Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2003, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 10.04.2003, Qupperneq 17
17FIMMTUDAGUR 10. apríl 2003 Nú styttist mjög í annan end-ann á ráðherradómi Sólveig- ar Pétursdóttur. Ekki er víst að það verði samfelldur harmur horna lands á milli þá er hún hverfur úr stóli dóms- og kirkju- málaráðherra á vordögum. Lík- legast muna fáir eftir stórfelld- um afrekum hennar á sviði lög- gæslumála á þeim mörgu og/eða mögru árum sem hún hefur setið í ráðherrastóli. Pappalöggurnar blessaðar verða ódauðlegur minnisvarði um ráðherratíð Sól- veigar Pétursdóttur og verður þeim áreiðanlega skipaður veg- legur sess í Þjóðminjasafninu þegar það loks opnar. Nú vill þjóðin hins vegar raunverulega löggæslu – lögreglumenn af holdi og blóði. Við framsóknar- menn höfum lengi barist fyrir aukinni löggæslu. Það er til dæmis hlálegt að almennum lög- reglumönnum í Reykjavík virð- ist sífellt fækka þrátt fyrir vax- andi fjölda íbúa og aukin verk- efni. Hér verður að gera bragar- bót á. Öryggi borgaranna verður að hafa forgang. Áhersla verði lögð á hverf- islöggæslu Að mínu mati verður að leggja enn frekari áherslu á hverfislög- gæslu í Reykjavík. Nálægð lögreglu við íbúa veitir þeim öryggiskennd og hefur auk þess mikið forvarnargildi. Þá getur hún skipt sköpum við rannsóknir mála og þegar slys ber að höndum. Reynsla af hverfislög- gæslu er góð, til dæmis í Breið- holti og Grafarvogi. Þess vegna er engin ástæða til annars en að taka hana upp í öðrum hverfum. Vegna þess átaks sem fram- sóknarmenn beittu sér fyrir í síðustu alþingiskosningum í bar- áttunni gegn fíkniefnum var fíkniefnalögreglumönnum fjölg- að. Það, ásamt auknu og hertu tolleftirliti, öflugum forvörnum og fleiri og betri meðferðarúr- ræðum, hefur skilað verulegum árangri í barátt- unni gegn fíkni- efnum. Við munum enn halda barátt- unni áfram. Að okkar áliti kem- ur aldrei til greina að heim- ila almenna neyslu fíkni- efna. Þess vegna hétum við einum millj- arði til fíkniefnamála fyrir síð- ustu kosningar. Sá milljarður varð hins vegar að tveimur en það er önnur saga. Þörfin fyrir öfluga fíkniefnalögreglu, for- varnir og meðferð er hins vegar enn til staðar og verður það lík- lega um ókomna tíð – því miður. Forvarnir hefjast heima við Þegar öllu er á botninn hvolft er það þó afstaða okkar sjálfra sem skiptir öllu máli. Því miður virðist virðing fyrir lögum og rétti fara þverrandi. Þessu verð- um við að snúa til betri vegar. Forvarnir gegn fíkniefnum og afbrotum eiga að hefjast heima við – hjá okkur sjálfum. Við ölum upp börnin okkar og eigum að kenna þeim hvað er rétt og hvað er rangt. Þá ábyrgð tekur enginn af okkur. ■ Raun- verulega löggæslu Kosningar maí 2003 GUÐJÓN ÓLAF- UR JÓNSSON ■ frambjóðandi í 3. sæti Framsóknar- flokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður skrifar um störf dóms- og kirkjumála- ráðherra. „Pappa- löggurnar blessaðar verða ódauð- legur minnis- varði um ráð- herratíð Sól- veigar Péturs- dóttur. Það er áhugavert að fylgjastmeð því þessa dagana hvernig hver stjórnmálaflokkurinn á fæt- ur öðrum, meira að segja Vinstri grænir, keppist nú við að koma fram með sínar útfærslur á því hvernig rétt verði að skila þjóð- inni ábatanum af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum næstu ára. Aðferðafræðin minnir óneitan- lega á eitt af stórvirkjum bók- menntanna, sem við flest höfum lesið, nefnilega Litlu gulu hæn- una. Í aðdraganda flokksþings okk- ar framsóknarmanna sem haldið var í lok febrúar fengum við nokkra valinkunna hagfræðinga til að leggja á það mat hversu mikið mætti gera ráð fyrir að ár- legar tekjur ríkissjóðs myndu aukast á næsta kjörtímabili vegna þeirra framkvæmda sem ákveðn- ar hafa verið við virkjanir og stór- iðju. Með öðrum orðum, hvað græðir ríkissjóður á framkvæmd- unum í beinhörðum peningum á hverju ári? Sláandi niðurstöður Niðurstaðan var vissulega slá- andi. 20-25 milljarða á kjörtímabil- inu öllu. Eftir að hafa yfirfarið þá útreikninga og lagt á þá mat setti formaður okkar, Halldór Ás- grímsson, fram það stefnumið sitt í upphafs- ræðu flokks- þingsins að ábat- anum skyldi fyrst og fremst varið til tveggja m e g i n þ á t t a ; lækkunar tekju- skatts úr 38,55% í 35,20% og hækkun ótekjutengdra barnabóta. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Sjálfstæðismenn ganga lengra en við Samfylkingin sömuleiðis, a.m.k. í dag, og Vinstri grænir vilja breyta – vita bara ekki hverju. Þannig sannast nú hið forn- kveðna um bæði Samfylkinguna og Vinstri græna, sem alla tíð börðust á móti atvinnustefnu Framsóknar- flokksins. (Hluti Samfylkingarinn- ar stökk reyndar á vagninn þegar sýnt þótti að hann næði áfangastað sínum.) Að þótt enginn vilji sá fræjunum, þreskja kornið eða mala það, hnoða deigið eða baka það, nema litla gula hænan, þá eru nógir til að bjóða sig fram við að éta brauðið. Slíkt framferði er hins vegar tæpast til eftirbreytni – er það? ■ Kosningar maí 2003 ÁRNI MAGNÚSSON ■ framkvæmdastjóri og frambjóðandi í 2. sæti Framsóknar- flokksins í Reykjavík norður skrifar um skattamál. „Nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Sjálfstæðis- menn ganga lengra en við, Samfylkingin sömuleiðis. Skattar og Framsókn 79630

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.