Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2003, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.04.2003, Qupperneq 10
Eftir að íslenskir skattgreið-endur hafa lagt til hundruð milljóna króna – líklega hátt í milljarðinn – til listsköpunar Hrafns Gunnlaugssonar er kom- ið nóg. Eins og títt er um unga menn var Hrafn efnilegur ung- ur maður. Hann bar með sér væntingar um ógerða hluti. En eftir því sem hann hefur meira gert hafa vænt- ingarnar dofnað. Þótt lengi sé von á einum held ég að það myndi flokk- ast undir glóru- lausa bjartsýni að vænta snilldar- verks frá Hrafni úr þessu. Með stuðningi ríkis- valdsins hefur hann gert eitthvað um tíu bíó- og sjónvarpsmyndir, nokkra sjón- varpsþætti, sem fremur mætti flokka sem leiðarþætti en hefð- bundna fréttaskýringa- eða fræðsluþætti, og auk þess verið í aðstöðu til að móta dagskrár- stefnu Ríkissjónvarpsins í nokk- ur ár. Ríkisvaldið hefur með þessu lyft Hrafni í mikla áhrifa- stöðu í íslenskri menningu þótt minna hafa orðið af áhrifunum en ætla mætti. Hrafn er einfald- lega of sérlundaður og sjálfs- upptekinn til að geta haft mikil áhrif á annað fólk. Um daginn sýndi Ríkissjón- varpið þátt Hrafns um virkjanir og umhverfismál. Ég verð að viðurkenna að ég náði ekki góðu sambandi við þáttinn. Mér leið eins og maður í slæmu jafnvægi hefði króað mig af úti í horni og væri að ausa yfir mig ýmsu sem honum þætti aðfinnsluvert. Og allt í einum graut: Vandlæting á barrtrjám á Þingvöllum í bland við upphafningu fegurðar hinnar manngerðu náttúru, til- lögur Trausta Valssonar um há- lendisvegi í bland við ímyndað- ar afleiðingar þess að sogsvirkj- anir myndu springa í loft upp. Og svo helvítis sauðkindin og öll hennar borgaralegu réttindi. Og kjarkaðir stjórnmálamenn sem þjóðin kýs og sítuðandi möp- pudýr sem tefja mál án nokkurs umboðs. Og ýmisleg annað sem betur mætti fara. Nú má Hrafn hafa allar þess- ar skoðanir fyrir mér og ég virði löngun hans til að tjá þær. Ég met hins vegar ekki verðmæti þeirra jafn hátt og umhverfis- ráðuneytið, Landsvirkjun, Rík- issjónvarpið og sjónvarpssjóð- urinn. Samanlagt lögðu þessir aðilar um 23 milljónir til verks- ins. Þar af hafa líklega farið um 3 milljónir í að búa til þáttinn en restin er líklega verðmat á hug- myndum hugsuðarins í Laugar- nesi. Sá galli er á þessari verðlagn- inu að það er ekki frumleg hug- mynd í þættinum. Allt í honum hefur áður komið fram – og oft- ast á skilmerkilegri hátt. Þær stofnanir og fyrirtæki sem borg- uðu Hrafni hafa líklega smitast af sjálfhverfu hans og trúað því með honum að hver hugdetta sem skýst upp í kollinn á honum sé ný uppljómun mannsandans. Nema að forsvarsmenn fyrir- tækjanna, stofnananna og sjóð- anna hafi kært sig kollótta um hvað væri í þættinum. Þeir stud- du þáttinn af því að Hrafn bjó hann til – og af því að Hrafn deil- ir því með Davíð Oddssyni að vera hirðskáld Davíðs. Svipað og Jón Steinar Gunnlaugsson deilir því með Davíð að vera lögfræði- legur ráðunautur Davíðs. Um svipað leyti og Hrafn kláraði umhverfismálaþátt sinn fyrir 23 milljónir fékk hann annað eins úr Kvikmyndasjóði til að klára bíómynd byggða á sögu eftir Davíð. En þótt kostnaður skattgreið- enda af listfengi þessa vinar Davíðs sé orðinn æði mikill er það næstum smáaurar í saman- burði við kostnað Íslendinga af starfsemi Kára Stefánssonar, sem er sérlegur vísindalegur ráðgjafi Davíðs ásamt Davíð sjálfum – sem sá einna fyrstur og lengst þann árangur sem vænta mátti af líftækninni. Sem