Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 7
www.xu.is • vg@vg.is
Af hverju?
Við boðum framfarir með nýrri hugsun í umhverfismálum.
Með ábyrgri stefnu sem tekur mið af því að afkomendur okkar
byggi Ísland áfram viljum við nýta landið án þess að eyðileggja
það. Alþjóðasamningar og langtímaáætlanir um verndun og
nýtingu náttúrugæða eiga að vera leiðarljós stjórnvalda svo koma
megi í veg fyrir rányrkju og mengun.
Við viljum auka framlög til hafrannsókna og grunnrannsókna
á lífríki og jarðfræði Íslands og bæta þannig þekkingu okkar og
skilning á landinu.
Vatnajökulsþjóðgarður sem nær yfir nálæg friðlönd og helstu
náttúruperlur í nágrenni jökulsins er forgangsverkefni í
náttúruvernd. Í okkar augum er fegurð landsins og mikilfengleiki
ekki baggi á þjóðinni heldur stórkostlegt tækifæri. Til að við
getum nýtt það verðum við að bera virðingu fyrir landinu og
umhverfinu.
Ábyrgðin er okkar.
MEÐ
Á MÓTI
VERNDUN OG NÝTINGU NÁTTÚRUGÆÐA
Atli Gíslason, 2. sæti Reykjavík norður, Þórey Edda Elísdóttir, 2. sæti Suðvesturkjördæmi, Jóhanna B. Magnúsdóttir, 1. sæti Suðvesturkjördæmi
Snúum við blaðinu!
„Ég er ekki bergnumin
yfir Eyjabökkum.“
- um inntak einnar af fjórum meginreglum Ríó-sáttmála
Sameinuðu þjóðanna í áramótagrein í Morgunblaðinu 31.
desember 2002.
- í Morgunblaðinu 13. ágúst 1999 eftir ferð að fyrirhuguðu
stíflustæði við Eyjabakka. Umhverfisráðherra barðist ekki fyrir
verndun Eyjabakka og átti því engan þátt í að svæðinu var þyrmt.
„Sumum eru tamar setningar eins
og þær „að náttúran skuli ætíð njóta vafans“.
Hljómar þetta vissulega snoturlega í munni
en er með öllu haldlaust.“
Davíð Oddsson, lögfræðingur,
formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins
og núverandi umhverfisráðherra