston þar sem hver hef-
ur sinn drösul að draga. Harper
skólastjóri tekst á við uppreisnar-
gjarna nemendur og reiða kenn-
ara, kennararnir reyna að upp-
fræða mismóttækilega nemendur
og allt logar í deilum.
22.50 Jay Leno
23.40 Survivor Amazon (e)
0.30 Mótor (e)
1.00 Dagskrárlok Sjá nánar á
www.s1.is
Stöð 2
20.45
Skjár 1
19.30
The King of
Queens
Arthur kveikti í húsinu sínu og
situr nú uppi á Carrie dóttur
sinni og Doug eiginmanni henn-
ar. Hann er þeim óþægur ljár í
þúfu, alltaf á kvennafari og að
skemmta sér. En verst er að
hann sefur í sjónvarpsherberg-
inu hans Doug. Carrie er kvon-
fang af bestu sort og vinnur á
lögmannastofu en Doug keyrir
sendibíl með aðra hönd á stýri
og ávallt í stuttbuxum.
Leyniþjónustan, eða The Agency,
eru hörkuspennandi þættir um
ótrúleg mál sem starfsfólk
Bandarísku leyniþjónustunnar
fæst við. Við fylgjumst með
nokkum fulltrúum sem daglega
þurfa að taka afdrifaríkar
ákvarðanir til að vernda þjóðina
fyrir hugsanlegum hryðjuverk-
um, utanaðkomandi ógnar-
stjórnum og voðaverkum víðs
vegar um heim. Á meðal leik-
enda eru Beau Bridges, Daniel
Benzali og Jason OíMara sem
margir muna eftir úr mynda-
flokknum Bræðrabönd, eða
Band of Brothers.
■
Burt með aug-
lýsingar og
popp.
Leyniþjónustan
Duglegir ríkisstarfsmenn
S j ú k d ó m s v æ ð i n g
s a m f é l a g s i n s
Málþing laugardaginn 26. apríl kl 10.00 – 16.00
09:45 – 10:00 Skráning móttaka gagna
10.00 – 10.10 Ólafur Páll Jónsson heimspekingur setur ráðstefnuna
10.10 – 10.35 Inngangur að sjúkdómsvæðingu
Stefán Hjörleifsson læknir og heimspekingur
10.35 – 11.05 „Allt fyrir fóstrið“ – Um afleiðingar ómskoðunar
Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir
11.05 – 11.20 K a f f i h l é
11.20 – 11.50 Er sjúkdómsvæðing óumflýjanleg afleiðing af forvarnarstarfi?
Sigurður Guðmundsson landlæknir
11.55 – 12.25 Hópstarf
12.25 – 12.55 H á d e g i s v e r ð u r
12.55 – 13.15 Umræður í sal
13.15 – 13.45 Viðbrögð við óhamingju – Um notkun geðdeyfðarlyfja
Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor í heimilislækningum við
Háskóla Íslands
13.45 – 14.05 Hver er maðurinn? Um kennivald læknavísindanna
Stefán Hjörleifsson
14.05 – 14.25 K a f f i h l é
14.25 – 14.55 Heilsubrask
Margrét Jóna Höskuldsdóttir lyfjafræðingur
15.00 – 15.30 Hópstarf
15.30 – 15.55 Umræður í sal
15.55 – 16.00 Lokaorð, Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur
I n n r i t u n
Sími: 480 5020
Netfang: fraedslunet@sudurland.is
fyrir 20. apríl 2003
Ráðstefnugjald kr. 9.000,-
Innifalið ráðstefnugögn og léttur
hádegisverður
S t a ð u r
Fjölbrautaskóli Suðurlands
Umsjón: Fræðslunet Suðurlands
Fagleg umsjón: Stefán Hjörleifsson,
heimspekingur og læknir
Ráðstefnustjóri: Ólafur Páll Jónsson,
heimspekingur
SJÓNVARP Bandaríski sjónvarps-
fréttamaðurinn David Bloom,
sem vinnur fyrir NBC, dó í Írak.
Hann er sjötti fréttamaðurinn
sem lætur lífið í stríðinu frá því
það hófst fyrir tveimur vikum.
Tveggja annarra fréttamanna er
saknað. Bloom var vel þekktur í
heimalandi sínu og flutti fréttir í
þættinum „Today“ í nokkur ár.
Dauði hans var ekki tengdur
átökum.
Bloom fékk blóðtappa í lungu
og komst ekki í læknishendur í
tæka tíð. Hann hafði eytt síðustu
vikunum í það að ferðast með
þriðju herdeild landgönguliða í
landinu og sjónvarpað beint frá
átakasvæðunum. Herdeildin er
ein þeirra sem hafa tekið þátt í
árásinni á Bagdad síðustu daga.
Bloom, sem var 39 ára gam-
all, varð þekktur eftir frétta-
flutning sinn frá réttarhöldum
O.J. Simpson og frá stríðinu í
Bosníu.
Sjónvarpsstöðin fékk senda
orðsendingu frá Hvíta húsinu þar
sem kom fram að forsetinn harm-
aði dauða fréttamannsins. Bloom
vann sem talsmaður Hvíta húss-
ins áður en hann gerðist frétta-
maður fyrir NBC-sjónvarpsstöð-
ina í mars árið 2000.
Bill Clinton, fyrrum Banda-
ríkjaforseti og yfirmaður Bloom,
sendi sjónvarpsstöðinni samúðar-
skeyti.
Um 600 fréttamenn eru taldir
vera á stríðssvæðum í Írak.
Aðeins fjórir fréttamenn létust
í Flóastríðinu fyrir 12 árum. ■
DAVID BLOOM
Er annar bandaríski fréttamaðurinn til þess að láta lífið í Írak. Tveir tökumenn, einn frá
Bretlandi og annar frá Ástralíu, létust eftir að hafa stigið á jarðsprengju.
David Bloom á NBC:
Sjónvarpsfréttamaður
lætur lífið í Írak