kunnugt er hafa nokkrar fjöl- skyldur á Íslandi misst allt sitt vegna hruns á verðmæti hluta- bréfa í DeCode. Því til viðbótar er yfirvofandi að ríkissjóður muni gangast í ábyrgð fyrir 20 millarða króna lán til DeCode. Það eru miklir peningar – meira en tuttugufald- ur kostnaðurinn við að búa til Hrafn Gunnlaugsson. Og afleið- ingarnar geta vel orðið jafn óviðkunnanlegar og sú hug- mynd: 20 Hrafnar. Hollusta og tryggð eru mann- kostir og það er mikilvægt að rækta vini sína. En menn verða að gera það á eigin kostnað. Davíð Oddsson væri miklu betri stjórnmálamaður og betri kost- ur ef vinir hans fylgdu ekki með í pakkanum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um kostnað almennings af listsköpun og vísindastörfum vina for- sætisráðherra. 10 28. apríl 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Leiðin liggur eftir eyðihjarni.Þarna er ekki strá, ekki fugl, ekki pöddugrey, bara snjór – bara eilífur snjór svo langt sem augað eygir, út og austur. Að vísu nálg- umst við íshrygg sem okkar bíður væntanlega að klöngrast yfir en öllu tibreytingarríkara verður þetta ekki. Við hljótum að vera á ein- hverri leið því að annars væri ekki Jóhann Sigurðarson svona ljómandi ánægður að segja okkur frá því hve vellukkuð leiðin hafi verið til þessa; við verðum að treysta því að þeir sem hafa leitt okkur hingað viti hvað þeir eru að gera. Áfram Ís- land. Ég hef alltaf verið óttalegur vit- leysingur að lesa auglýsingar og mér hlýtur að yfirsjást eitthvað í sjónvarpsauglýsingu sjálfstæðis- manna að undanförnu – en hún virk- ar sem sé á mig eins og heimskauta- leiðangur. Eins og við höfum slegist í för með feðgunum fræknu Ólafi og Haraldi Erni sem alltaf eru að legga eitthvað óumræðilega mikið á sig. Er það svona sem sjálfstæðismenn sjá fyrir sér hlutskipti íslensku þjóðarinnar? Að þramma í göfgun- arskyni eftir líflausu hjarni ár eftir ár? Að það sé umfram allt þolraun að búa á Íslandi? „Við erum fæddir úti á eyði- skaga“ orti Jóhann Sigurjónsson og það kann að vera satt og rétt – svona þannig lagað – en er kosningabar- átta staður og stund til að tíunda það? Eða geymir auglýsingin framtíð- arsýn sjálfstæðismanna um það sem kann að bíða okkar ef áfram verður haldið á braut mengandi stóriðju? Eða átti þetta bara að vera eitt- hvað svona íslenskt? Strákarnir og stelpurnar okkar Áfram Ísland. Þetta kjörorð Sjálfstæðismanna minnir ekki ein- vörðungu á slagorðið Forza Italia hjá Berlusconi, heldur er hér um að ræða sjálft hvatningarhróp ís- lenskra áhorfenda þegar íslenska landsliðið etur kappi við erlend lið. Með öðrum orðum: næst þegar við hrópum Áfram Ísland! þá erum við að lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæð- isflokkinn. Kannski erum við orðin svona vön Sjálfstæðisflokknum og því hvernig hann lætur ævinlega eins og íslensk útgáfa af indverska Kongressflokknum eða Afríska Þjóðarráðinu – eða Baath-flokknum – en með leyfi: er þetta ekki svolítill yfirgangur? Af hverju er Ellert B. Schram ekki búinn að krefjast lög- banns? Þetta er liður í því að afpólitísera Sjálfstæðisflokkinn, gera hann að hinum eðlilega og náttúrulega flokki – hinum ópólitíska flokki, hin- um íslenska flokki og að vald hans sé jafn sjálfsagður hluti af um- hverfi okkar og fjöllin, grasið, hest- arnir og jepparnir og hjarnið. Þetta er liður í því að gerast boðflennur í tilfinningalífi okkar, taka sér stöðu þar meðal þeirra kennda sem snúa að ættjörðinni. Því að slagorðið hefur líka þjóð- ernislegan tón – nema