Fréttablaðið - 28.04.2003, Qupperneq 22
28. apríl 2003 MÁNUDAGUR22
CONFESSIONS. bi 14 kl. 8 og 10.40
ABRAFAX m/ísl.tali kl. 4 og 6
MAID IN MANHATTAN kl. 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4
THE HUNTED b.i. 16 kl. 6 og 10.10
CRADLE b.i. 16 kl. 6 og 8
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 - bi 14
Sýnd í lúxus kl. 6.30 og 9.30
Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10.05 b.i. 14
kl. 6 og 8NÓI ALBINÓI
kl. 68 FEMMES
kl. 10.05ADAPTATION
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára
Sýnd í lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
THUNDERPANTS kl. 4
DREAMCATCHER kl. 6, 8 og 10
kl. 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN
NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 4 og 6
Fréttiraf fólki
kl. 5.30 og 8.15THE PIANIST
kl. 8TWO WEEKS NOTICE Sýnd kl. 6, 8 og 10
KVIKMYNDIR Eitt venjulegt kvöld í
lífi Sigurlaugar Jónsdóttir, sem er
betur þekkt sem ljóðskáldið
Didda, gerðist dálítið óvenjulegt.
Brosmild kona sem hún hafði
aldrei séð áður gekk upp að henni
á kaffihúsi í miðbænum með boð
um kvikmyndahlutverk á móti
frönsku verðlaunaleikkonunni
Elodie Bouchez. Brosmilda konan
var fransk/íslenski leikstjórinn
Sólveig Anspach og myndin, sem
nú er að verða tilbúin, heitir
„Stormy Weather“.
„Sólveig var að leita að konu
sem gæti verið Lóa frá Vest-
mannaeyjum. Hún er svolítið
skrítin skrúfa,“ útskýrir Didda.
„Þetta er kona sem segir ekki
neitt. Hún notar ekki sömu sam-
skipti og aðrir. Mál hennar kemur
til geðlæknis (Elodie Bouchez)
sem finnst hún geta náð sambandi
við Lóu.“
Hluti myndarinnar gerist á geð-
sjúkrahúsi í Belgíu og þurfti
Didda að eyða tveimur vikum þar
við tökur, klædd í sama fatnað og
sjúklingarnir. Didda lét bara eins
og heima hjá sér.
„Sólveig spurði mig hvort ég
vildi ekki prófa eina nótt á geð-
deildinni. Hún hafði prófað það
sjálf og sagði það mjög sérstakt.
Ég var búin að vera í þessum nátt-
fötum allan daginn og fólk byrjað
að taka mig fyrir sjúkling. Ég var
náttúrlega mállaus af því að ég tal-
aði ekki frönsku. Svo eitt kvöldið
þegar tökum lauk sagði tökuliðið
bara „bless, góða nótt“ og skildi
mig eina eftir í grænu náttfötun-
um. Ég varð að algjörum dýrlingi
hjá sjúklingunum. Við vorum
þarna í tvær vikur á hverjum ein-
asta degi. Sérstaklega eftir slags-
málasenu sem þurfti að taka ellefu
sinnum. Og ellefu sinnum stóð ég
aftur upp og spurði hvort við ætt-
um að taka aftur. Sjúklingarnir
sögðu mér frá að ég minnti þá á al-
banskan mann sem enginn hefði
skilið heldur.“
Og frá ævintýrum á geðspítal-
anum var Didda næst leidd nakin
inn í frystiklefa fiskvinnslu einnar
í Vestmannaeyjum. „Þetta var eins
og að fá að vera með í því að gera
málverk og maður er bara ákveð-
inn litur. Svo þegar þurfti að nota
þennan lit varð maður að mæta. Ég
er mjög spennt fyrir þessu, Sól-
veig er líka magnaður sögumað-
ur,“ segir Didda að lokum og von-
ast til þess að fá að vera viðstödd
frumsýninguna í Cannes.
Baltasar Kormákur og Ingvar E.
Sigurðsson fara svo með veigamikil
hlutverk í myndinni. Myndin verður
sýnd hér í byrjun september.
biggi@frettabladid.is
Ævintýri Diddu
á geðsjúkrahúsinu
Kvikmyndin „Stormy Weather“ eftir Sólveigu Anspach verður frumsýnd í
næsta mánuði á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Með aðalhlutverk fara franska
leikkonan Elodie Bouchez og ljóðskáldið Didda.
DIDDA SEFUR
Kvikmyndin „Stormy Weather“ er byggð á sannsögulegum atburðum. Leikstjórinn Sól-
veig Anspach kynntist konu sem fannst vegalaus í Frakklandi og talaði ekki. Síðar þegar
hún var sýnd í sjónvarpinu kom í ljós að konan kom frá lítilli eyju fyrir utan Bretland.
