Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 26
KVIKMYNDAHÁTÍÐ 101 Það eru svo sannarlega engar afgangsmyndir sem kvikmyndaáhugamönnum verður boðið að sjá á „Kvik- myndahátíð 101“ sem hefst í dag. Myndirnar eru flestar með þeim athyglisverðari síðan í fyrra. KÖNGULÓIN Leikstjórinn David Cronenberg hefur þótt mistækur í gegnum tíð- ina. Hann gerði hina frábæru mynd „Naked Lunch“ eftir samnefndri sögu William Burroughs en mis- steig sig svo hrikalega með mynd- inni „Crash“. Aðrar myndir á feril- skrá hans eru endurgerð „The Fly“ frá árinu 1986, „Dead Ringers“ frá 1988 og splatter-myndin Scanners frá árinu 1980. Það er mat margra gagnrýnenda að nýjasta kvikmynd hans, „Spider“, sé hans besta. Myndin var frumsýnd á Cannes-hátíðinni í fyrra og keppti um gullpálmann. Myndin fjallar um mann sem þjáist af geðtruflunum. Hann greindist með geðklofa ungur, átti afar erfiða æsku og hefur aldrei beðið þess bætur. Með aðalhlutverk fara Ralph Fiennes, Gabriel Byrne og Natasha Richardson. GÓÐA STELPAN Það eru eflaust margar konur sem geta fundið til samkenndar með persónu Jennifer Aniston í kvikmyndinni „The Good Girl“. Myndin vakti mikla athygli á Sundance-kvikmyndahátíðinni í fyrra. Hún leikur konu á þrítugsaldri sem býr fábrotnu lífi í smábæ og er föst í ástlausu hjónabandi. Til- finningalíf hennar flækist svo verulega þegar hún byrjar að halda við ungan mann sem er þess fullviss að hann sé í raun Holden Caulfield úr bókinni „The Catcher in the Rye“ eftir J.D. Salinger. Leikstjóri myndarinnar er Miguel Arteta og með önnur hlut- verk fara Jake Gyllenhaal og stórleikarinn John C. Reilly. KANÍNUNETIÐ Ástralski leikstjórinn Phillip Noyce var afkastamikill í fyrra. Tvær myndir sem hann leikstýrði voru gefnar út og báðar þeirra hlutu mikið lof gagnrýnenda. Önnur þeirra, „The Quiet Americ- an“, komst á blað á Óskarsverð- launahátíðinni í ár vegna tilnefn- ingar Michael Caine fyrir leik í aðalhlutverki. Hin myndin, „Rabbit Proof Fence“, er eldri en komst þó ekki í almenna dreifingu um Bandaríkin fyrr en í fyrra. Myndin er byggð á sannsögu- legum atburðum og fjallar um Molly Craig, unga blökkukonu í Ástralíu sem flýr ásamt yngri systur sinni og frænku frá vinnu- búðum. Helstu leikarar myndarinnar eru Kenneth Branagh, Ningali Lawford, David Gulpilil og Jason Clarke. Peter Gabriel var til- nefndur til Golden Globe-verð- launa fyrir kvikmyndatónlistina. 28 DÖGUM SÍÐAR Breski leikstjórinn Danny Boyle skaust upp á sjónarsviðið eftir að hafa gert myndirnar „Trainspotting“ og „Shallow Grave“. Eftir hina mislukkuðu Hollywood-mynd „The Beach“ náði hann að halda höfði í heima- landinu með framtíðarhrollvekj- unni „28 Days Later“. Sagan segir frá eftirmálum þess að bráðsmitandi vírus slepp- ur frá breskri rannsóknarstofu með þeim afleiðingum að stærsti hluti mannkynsins þurkkast út. 28 dögum eftir slysið eru aðeins ör- fáar mannverur eftir í Bretlandi 26 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR KVIKMYNDAHÁTÍÐ 101 Margir muna eflaust eftir ræðu Óskarsverð- launahafans Michael Moore sem