hvað – sem er reyndar býsna djarft á tímum þegar þjóðernishyggjan er orðin umdeild- ari en áður. Með þessu – sem og stuðningi sínum við níundu kross- ferðina hjá klerkastjórninni í Wash- ington – skipa sjálfstæðismenn sér í raðir með hinum öfgafyllri öflum evrópskra stjórnmála sem ekki hafa eingöngu gert út á andstöðu við Evrópusambandið, „mesta skrifræðisbákn allra tíma“ eins og forsætisráðherrann okkar orðaði það, heldur hafa þessir flokkar líka með opinskáum hætti reynt að höfða til ótta fólks sem haldið er kynþáttahatri og aðhyllist hug- myndir um „hreinleika“ þjóða og „óspillta“ eiginleika þeirra – að um sé að ræða stöðugt stríð milli „okk- ar“ og „útlendinganna“. Áfram gakk hebb tú... Rík samstaða hefur ríkt meðal stjórnmálaflokkanna hér á landi um að andmæla kynþáttahatri þegar það hefur skotið upp kollinum, einna helst hjá tveimur bræðrum undan Eyjafjöllum sem kalla sig hreyfingu og tískuljósmyndara sem taldi hneykslunargildi þjóðern- isöfganna vænlegt til athygli. Ras- ismi og einangrunarhyggja eru mjög á skjön við þá frjálslyndisarf- leifð sem bæði hægri og vinstri menn eiga sameiginlega, enda hafa ungir frjálshyggjumenn andmælt kröftuglega slíkum hugmyndum. Hægri stefna hefur hins vegar verið að breytast að undanförnu undir forystu Bush-stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Sú stjórn kýs fremur þjóðernishyggju en mark- aðshyggju, fremur trúræði en frjálslyndi, fremur hreinleika en fjölhyggju, fremur stríð en við- skipti, fremur hugsjónir en halla- laus fjárlög. Froðufellandi öfga- menn sem áður sprikluðu á jaðri þjóðfélagsumræðunnar eru nú skyndilega orðnir talsmenn ríkj- andi viðhorfa og orð eins og „um- burðarlyndi“ og „gagnkvæmur skilningur“ hljóma nánast eins og klúryrði. Pólitískt andrúmsloft hef- ur þannig gjörbreyst til hins verra og svo er jafnvel komið að þjóðern- isöfgahjal kann að hljóma ekki al- veg jafn fáránlega í eyrum sjálf- stæðismanna og það gerði fyrir nokkrum misserum, því að ýmis- legt bendir til að flokkurinn sé nú fremur íhaldssamur en frjálslynd- ur; umfram allt þjóðernishyggju- flokkur, sem til þessa hefur verið talin vinstri stefna hér á landi. Kannski að maður eigi eftir að sjá sjálfstæðismenn söngla Sóleyjar- kvæði á samkomum gegn Evrópu- sambandinu... Áfram Ísland. Er þetta kannski undirtextinn í sjónvarpsauglýsing- unni? Að hjarnið sýni ekki leiðina sem við höfum lagt að baki og eig- um í vændum – heldur okkur sjálf? Að hér sé komin táknmynd ís- lensku þjóðarinnar: hrein og óspillt og umfram allt: alveg óendanlega hvít... ■ Veruleika- firrtir ímyndar- smiðir Þorbjörn Þórðarson framhaldsskólanemi skrifar: Greinilegt er að sjálfsstyrking-arherferð er hafin innan Sam- fylkingarinnar. Hún byggist á því að draga fjöður yfir minnkandi fylgi samkvæmt skoðanakönnun- um. Herferðin birtist í ýmsum myndum, þar á meðal er grein Birgis Guðmundssonar í Frétta- blaðinu föstudaginn 25. apríl. Við lestur hennar kemur helst í hugann mynd af upplýsingaráðherra Sadd- ams Husseins þegar hann sagði í beinni útsendingu að Bandaríkja- menn væru að gefast upp við múra Bagdads en á hinum helmingi sjón- varpsskjásins mátti sjá bandaríska bryndreka á hraðferð inn í borgina. Sérstakar vefsíður hafa verið opnaðar til að halda á lofti minning- unni um áróðursmálaráðherrann frá Bagdad. Kannski verða slíkar síður einnig opnaðar til að menn gleymi ekki lýsingu Birgis Guð- mundssonar á sigurgöngu Ingi- bjargar Sólrúnar sama daginn og könnun IBM sýnir að fylgi