Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 39
LEIKSKÓLAPLÁSS „Þetta er mannrétt-
indamál. Byggi ég í Kópavogi væru
leikskólaplássin tíu þúsund krónum
ódýrari,“ segir Ólöf Björnsdóttir,
móðir þríbura í Hveragerði, en Ólöf
og Sigurður eiginmaður hennar
höfðu óskað eftir afslætti á leik-
skólaplássi vegna sérstakra fjöl-
skylduaðstæðna. Hafði Árni Magn-
ússon, formaður bæjarráðs, gefið
loforð um snögg og góð viðbrögð en
margt fer öðruvísi en ætlað er:
„Bæjaráð vísaði máli okkar til
félagsmálanefndar, sem hafnaði
beiðninni,“ segir Ólöf, sem starfar í
Landsbankanum í Hveragerði. Eig-
inmaður hennar er nuddari hjá
Heilsustofnun Náttúrulækningafé-
lagsins. Reglur Hveragerðisbæjar
kveða á um að foreldrar greiði fullt
gjald fyrir fyrsta barn en fyrir ann-
að fái þau 35 prósent afslátt og 50
prósent afslátt fyrir það þriðja.
Gildir aflslátturinn fyrir leikskóla-
gjöldin sjálf en ekki fæðiskostnað.
„Menn vilja heldur ekki taka til-
liti til þess að ég þarf að aka með
þríburana í þroskaþjálfun til Sel-
foss tvisvar í viku og get því ekki
nýtt leikskólaplássin til fulls. Eins
og títt er um þríbura eru þeir fyrir-
burar og hreyfigeta þeirra enn tak-
mörkuð. Allt kostar þetta peninga,“
segir Ólöf en þríburarnir hennar
eru nýorðnir fimm ára.
Með ákvörðun félagsmálanefnd-
ar Hveragerðis er ljóst að Árni
Magnússon, formaður bæjaráðs,
getur ekki staðið við loforð sitt um
góðar lyktir málsins. Ekki náðist í
Árna í gær en hann er sem kunnugt
er í framboði til Alþingis fyrir
Framsóknarflokkinn í Reykjavík
norður. ■
39FIMMTUDAGUR 10. apríl 2003
Framsóknarmenn ætla að takakosningabaráttuna með trompi
og eru byrjaðir að auglýsa sig á
fullu. Flokkurinn opnaði kosninga-
miðstöð sína í Reykjavík á laugar-
daginn og fékk poppdrottninguna
Birgittu Haukdal til
að troða upp við það
tækifæri. Það er
skemmst frá því að
segja að hún olli íra-
fári og er fyrir vikið
„maður vikunnar“ á
hriflu.is, heimasíðu
framsóknarfélag-
anna í Reykjavík, þar sem henni er
hrósað undir slagorðinu „X-B fyrir
Birgittu“. Þá fer Björgmundur Örn
Guðmundsson, ritstjóri maddöm-
unnar.is, mikinn og segir skynsem-
ina ráða för hjá framsóknarmönn-
um. Þetta slagorð hefur gefið ein-
hverjum tilefni til að rifja upp
hagsmunasamtök sem eigendur
Trabant-bifreiða stofnuðu hérlendis
á sínum tíma en þau hétu Klúbbur-
inn skynsemin ræður.
Fréttiraf fólki
ÞRÍBURARNIR Í HVERAGERÐI
Jón Bjarni, Vilhelmína Steinunn og Mel-
korka Elín. Með þeim á myndinni er stóri
bróðir þeirra, Björn Aron.
Framfærsla
■ Ólöfu Björnsdóttir og Sigurði B. Jóns-
syni, þríburaforeldrum í Hveragerði, hefur
verið synjað um afslátt vegna leikskóla-
gjalda barnanna þriggja.
Þríburaforeldrum synjað
UMHVERFISVERND Leikskólinn
Mánabrekka á Seltjarnarnesi er í
fararbroddi leikskóla á Íslandi í
umhverfismálum. Leikskólinn
fékk viðurkenningu Seltjarnar-
nesbæjar fyrir starf að umhverf-
ismálum. Skólinn hefur sérstak-
lega gert umhverfis- og náttúru-
vernd að leiðarljósi í uppeldis-
stefnu sinni og sett sér skýr mark-
mið og áætlanir um að fylgja þeim
eftir. Mánabrekka hefur unnið
brautryðjendastarf í bænum sem
að mörgu leyti hefur mótað
grunninn fyrir aðra skóla á Sel-
tjarnarnesi. ■
UMHVERFISVÆN BÖRN
Krakkarnir á Leikskólanum Mánabrekku eru til fyrirmyndar í umhverfismálum.
Leikskólinn Mánabrekka:
Til fyrirmyndar
Annars er það að frétta af fram-sóknarmönnum í kosningaham
að Samband ungra framsóknar-
manna hefur opnað heimasíðuna
www.suf.is. Það voru formaður og
varaformaður SUF, Dagný Jóns-
dóttir og Birkir Jón Jónsson, sem
opnuðu nýju síðuna í gær við form-
lega athöfn á einni af kosninga-
skrifstofu Framsóknarflokksins á
Akureyri. Vefnum er ætlað að vera
frétta- og upplýsingamiðill fyrir
unga framsóknarmenn. Fjölmargir
einstaklingar úr röðum ungra
framsóknarmanna munu sjá um
regluleg frétta- og greinaskrif.
Fréttiraf fólki