Fréttablaðið - 10.04.2003, Qupperneq 13
13FIMMTUDAGUR 10. apríl 2003
HONG KONG, AP Lungnabólgufarald-
urinn sem hefur herjað á Suðaust-
ur-Asíu ógnar afkomu margra
smærri kaupmanna. Fólk hefur
leitað allra leiða til að forðast að
smitast af sjúkdómnum. Það hefur
bitnað á smásölum sem hafa horft
upp á viðskiptamannahóp sinn
dragast mjög saman.
Í verslanamiðstöðvum Hong
Kong er ekki óalgengt að starfs-
menn séu fleiri en viðskiptavinir.
Fyrir faraldurinn voru verslanirn-
ar oftast mikið sóttar. Margir eru
hræddir við að smitast af sjúk-
dómnum ef þeir fara út að borða.
Fólk eldar því frekar heima. Þetta
hefur leitt til þess að viðskiptavin-
um veitingastaða hefur fækkað
verulega. Óttast er að margir
þeirra þoli ekki tekjumissinn og
fari á hausinn.
Faraldurinn er talinn geta hrað-
að þróun sem hefur átt sér stað
undanfarin ár í þá átt að verslana-
keðjur taki viðskiptin frá fjöl-
skyldufyrirtækjum. Óttast er að
litlu fyrirtækin, sem löngum hafa
haft litlar tekjur umfram gjöld, þoli
áfallið ekki. ■
Niðurlægði konur:
Lögga
játar glæp
NEW YORK, AP Bandarískur lög-
reglumaður viðurkenndi fyrir
rétti að hafa neytt fjórar konur til
að afklæðast eftir að hann hafði
stöðvað þær vegna umferðarlaga-
brota sem þær höfðu gert sig sek-
ar um. Lögreglumaðurinn neyddi
eina konuna til að fara úr öllu
nema nærfötunum og ganga heim
þannig klædd.
Maðurinn var ákærður fyrir að
áreita fjölda kvenna meðan hann
starfaði sem lögreglumaður árin
1998 til 2000. Fjöldi kvenna sagði
að hann hefði keyrt þær á afvikna
staði, stundum handjárnaðar. Dóm-
ur hefur ekki verið kveðinn upp. ■
Bandarískir unglingar:
Myrtu
Batman
BANDARÍKIN, AP Þrír unglingspiltar
börðu þroskaheftan karlmann á
fertugsaldri til bana í anddyri
hússins sem hann átti heima í.
Maðurinn var að koma heim til
sín úr verslunarleiðangri þegar
piltarnir, 13 og 14 ára, réðust á
hann. Þeir börðu hann með gos-
flöskum sem hann hafði keypt og
spörkuðu í hann eftir að hann féll
til jarðar.
Nágrannar mannsins skildu
ekki hvers vegna ráðist hefði ver-
ið á hann, hann hefði verið ljúfur
og vinalegur. Oft mátti sjá hann
fyrir framan hús sitt, klæddan í
heimasaumaðan búning í stíl Leð-
urblökumannsins og fékk hann
viðurnefni sitt af því. Hann sagð-
ist vera að vernda hverfið fyrir
glæpum. ■
Morðið á Djindjic:
Vildu bylta
stjórninni
BELGRAD, AP Morðið á Zoran Djin-
djic, fyrrum forsætisráðherra
Serbíu, var hluti af fyrirhugaðri
byltingu. Þetta segja lögreglu-
menn sem hafa rannsakað morðið.
Þeir segja að staðið hafi til að
koma lýðræðislega kjörinni stjórn
frá völdum með því að valda
ringulreið í landinu. Einnig hafi
verið hugað að því að myrða aðra
lýðræðislega leiðtoga landsins.
Vitnisburður Zvezdans Jovano-
vics, sérsveitarforingja, er sagður
hafa leitt þetta í ljós. ■
29 ferðamenn týndir:
Horfnir í
eyðimörk
ALSÍR, AP Hvarf sex hópa ferða-
manna í Sahara-eyðimörkinni í
Alsír hefur valdið talsverðum
áhyggjum. Þrátt fyrir að leitað
hafi verið að þeim bæði úr lofti og
af landi hefur ekkert til þeirra
spurst.
Alls hafa 29 ferðamenn týnst
með þessum hætti. 16 þeirra eru
þýskir. Það varð til þess að Otto
Schily, þýski innanríkisráðherr-
ann, hélt í stutta heimsókn til Al-
geirsborgar til að ræða við starfs-
bróður sinn um leitina að ferða-
mönnunum. Getgátur hafa heyrst
þess efnis að uppreisnarmenn
hafi rænt fólkinu. ■
Lungnabólgufaraldur dregur úr eftirspurn:
Faraldur ógnar
smásölum
LESTARFARÞEGAR Í HONG KONG
Fólk ber grímur fyrir vitum sínum til að draga úr líkum á því að smitast af
heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu, HABL.
VIÐRÆÐUR STANDA ENN YFIR
Viðræður Kaupþings og Búnaðar-
banka Íslands um sameiningu
fyrirtækjanna standa enn yfir.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins ganga viðræðurnar
ágætlega og niðurstaðna er að
vænta á næstunni. Þegar og ef
samkomulag næst verður það
lagt fyrir stjórnir fyrirtækjanna
til samþykktar.
■ Viðskipti