Þar átti hún nafn og fjölskyldu. „Sólveig setti sig í samband við þessa konu og vildi fá
að gera heimildarmynd um hana,“ segir Didda. „Síðan gekk það ekki upp. Þá fékk Sól-
veig þá hugmynd að nota þetta í kvikmynd.“
Framhaldsmynd „The X-Men“var frumsýnd í Bretlandi á
fimmtudag. Þangað mættu helstu
stjörnur myndarinnar: Ian
McKellen, Rebecca Romjin
Stamos, Famke Janssen, Anna
Paquin og Kelly Hu.
Gamli homminn
Ian McKellen
kippti sér lítið
upp við
það að
vera
umvaf-
inn
jafn
glæsilegu kvenfólki við tökur
myndarinnar en sagði að það hefði
stundum reynst erfitt að vera í
kringum leikaranna Hugh Jack-
man og James Marsden, sem leika
Wolverine og Cyclops.
Plöturisinn EMI hefur ákveðiðað gefa út 140 þúsund lög á
Netinu með þeim listamönnum
sem útgáfan hefur gefið út síðustu
ár. Þar á meðal má nefna Bítlana,
Kylie Minogue, Blur og Robbie
Williams. Um 20 netfyrirtæki fá
leyfi til þess að dreifa tónlist lista-
mannana á Netinu. Tónlistin verð-
ur gefin út á Netinu tveimur vik-
um áður en hún kemur í plötubúð-
irnar. Þessi ákvörðun fyrirtækis-
ins þykir marka tímamót í net-
dreifingu tónlistar.
Leikarinn Ewan McGregor segistnúna ekki spenntur fyrir því að
leika í framhaldsmynd „Train-
spotting“. Nýlega
kom framhalds-
sagan „Porno“ í
bókahillurnar og
var því búist við
því að ráðist yrði í
gerð framhalds-
myndar. Eftir að
hafa lesið bókina
varð McGregor
áhugasamur og sagðist reiðubúinn
til þess að lesa kvikmyndahandrit-
ið. Fyrsta uppkast hlýtur því að
hafa verið slæmt.
Leikarinn Antonio Banderassegist hafa verið dauðhrædd-
ur við að koma fram á Broadway
þar sem hann leikur nú og syng-
ur í söngleiknum „Nine“. Hann
hafði ekki komið fram á sviði frá
því að hann steig sín fyrstu spor
í leiklistinni á Spáni. „Nine“ fékk
afar blíðar móttökur gagn-
rýnenda og var söngleikurinn
nýlega tilnefndur til 12 verð-
launa á Outer Critics Circle
verðlaununum.
Leikarinn Colin Farrell, sem á af-mæli á sama degi og útvarps-
maðurinn Stjáni stuð (31. maí),
segist afar spenntur fyrir því að
leika Alexander mikla í kvik-
myndaútgáfu leikstjórans Oliver
Stone. Hann segir að handritið sé
sérstaklega vel skrifað og í því sé
tekið á öllum grunnþáttum mann-
legrar hegðunar. Hann segist
einnig spenntur fyrir því að leika
tvíkynhneigðan kóng og segir
þjóðfélagið á tímum Alexanders
hafa verið afar áhugavert. Í þá
daga var það ekkert tiltökumál að
karlar og
konur
elskuðust
með ein-
stakling-
um af
báðum
kynjum.
Anna Nicole Smith er orðin háðverkjalyfinu víkódín. Þau byrj-
aði hún að taka vegna þess að
brjóst hennar, sem hún lét stækka
upp í „extra large“, valda henni
bakverkjum. Þetta kemur fram í
heimildarmynd sem sýnd verður í
bandarísku sjónvarpi innan
skamms.
Matthew Perry, sem leikur hinngeðþekka Chandler Bing í
þáttunum um Vini, hefur upplýst
það að áralangt
sukk hans hafi
nærri komið sér í
gröfina. Hann segir
það ekki hafa verið
spurningu um vilja-
styrk að fara í með-
ferð og hætta að
dópa og drekka.
Þetta hafi einfaldlega verið spurn-
ing um líf eða dauða. Perry hefur
verið á beinu brautinni síðan í
fyrra þegar honum tókst að sigr-
ast á fíkn sinni í brennivín og
verkjatöflur. Leikarinn fullyrðir
að hann væri dauður ef hann hefði
haldið sukkinu áfram og segist
hæstánægður með að hafa valið
lífið.