Fréttablaðið - 28.04.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 28.04.2003, Síða 30
FOTBOLTI „Ég er búinn að vera hér heima í mánuð eftir eitt ár í Lille- ström,“ segir Logi Ólafsson knatt- spyrnuþjálfari sem lýsir nú knatt- spyrnuleikjum á sjónvarpsstöð- inni Sýn svo eftir er tekið. Logi veit út á hvað leikurinn gengur og miðlar þeirri þekkingu sinni til hinna sem við sjónvarpstækin sitja. Í Lilleström þjálfaði Logi knatt- spyrnulið bæjarins sem hann líkir við Akranesliðið; búningarnir eins og hefð fyrir boltanum sem skopp- ar í takt við hjartslátt bæjarbúa: „Ég hætti þegar mér fannst ekki gaman lengur. Ég hef ekki mörg prinsipp í lífinu en eitt er þó að láta mér ekki leiðast,“ segir Logi sem í sjálfu sér er ekki að litast um eftir nýju þjálfarastarfi hér heima. Hann ætlar að halda lýsingunum áfram á Sýn og þá sérstaklega á Ís- landsmeistaramótinu í sumar. Sýn ætlar að sýna einn leik í viku og þær útsendingar verða vel undir- búnar: „Það er sagt að menn svífi eins og hrægammar yfir óförum annarra í þjálfunarstarfinu en ég er ekki einn af þeim. Ég er með stöðu sem íþróttakennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og tek við því starfi aftur í haust. Svo eru það lýsingarnar í sjónvarpinu sem ég hlakka til að takast á við,“ segir hann. Logi er 48 ára gamall og í sam- búð með Láru Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Fullbright-stofnun- arinnar hér á landi: „Úti í Noregi var maður einn. Það er gott að koma heim aftur í faðm sinna nán- ustu,“ segir Logi alsæll með sitt. ■ 30 28. apríl 2003 MÁNUDAGUR■ Hrósið Í haust hefst við Háskóla Íslandsmeistaranám í opinberri stjórn- sýslu, svokallað MPA-nám (Master in Public Administration), eftir um- talsverða endurskipulagningu og fjölgun námskeiða. Margrét S. Björnsdóttir, sem ásamt Gunnari Helga Kristinssyni prófessor stýrði endurskipulagningu námsins, segir það skipulagt með hliðsjón af kröf- um samtaka bandarískra háskóla sem bjóða nám á sviði opinberrar stjórnsýslu og stjórnunar. „Við tök- um einnig mið af evrópskri hefð í stjórnsýslu, en umfram allt er nám- ið miðað við íslenskar aðstæður.“ Margrét segir allt annað laga- og regluumhverfi lúta að opinberri stjórnsýslu en annarri stjórnun. „Þarna eru allt aðrir mælikvarðar á árangur en hjá einkafyrirtækjum og menn þurfa því að meta alla stefnumörkun með allt öðrum hætti. Það er þetta sem verið er meðal annars að búa fólk undir í þessu námi.“ Hún segir námið búa fólk undir starf á mismunandi sviðum. „Fólk getur sérhæft sig í til að mynda stjórnun heilbrigðisstofnana eða mennta- og menningarstofnana eða sjálfseignarstofnana. Það má líka benda á það að opinber starfsemi er í vaxandi mæli viðfangsefni fjöl- miðla. Þetta er því góður undirbún- ingur fyrir þá sem þar starfa.“ Hún bendir einnig á að námið sé vænleg- ur undirbúningur undir starf hjá al- þjóðastofnunum. Inntökuskilyrði námsins eru BS- eða BA-próf frá háskóla. Margrét segir að gert sé ráð fyrir að náms- hópurinn hafi fjölbreyttan bak- grunn. Um þriðjungur vinnandi fólks á Íslandi er opinberir starfsmenn og rúm 40 prósent landsframleiðslunn- ar renna í opinbera starfsemi. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að byggja upp vandað nám á Íslandi sem lýtur að rekstri hins opinbera.“ Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðunni: stjornsyslustofnun.hi.is. ■ Menntun ■ Háskóli Íslands hefur endurskoðað og skerpt á námi í opinberri stjórnsýslu. Námið gerir ráð fyrir fjölbreyttum bak- grunni og býður upp á margvíslega möguleika. Persónan LOGI ÓLAFSSON ■ knattspyrnuþjálfari hefur snúið heim frá þjálfarastörfum í Noregi og vakið at- hygli fyrir knattspyrnulýsingar á Sýn. Lýs- ingar Loga einkennast af þekkingu, inn- sæi og kómík sem oftar en ekki er hluti af hita leiksins. Meistarar stjórnsýslunnar Mýrargata – Slippasvæðið Rammaskipulag – Samráðsskipulag Val á ráðgjöfum Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 4. febrúar s.l. að skipa stýrihóp til að vinna að undir- búningi og stýra gerð rammaskipulags fyrir Mýrargötu-Slippasvæðið. Rammaskipulaginu er ætlað að marka megin línur fyrir gerð deiliskipulags á svæðinu. Borgaryfirvöld leggja áherslu á að við gerð rammaskipulagsins verði farnar nýjar leiðir við mótun skipulags, með nánu samráði við íbúa, rekstraraðila og aðra hagsmunaðila. Skipulagssvæðið markast af Ánanaustum og Grandagarði í vestri, Ægisgarði til norðurs, Verbúðarbryggjum og Hafnarbúðum að austan og að sunnanverðu um Mýrargötu, Ægis- götu, lóðamörk milli Nýlendugötu og Vesturgötu, Seljaveg og Vesturgötu að Ánanaustum. Sóst er eftir ráðgjöfum og sérfræðingum með víðtæka þekkingu og reynslu af skipulagsgerð, þ.á.m. skipulagi umferðar og hafna. Auk þess er óskað eftir þekkingu á kostnaðarmati og góðum samskiptahæfileikum. Ráðgjafar og sérfræðingar eru hvattir til að mynda samstarfshópa, undir forystu aðalráðgjafa, fyrir forvalið og verður þá tekin afstaða til hópsins í heild. Valdir verða 2-4 ráðgjafahópar til að vinna tillögu að nálgun á verkefninu ásamt frumdrögum að skipulagi. Á grundvelli mats á tillögum ráðgjafahópanna verður síðan valinn einn hópur til að vinna sjálft rammaskipulagið. Skila skal inn umsóknum á skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en kl. 16.00 þann 15. maí 2003, í umslagi merkt „Skipulag Mýrargötu- Slippasvæðis-forval” Nánari upplýsingar um fyrirkomulag forvalsins og verkefnið er að finna í verkefnis- lýsingu sem fæst afhent í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs, Borgartúni 3 og á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurhöfn Umhverfis- og tæknisvið SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ MARGRÉT S. BJÖRNSDÓTTIR Hún hefur ásamt Gunnari Helga Kristins- syni staðið fyrir endurskipulagningu meist- aranáms í stjórnsýslufræðum. Svífur ekki eins og hrægammur... KOLBRÚN KJARVAL Hefur opnað gluggasýningu á litlum myndum eftir Louisu Matthíasdóttur í Gallerí KSK við Skólavörðustíg. Hún er með um tíu myndir eftir listakonuuna til sölu um þessar mundir og gerir ráð fyrir að fleiri bætist við bráðlega. Kolbrún hefur verið með galleríið á Skóla- vörðustígnum í eitt og hálft ár. Þar er hún einnig með leirvinnustofu og selur eingöngu leirverk eftir sjálfa sig en málverkin sem hún hefur á boðstólum eru eftir Louisu og dóttur hennar, Temmu Bel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LOGI ÓLAFSSON Hefur ekki margar reglur í lífinu en vill ekki láta sér leiðast - og þá sérstaklega ekki í Noregi. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Opinberun Hannesar. Tariq Aziz. Sinéad O’Connor. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Sjálfstæð- isflokkurinn er enn með meirihluta í útvarps- ráði. Fær ríkislögreglustjóri fyrirglæsileg og fjölskylduvæn há- tíðahöld í tilefni afmælis hinnar einkennisklæddu lögreglu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.