skammaði Bush Bandaríkjaforseta eins og smákrakka þegar hann tók við verðlaunum fyrir „bestu heim- ildarmyndina“. Viðbrögð í salnum voru blendin en að mestu virtust gestir mótfallnir ræðu Moore. Mynd Moore, „Bowling for Col- umbine“, fjallar um byssulöggjöf- ina í Bandaríkjunum. Titill myndar- innar vísar til skotárásarinnar í Columbine-skóla þegar tveir nem- endur réðust inn vopnaðir rifflum og drápu þrettán manns, einn kenn- ara og 12 unglinga. Fyrr um daginn höfðu þeir verið að spila keilu. Í heimildarmyndinni kastar Moore þeirri spurningu á loft hvort Bandaríkjamenn séu „brjálaðir í byssur, eða bara brjálaðir?“ Hann setur sjálfan sig í sögumiðjuna sem spyrill og veltir því fyrir sér hvort hugsanlega séu tengsl á milli hárr- ar morðtíðni í Bandaríkjunum og hversu auðvelt það er að verða sér úti um skotvopn. Moore situr ekki á skoðunum sínum og kímnigáfa hans er ísköld og beitt. MICHAEL MOORE Gaf út bókina „Stupid White Men“ fyrir nokkrum árum og hefur síðan þá verið einn helsti þjóðfélagsádeilumaður Banda- ríkjanna. SÝNINGAR 11. apríl kl. 17.50 og 22. 12. apríl kl. 18 og 20. 13. apríl kl. 20. 14. apríl kl. 17.50 og 22. 15. apríl kl. 20 og 22.10. 16. apríl kl. 20 og 22.10. 17. apríl kl. 15.50 og 22. 18. apríl kl. 15.50 og 22. 19. apríl kl. 17.50. 20. apríl kl. 15.50 og 20. 21. apríl kl. 15.50 og 22. 22. apríl kl. 20 og 22.10. 23. apríl kl. 17.50 og 20. 24. apríl kl. 20 og 22.10. 25. apríl kl. 20 og 22.10. 26. apríl kl. 20 og 22.10. 27. apríl kl. 20 og 22.10. Umdeild heimildarmynd Michael Moore: Keilað fyrir Columbine BOWLING FOR COLUMBINE Internet Movie Database - 8.9 /10 Rottentomatoes.com - 95% = Fresh Entertainment Weekly - B Los Angeles Times - 3 stjörnur (af fimm) Bíóborgin 101 Reykjavík Í dag hefst kvikmyndahátíð bíófélagsins 101 í nýpússuðu kvikmynda- húsi Regnbogans við Hverfisgötu. Hátíðin er með glæsilegra móti og verða 13 myndir af ólíkum meiði frá ýmsum löndum sýndar. RABBIT PROOF FENCE Internet Movie Database - 7.8 /10 Rottentomatoes.com - 86% = Fresh Entertainment Weekly - B+ Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) Sýningar: 11. apríl kl.18. 13. apríl kl. 18. 15. apríl kl. 18. 17. apríl kl. 18. 19. apríl kl.16. 20. apríl kl. 22.20. 23. apríl kl. 22.20. 25. apríl kl. 18. 27. apríl kl. 18 SPIDER Internet Movie Database - 7.1 /10 Rottentomatoes.com - 87% = Fresh Entertainment Weekly - B Los Angeles Times - 4 og hálf stjarna Sýningar: 12. apríl kl. 18. 14. apríl kl. 22.20. 18. apríl kl. 18. 21. apríl kl. 16. 24 .apríl kl. 16. 26. apríl kl. 18. 27. apríl kl. 16. THE GOOD GIRL Internet Movie Database - 7.0 /10 Rottentomatoes.com - 78% = FreshEntertainment Weekly - C Los Angeles Times - 4 og hálf stjarna Sýningar: 12. apríl kl. 18. 13. apríl kl. 16. 14. apríl kl. 20. 15. apríl kl. 22.20. 16. apríl kl. 16. 17. apríl kl. 18. 18. apríl 18. 19. apríl kl. 20. 20. apríl kl. 22.10. 21. apríl kl. 18. 22. apríl kl. 22.20. 23. apríl kl.18. 24. apríl kl.18. 25. apríl kl. 22. 26. apríl kl. 22.20, 27. apríl kl. 16.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.