Fréttablaðið - 28.04.2003, Síða 23
TÓNLIST Kólumbíska poppstúlkan
Shakira sagði í viðtali við fréttastofu
Ananova að Madonna hafi sýnt hug-
leysi þegar hún hætti við stríðsádeilu
í myndbandinu við lagið „American
Life“. Þar sást poppdrottningin m.a.
henda handsprengju í kjöltu George
W. Bush Bandaríkjaforseta. Madonna
gerði myndbandið áður en kom til
stríðsátaka í Írak og hætti við eftir að
sprengjum byrjaði að rigna yfir
Bagdad. Hún gaf þá ástæðu að hún
hefði gert þetta af virðingu við
bandaríska hermenn í Írak.
Shakiru finnst að Madonna hefði
átt að halda sínu striki. Það sé eitt af
hlutverkum popplistamanna að vera
pólitískir á ófriðartímum.
Sjálf hefur Shakira nýtt sér tím-
ann í sviðsljósinu í það að mótmæla
stríðsátökum. Hún lét útbúa mynd-
band þar sem hún sýnir strengja-
brúður af Saddam Hussein og Bush.
Leikurinn á milli þeirri æsist og fer
svo úr böndunum. Undir lokin er
áhorfandanum gert ljóst að maðurinn
með ljáinn stjórnar brúðunum. ■
MÁNUDAGUR 28. apríl 2003 23
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
THE CORE kl. 8 b.i 12 ára
SKÓGARLÍF 2 kl. 6
ABRAFAX OG SJÓRÆN. kl. 4 tilb. 400 5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 b.i.14.ára
THE HOURS b.i. 12 kl. 8
CHICAGO b.i. 12 kl. 8
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 12 ára
SHANGHAI KNIGHTS
Á seinni árum hefur Madonnasett sig meira í uppfræðsluhlut-
verkið. Hér áður fyrr var hún aðal-
lega í því að reyna að brjóta hluti
niður. Nú virðist sem móðurhlut-
verkið hafi fært henni nýja lífssýn
og í textum reynir hún hvað hún
getur að leiðbeina hlustendum sín-
um hvernig eigi að forðast vega-
tálma lífsins. Þarna svipar henni
svolítið til Bjarkar sem hefur ómeð-
vitað sett sig í það hlutverk að vera
móðir íslensku þjóðarinnar. Eins og
í tilfelli Bjarkar fer þetta sterka
kvenhlutverk Madonnu henni alveg
sérstaklega vel.
Fyrsta plata Madonnu sem
móður var „Ray of Light“ og er sú
plata hennar langbesta frá upphafi.
Útsetningar á „American Life“
eru allar mjög einfaldar. Kassagít-
arsplokk gefur lögunum persónu-
legan tón, einfaldar forritanir á
Reason og hljóðfitl á ProTools halda
stemningunni svo í poppgírnum.
Hljóðfitlið á samt eftir að pirra
marga. Við fengum nasaþefinn af
því í leiðindalaginu „Die Another
Day“ en það gefur þó alls ekki rétta
mynd af þessari plötu, einfaldlega
út af því að lagasmíðarnar eru í öll-
um tilvikum betri.
Þrátt fyrir að Madonna minni á
Che Guevara á umslaginu er hún
ekki í miklum vígahug. Talar mun
frekar um tálsýn glæsilífsins og
gerist óvenju persónuleg í leit sinni
að hamingjunni.
Lögin eru frekar ljúf og gríp-
andi, undarleg blanda af nýjustu
plötu Kylie og blárri tónum
Depeche Mode. Þessi fer án efa í
hóp betri platna Madonnu.
Birgir Örn Steinarsson
MADONNA: American Life
Umfjölluntónlist
Lengi lifi
poppdrottningin!
Shakira:
Segir Madonnu huglausa
SHAKIRA
Er greinilega byrjuð að gera tilkall til popp-
krúnunnar af höfði Madonnu.
28 DAYS LATER b.i. 16 kl. 6 og 8
THE GOOD GIRL b.i. 16 kl. 6 og 10