Sam- fylkingarinnar er komið í 28% og hefur fallið um 10% á skömmum tíma. Birgir segir að Samfylkingin hafi náð „þeirri eftirsóknarverðu stöðu að vera sá sem stýrir því hvað er talað um“. Spurning er hvort þetta sé jafn eftirsóknarvert og Birgir lýsir þegar litið er til fylgis- þróunarinnar hjá Samfylkingunni. Af grein hans mætti draga þá álykt- un að hann væri með Einari Karli Haraldssyni, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, í hópi ímyndar- smiða Samfylkingarinnar og væri að verja eigin verk með blekking- una að vopni. Megi Samfylkingin halda áfram að láta þessa sól í sólkerfi kosninga- baráttu Birgis Guðmundssonar ganga til viðar fram að 10. maí! ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um íslensk stjórnmál. Áfram Ísland ■ Bréf til blaðsins Það er komið nóg Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Skógræktar ríkisins Auðlind til framtíðar „Það er ekki meiningin að umbreyta allri íslenskri náttúru með erlendum trjátegundum. Það er rétt hjá Hrafni Gunnlaugssyni að endurheimt landgæða í stórum stíl mun ekki eiga sér stað með barrtrjám. Endurheimt rofins lands verður reyndar seint framkvæmd með því að gróðursetja tré – hvort sem þau eru innlend eða erlend. Til þess þarf breytta landnýtingu, að takmarka beit við ákveðin svæði þannig að birki og víðir nái að sá sér á öðr- um svæðum. Skógrækt með innfluttum tegundum hefur ákveðinn tilgang. Hann getur verið timburframleiðsla, að skapa útivistarsvæði og skjól. Með tilliti til byggðarsjón- armiða eiga barrtré rétt á sér til þess að byggja upp viða- framleiðsluauðlind til framtíðar.“ Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri Íslensk viðarframleiðsla er blekking „Það tré, sem getur sáð sér sjálft á Íslandi og vaxið án gjörgæslu þess er plantaði því, er íslenskt tré. Þau tré eru lítt til viðarframleiðslu fallin; reynirinn, blæöspin, kjarrið, brekkuvíðirinn, einirinn og grávíðirinn, en því yndislegri og fallegri í náttúrunni. Að planta trjám á Íslandi til viðar- framleiðslu er falleg blekking og kannski nauðsynlegir draumórar til að skapa atvinnutækifæri sem ekki falla um sjálf sig fyrr en eftir fjölda ára þegar skógurinn er endan- lega vaxinn. Við eigum að gefa gaum að þeim trjám er vilja vaxa ótilneydd í landinu. Það hefur því miður gleymst í skýjaborgasmíðinni í kringum viðarframleiðsl- una. Menn munu trúlega aldrei framleiða við á Íslandi. Ræktun erlendra trjátegunda á Íslandi Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Samfylkingin fellur „Með Evrópumálin að mælistiku varðandi traust og trúverðug- leika fellur Samfylkingin á próf- inu. Forystumönnum hennar er síst treystandi til að leiða við- ræður Íslands við Evrópusam- bandið eða gæta annarra hags- muna þjóðarinnar út á við.“ BJÖRN BJARNASON Á HEIMASÍÐU SINNI BJORN.IS. Skoðanakúgun „Auðvitað á fólk erfitt með að trúa því að hér fari fram einhver skoðanakúgun og ógnarstjórn enda ef til vill erfitt að nota þau orð þegar litið er á samanburð við ýmis miður kræsileg ríki.“ HREINN HREINSSON Á VEFNUM KREML.IS Í SJÓNVARPSMYND HRAFNS GUNNLAUGSSONAR ÍSLAND Í ÖÐRU LJÓSI SAGÐI HANN AÐ ÍSLENDINGAR ÆTTU AÐ EINBEITA SÉR AÐ RÆKTUN ÍSLENSKRA TRJÁTEGUNDA EN HÆTTA RÆKTUN TEGUNDA SEM EKKI HAFA BURÐI TIL AÐ SÁ SÉR SJÁLFAR VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR. ■ Hollusta og tryggð eru mannkostir og það er mikil- vægt að rækta vini sína. En menn verða að gera það á eig- in kostnað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.