Fréttablaðið - 28.04.2003, Page 11
11MÁNUDAGUR 28. apríl 2003
Þú flýgur áfram
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
06
00
04
/2
00
3
Smáralind
mán.-fös. kl. 11-19
lau. kl. 11-18
sun. kl. 13-18
Glæsibæ
mán.-fös. kl. 10-18
lau. kl. 10-16
OPIÐ
www.utilif.is
Smáralind - Glæsibæ
Sími 545 1550 og 545 1500
SpEva miðsólinn er sveigjan-
legri og endingarbetri og
gefur meiri dempun en áður
hefur þekkst.
Fljótandi hátækni Silicon gel
og IGS veita betri tilfinningu
fyrir undirlaginu, hámarks
höggdempun og góðan
stöðugleika.
Þú lítur á líkamlega
áreynslu sem
sérstaka gæðastund
- ekki sem skyldu.
Þú upplifir hlaup sem
vellíðan ekki sem
erfiði.
Þú hefur valið Asics
og val á hlaupaskóm
er ekki lengur
spurning í huga þér.
Þú flýgur áfram!
46% þátttakenda í New York maraþoni
og 48% þátttakenda í Hamborgar maraþoni
árið 2002 hlupu í Asics-skóm.
Sérfræðingur veitir ráðgjöf laugardag frá kl. 14-16 í Glæsibæ
og sunnudag frá kl. 14-16 í Smáralind.
Asíulönd ætla að sameina krafta sína:
Þúsundum skipað í sóttkví
PEKING, AP Heilbrigðisyfirvöld í
Peking hafa einangrað þrjú sjúkra-
hús og skipað yfir 4.000 borgarbú-
um að halda sig heima í tilraun
yfirvalda til að hefta útbreiðslu
bráðalungnabólgu. Orðrómur hef-
ur verið á kreiki um að kínversk
yfirvöld ætli að beita herlögum til
þess að koma í veg fyrir að fólk yf-
irgefi borgina en ráðamenn hafa
vísað því alfarið á bug. Mikil reiði
ríkir meðal almennings í garð yfir-
valda, sem eru sökuð um að hafa
vikum saman reynt að hylma yfir
útbreiðslu sjúkdómsins.
Á annan tug Asíulanda íhuga nú
að setja fram sameiginlega áætlun
til þess að efla baráttuna gegn
lungnabólgufaraldrinum. Meðal
þess sem rætt hefur verið um er að
skylda ferðamenn til þess að und-
irrita yfirlýsingar um heilsufar
sitt og setja ferðabann á alla sem
hafa einkenni sjúkdómsins. Einnig
er ætlunin að bæta til muna upp-
lýsingaflæði á milli landanna.
Í Taipei, höfuðborg Taívan,
hefur stórt sjúkrahús verið ein-
angrað vegna bráðalungnabólgu.
Mikill ótti við smit ríkir á meðal
þeirra 930 starfsmanna sem hald-
ið er á sjúkrahúsinu gegn vilja
sínum. Hafa þeir mótmælt ráð-
stöfuninni með því að kasta
flöskum og ýmsu lauslegu út um
glugga sjúkrahússins. ■
VIÐ SJÚKRAHÚS Í PEKING
Öryggisverðir banna ljósmyndurum aðgang að Ditan-sjúkrahúsinu í Peking. Engar heim-
sóknir eru leyfðar en starfsfólk fær að yfirgefa sjúkrahúsið undir eftirliti.
Hafnarfjarðarhöfn:
Vodkinn var
landasull
LÖGREGLA Kafarar rákust á talsvert
magn af áfengi í glerflöskum á
botni Hafnarfjarðarhafnar á laug-
ardagsmorgun. Þeir tóku nokkrar
flöskur með sér upp og töldu að í
einni þeirra væri hinn fínasti vodki.
Lögreglan í Hafnarfirði tók góssið í
sína vörslu eftir að kafararnir
gerðu henni viðvart og þar á bæ
telja menn að um „gamalt landa-
sull“ sé að ræða og líklega hafi veig-
arnar verið soðnar um borð í rúss-
neskum togara í höfninni fyrir
nokkrum árum. Glundrinu hefur
verið hellt í niðurfall og því verður
engum meint af því úr því sem
komið er. ■
HILDUR JÓNSDÓTTIR
JAFNRÉTTISFULLTRÚI
Frægur fyrirlesari verður á málþingi um
jafnréttismál sem fram fer í Tjarnarbúð
í dag.
Málþing um
jafnréttismál:
Gagnast
minnihluta-
hópum
JAFNRÉTTISMÁL Málþing um jafn-
réttismál verður haldið í dag og er
aðalfyrirlesari Dr. Teresa Rees
frá Cardiff-háskólanum í Wales,
en hún er einn helsti sérfræðing-
ur Evrópu í samþættingu jafnrétt-
ismála, almennri stefnumótun og
ákvarðanatöku.
Hildur Jónsdóttir, jafnréttis-
fulltrúi Reykjavíkurborgar, segir
kveikjuna að málþinginu vera
vangaveltur um hvort áherslur í
jafnréttismálum og jafnrétti
kynjanna séu of þröngar og hvort
eigi að víkka jafnréttisstarf þess-
ara tveggja aðila vegna þess að
þær aðferðir geti gagnast svo
miklu víðar. „Þá erum við að tala
um ýmsa minnihlutahópa eins og
fólk af ólíkum þjóðarbrotum, fatl-
aða, samkynhneigða og fleiri.
Jafnréttisnefnd háskólans er
komin vel á veg með þetta en við
ekki og því við erum að hefja
þessa umræðu með þessu mál-
þingi.”
Jafnframt halda þau Dagur B.
Eggertsson borgarfulltrúi, dr.
Oddný Mjöll Árnadóttir lögmaður,
Rósa Erlingsdóttir, jafnréttisfull-
trúi Háskóla Íslands, og Hildur
Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi
Reykjavíkurborgar, stutt erindi.
Málþingið fer fram í Tjarnar-
búð og hefst klukkan 13.30. ■
SPRENGING Á FLUGVELLI Ellefu
manns særðust þegar röra-
sprengja sprakk á Sukarno
Hatta-flugvellinum í Jakarta, höf-
uðborg Indónesíu. Yfirvöld telja
að hryðjuverkamenn úr röðum
aðskilnaðarsinna standi á bak við
ódæðisverkið. Einnig eru uppi
getgátur um að samtökin Jemaah
Islamiyah, sem grunuð eru um
hryðjuverkaárásirnar á Bali, hafi
skipulagt tilræðið.
FJÖLSKYLDA FERST Í BÍLSLYSI
Þrettán manns létu lífið þegar
jeppi fór út af fjallvegi og hrap-
aði sjö hundruð metra ofan í gil á
norðanverðu Indlandi. Hinir
látnu tilheyrðu allir sömu fjöl-
skyldunni. Níu ára gömul stúlka
komst ein lífs af og var flutt á
sjúkrahús með minniháttar
áverka. Slys eru tíð á þessu
svæði enda fjölfarnir vegir mjóir
og afar hættulegir.
■ Asía