Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2003, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 10.04.2003, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2003 SJÓNVARP Framleiðendur gaman- þáttarins „Will & Grace“, sem sýndur er á Skjá 1, gengu á eftir poppsöngkonunni Madonnu í tvö ár um að taka að sér gestahlutverk í þáttunum. Í fyrstu sýndi Madonna lítinn áhuga, enda upp- tekin kona, en eftir að hafa fengið stærðarinnar sendingu af rósum heim til sín opnaði hún fyrir samn- ingsviðræður. Framleiðandi þáttanna, Tim Kaiser, segist hafa vitað af því að Madonnu þætti vænt um enskar rósir og hóf því að senda bunka til hennar í gríð og erg. Í fyrstu var honum tjáð að Madonna ætti ekki sjónvarp og hefði því aldrei heyrt þáttarins getið. Henni voru því sendar mynd- bandsspólur af þáttum þar sem Michael Douglas, Matt Damon og fleiri fóru með aukahlutverk. Svar frá poppdrottningunni barst fram- leiðendunum þó ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar. Þá hafði kvikmynd Madonnu og eigin- manns hennar Guy Ritchie fjarað út og hún ólm í því að sanna sig sem leikkona. Madonna samþykkti að leika í þáttunum með því skil- yrði að hún væri ekki að leika sjálfa sig. Persóna hennar í þáttun- um er herbergisfélagi Karen, sem Megan Mullally leikur, og er víst afar spaugileg. ■ w w w .d es ig n. is © 2 00 3Fæst um land allt Dreifingaraðili: Tákn heilagrar þrenningar Til styrktar blindum MADONNA Fyrstu viðbrögð Madonnu þegar hún var beðin um að fara með gestahlutverk í þáttunum voru að hún ætti ekki sjónvarp og hefði aldrei heyrt þáttarins getið. Will og Grace: Gengu á eftir Madonnu í tvö ár CHARLES INGRAM OG FRÚ Mæta fyrir rétt. Hann fékk vinningsupp- hæðina aldrei greidda en hélt ávallt fram sakleysi sínu. Hann, eiginkona hans og vit- orðsmaður þurfa nú að greiða háa sekt fyrir svindlið en rjúfi þau ekki skilorð næstu árin sleppa þau við fangelsisvist. Stöð 2: Sýnir svindl- araþáttinn VILLTU VINNA MILLJÓN? Stöð 2 hefur keypt sýningarréttinn að margum- töluðum breskum Viltu vinna milljón?-þætti sem hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna þess að Charles Ingram, sem vann milljón pund í þættinum, hefur verið dæmdur fyrir að hafa notið aðstoðar frá öðrum keppanda sem sendi honum merki með því að hósta. Þátturinn var tekinn upp fyrir einu og hálfu ári en var aldrei sjónvarpað þar sem grunur um að sigurvegarinn væri með óhreint mjöl í pokahorninu kviknaði strax. Þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í heild sinni í maí en í honum er einnig greint ítarlega frá réttar- höldunum, sem vöktu heimsat- hygli. Eiginkona Ingrams, Diana, og félagi þeirra, Tecwin Whittock, voru einnig sakfelld en fullsann- að þótti að þau ættu aðild að mál- inu. ■ Leyniskyttan í Washington: Sjónvarps- mynd í und- irbúningi SJÓNVARP Undirbúningur að gerð tveggja klukkustunda sjónvarps- myndar um leitina að leyniskytt- unum sem hrelldu íbúa Wash- ington í haust er kominn á fulla ferð. Gengið hefur verið frá samningi við leikarann Charles S. Dutton um að leika lögreglustjór- ann Charles Moose, sem var í eld- línu fjölmiðla á meðan örvænting- arfull leitin að morðingjunum stóð yfir. Dutton hefur komið víða við á ferlinum og lék meðal ann- ars í kvikmyndunum Alien 3 og D- Tox með hinum heillum horfna Sylvester Stallone. Tökur á myndinni, sem mun heita The Beltway, hefjast síðar á þessu ári. Bobby Hosea mun fara með hlutverk skyttunnar John Allen Muhammad og Trent Cameron leikur stjúpson hans Lee Boyd Malvo. Þá fer Charlayne Woodard með hlutverk fyrrver- andi eiginkonu Muhammads en hún er talin hafa átt mikinn þátt í að það hafðist upp á skyttunum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.