Fréttablaðið - 08.04.2003, Síða 29
Kosningafjörið er að komast áfulla ferð. Í Kastljósi sjón-
varpsins er hafin sería þar sem
tveir leiðtogar takast á um
kosningamálin. Ingibjörg Sól-
rún mætti Geir Haarde í um-
ræðum um skattamál. Davíð
Oddsson sendi Geir í staðinn
fyrir sig í þá umræðu. Í síðustu
viku mættust Steingrímur J.
Sigfússon og Geir í Kastljósinu.
Eftir því sem hermt er var
reynt að fá Davíð Oddsson til
að mæta, en hann sendi Geir
fyrir sig. Í kvöld er meiningin
að Halldór Ásgrímsson og Ingi-
29ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2003
" #
$/2 /
*1
3
/"' 451
67 ( ( 18$
09#%7 ) (+
(* *, (.,
:/"-
- &;<=>6"7 7 (
?@
//
=>
51
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú einstakt
tækifæri í vor til að dveljast við
frábærar aðstæður á suðurströnd
Spánar í 2,3 eða 4 vikur á
ótrúlegum kjörum. Beint flug til
Benidorm þar sem þú nýtur
þjónustu fararstjóra Heimsferða
allan tímann og fyrir þá sem vilja
njóta vorsins á Spáni er þetta
fallegasti tími ársins. Þú bóka
núna, og 4 dögum fyrir brottför
segjum við þér hvað þú gistir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Benidorm
27. apríl
frá kr. 29.962
Verð kr. 29.962
Flugsæti á mann m.v. hjón með 2 börn,
með sköttum.
Verð kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 27.
apríl, 17 nætur, stökktu tilboð.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í íbúð, 17 nætur. Flug, gisting,
skattar. Stökktu tilboð.
Benidorm – 27. apríl
Pondus eftir Frode Øverli
52 ÁRA „Það stendur ekkert sér-
stakt til,“ segir Geir H. Haarde
fjármálaráðherra, sem er fimm-
tíu og tveggja ára í dag. Hann
mætir á ríkisstjórnarfund, eins
og venjulega á þriðjudögum, og
dagurinn verður afskaplega
venjulegur dagur í lífi fjármála-
ráðherra. „Það er í nógu að snúast
þessa dagana. Við vorum að
ferma um helgina og svo er ég á
kafi í kosningabaráttunni. Þessir
dagar eru nú yfirleitt tíðindalitlir
og ég hef lítið gert með þá nema
auðvitað á þessum stærri afmæl-
um en ég hélt myndarlega upp á
bæði fertugs- og fimmtugsaf-
mælin mín. Fimmtugsafmælið
var ansi fjölmennt. Ætli það hafi
ekki mætt á bilinu sjö til átta
hundruð manns. Það var mikið
dæmi og mjög skemmtilegt.“
Geir reiknar ekki með því að slá
upp jafn mikilli veislu þegar
hann verður sextíu ára. „Ég held
að þetta verði ekki endurtekið.
Þetta er eitthvað sem maður ger-
ir bara einu sinni á ævinni.“
Þegar Geir er beðinn að nefna
einhvern afmælisdag sem stend-
ur upp úr í minningunni skýtur
tíu ára afmælið upp kollinum.
„Ég man vel eftir því þegar ég
varð tíu ára. Þá komu allir
bekkjarbræður mínir og við fjöl-
menntum í Tjarnarbíó og sáum
Síðasta bæinn í dalnum. Þetta var
árið 1961.“
Geir segir aldurinn ekki hvíla
þungt á sér. „Ég finn ekki fyrir
honum og get ekki sagt að ég líti
á mig sem gamalmenni.“ Hann
mætti galvaskur í Ísland í bítið í
síðustu viku og fór í allsherjar yf-
irhalningu, var poppaður upp,
fékk töffaralega hárgreiðslu og
fleira í þeim dúr. Þetta þótti
heppnast býsna vel en hann seg-
ist þó ekki vera að íhuga neina
sérstaka stefnubreytingu á þessu
sviði. „Þetta var nú bara mest
gert í gríni,“ segir ráðherrann,
sem er alveg laus við gráa fiðr-
inginn.
thorarinn@frettabladid.is
Persónan
GEIR H. HAARDE
■ Er Vesturbæingur í húð og ár, fæddur
og uppalinn á Sólvallagötunni. Hann er því
eðli málsins samkvæmt KR-ingur og reynir
eftir megni að fylgjast með liðinu.
POPPAÐUR RÁÐHERRA
Útlitsbreytingin var öll í gamni gerð og Geir ætlar að halda sig við sinn eigin stíl.
Venjulegur dagur
í lífi ráðherra
Geir H. Haarde er 52 ára í dag og lætur tímamótin ekki setja strik í
reikning fjármálaráðherrans. Hann hélt stórveislu þegar hann varð
fimmtugur en þegar hann varð 10 ára fór hann með vinum sínum
að sjá Síðasta bæinn í dalnum.
POPPAÐUR RÁÐHERRA
Útlitsbreytingin var öll í gamni gerð og
Geir ætlar að halda sig við sinn eigin stíl.
ASTRO BOY
Er ein vinsælasta teiknimyndapersóna Jap-
ans en samkvæmt upprunalegu sögunum
um drenginn, frá því í kringum 1950, átti
hann afmæli á sunnudaginn. Macoto
Tezka, sonur Osamu Tezuka heitins sem
skóp drenginn, heilsaði upp á kappann í
tilefni afmælisins.
Fréttiraf fólki
björg Sólrún mætist í Kastljós-
inu og er ekki vitað til þess að
Halldór ætli að senda annan
fyrir sig.
Geir Hilmar Haarde, fjármálaráðherra,
er 52 ára.
Gunnar Salvarsson, skólastjóri, er 50
ára.
Stefán Hrafn Hagalín, markaðsstjóri, er
32 ára.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, er 28
ára.
Ólafur Pétursson frá Vakursstöðum,
Vopnafirði, lést 4. apríl.
■ Afmæli
■ Andlát
Ég hef aldrei
almennilega
skilið hvað fólk
fær út úr
fallhlífar-
stökki!
Stökkva
úr út heilli
flugvél!
Fáranlegt!
Það er
alltaf séns
að fallhlíf-
in sé í
skralli!
Já... og þá er
of seint að
fara út í
fluguhnýting-
ar, gostappa-
söfnun eða
önnur EÐLI-
LEG áhuga-
mál!
Ég held hann
sé búinn að ná
þessu, strákar!
Pældu samt í
þessu!
Sjúkra-
bíllinn er
kominn!