Fréttablaðið - 08.04.2003, Side 28
28 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Hringdu í síma 907 2020.
Þitt framlag getur bjargað mannslífum.
HS-tískuvörusamsteypan í Kringlunni:
Hættir með Mango á Strikinu
TÍSKA HS-tískuvörusamsteypan,
sem rekur fjölda verslana í
Kringlunni og Smáralind, hefur
dregið sig út úr rekstri Mango-
verslunarinnar á Strikinu í Kaup-
mannahöfn. Fyrirtækið opnaði
þar Mango-verslun í samvinnu
við aðila frá Sádi-Arabíu en sam-
starfið gekk ekki sem skyldi:
„Þarna rákust á tveir menningar-
heimar,“ segir Hulda Hákonar-
dóttir, framkvæmdastjóri hjá HS
ehf. sem rekið er sem fjölskyldu-
fyrirtæki.
HS hefur nýverið lokað tveimur
verslunum í Kringlunni; Boss –
konur og Blues: „Það borgar sig að
halda vel utan um það sem gengur
en sleppa hinu,“ segir Hulda um
lokun þessara tveggja verslana í
Kringlunni og neitar orðrómi þess
eðlis að Mango í Smáralind sé til
sölu. „Það er reyndar allt til sölu
fyrir rétt verð,“ segir hún.
HS-samsteypan rekur Herra-
garðinn, Boss, Hanz, Skóverslun
Steinars Waage og Sand í Kringl-
unni. Í Smáralind rekur fyrirtækið
svo Mango, Steinar Waage og
Herragarðinn, sem er reynar ein-
nig með verslun á Laugavegi. ■
STRIKIÐ
Íslendingarnir hættir með Mango, sem heldur þó áfram í gamla höfuðstaðnum.
RANNSÓKN Leikskólinn Sólborg fékk
styrk úr Þróunarsjóði leikskóla til
rannsóknarverkefnis þar sem bein-
ist að heyrandi börnum heyrnar-
lausra foreldra. „Þetta eru börn sem
hafa táknmál sem móðurmál og eru
því tvítyngd,“ segir Jónína Kon-
ráðsdóttir leikskólastjóri. Á leik-
skólanum Sólborg eru nú um níu
börn sem heyra sjálf, en eiga heyrn-
arlausa foreldra. Jónína segir að
ástæða þess að svo mörg slík börn
séu á leikskólanum sé að mörg
heyrnarlaus börn séu hjá þeim. „Við
höfum því þekkingu á máli og
menningu heyrnarlausra. Þess
vegna sækjast margir heyrnarlaus-
ir foreldrar eftir því að koma börn-
unum að hjá okkur.“
Jónína segir það reynslu þeirra
að tvítyngd börn þurfi stuðning við
máltöku á íslensku. „Við viljum
bæði styrkja íslenskukunnáttu
þeirra og vonandi móðurmál þeirra,
sem er táknmál.“ Hún segir þó ekki
lagða áherslu á kennslu í táknmál.
„Í þessu felst ákveðin viðurkenning
á menningarheimi þeirra. „Þegar er
verið að tala um tvítyngd börn al-
mennt, þá er þessi hópur tvítyngdra
barna oft ekki með í umræðunni.“ ■
SPENNANDI RANNSÓKN
Leikskólinn Sólborg fékk styrk til þess að rannsaka stuðning í íslensku við heyrandi börn
heyrnarlausra foreldra.
Börn með táknmál sem
móðurmál:
Þurfa
stuðning í
íslensku