Fréttablaðið - 06.05.2003, Page 4
4 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Á Reykjavíkurborg að auka fram-
lag sitt til Leikfélags Reykjavíkur?
Spurning dagsins í dag:
Verða stjórnarskipti eftir kosningar?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
46%
54%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Landhelgisgæslan
LANDHELGISGÆSLAN „Landhelgis-
gæslan hefur verið hornreka,
hvað hefur ríkisstjórnin verið að
gera síðustu fjögur ár?“ sagði
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, á kosninga-
fundi sem var haldinn um mál
Landhelgisgæslunnar. Margt var
rætt en fjárskort Landhelgis-
gæslunnar bar hæst og hvert
hlutverk hennar
eigi vera.
Fækkun herliðs
á herstöð Banda-
ríkjanna er talið
auka verkefni
gæslunnar. Íslensk
stjórnvöld þurfa
að mæta breytingum með eflingu
Landhelgisgæslunnar og fylla
upp í það hlutverk sem varnarlið-
ið hefur gegnt. Fækkun nemenda
í Stýrimannaskólanum veldur
áhyggjum. Nefnt var hvort bjóða
ætti út hluta af starfsemi Land-
helgisgæslunnar.
Talsmenn flokkanna voru
sammála um að Landhelgisgæsl-
an væri hornsteinn í íslensku
þjóðfélagi og að auka þyrfti
styrkleika hennar með auknu
fjármagni og skipulagi. „Um-
hverfið breytist og það nýjasta
er fækkun á herstöð Bandaríkja-
manna. Því þarf að skoða nýtt og
stærra hlutverk Landhelgis-
gæslunnar. Það þarf að sjá til
þess að gæslan hafi vel þjálfað
lið og góðan tækjakost vegna
nýrra krafa og markmiða,“ sagði
Björn Bjarnason, frambjóðandi
Sjálfstæðisflokks.
Jónína Bjartmarz, Framsókn-
arflokki, sagði að metnað þyrfti í
forystu þessara mála og að móta
þyrfti markvissa stefnu þannig
að ljóst yrði hver skipting ráðu-
neyta væri.
„Hér eru ein gjöfulustu fiski-
mið heims og þessi staða er van-
virðing við sjómenn. Peningar
eru afl til verka og huga verður
að nýju og stærra hlutverki
Landhelgisgæslunnar eftir
fækkun í herliði Bandaríkjanna í
Keflavík,“ segir Eyjólfur Ár-
mannsson, frambjóðandi Frjáls-
lynda flokksins. Jón Magnússon,
frambjóðandi Nýs afls, sagði að
Ísland þyrfti að taka ákvörðun
um að taka sjálft ábyrgð á vörn-
um og öryggi þjóðarinnar og þar
gegndu Landhelgisgæslan og
lögreglan meginhlutverki, ekki
gengi að bíða þess að Banda-
ríkjaher tæki ákvörðunina.
„Erlend skip geta nánast stillt
klukkuna, því Fokkervél Land-
helgisgæslunnar er bara flogið á
dagvinnutíma vegna sparnaðar.
Hvað ef okkar flugmenn lenda í
neyð? Eldsneytisflugvél Banda-
ríkjahers er núna í Írak og huga
þarf að aðgangi að eldsneytis-
flugvél,” segir Össur Skarphéð-
insson. Drífa Snædal, frambjóð-
andi Vinstri grænna, lagði
áherslu á að herinn færi. Það
hefði mikið að gera með sjálf-
stæði þjóðarinnar og þá myndi
hlutverk Landhelgisgæslunnar
stækka enn meira.
hrs@frettabladid.is
STRANDGATA 14
Fiskvinnsluhús Jóns Erlingssonar eyðilagð-
ist í bruna í apríl.
Stórbruninn í Sandgerði:
Eldsupptökin
ekki fundin
LÖGREGLUMÁL Rannsókn á stórbrun-
anum í fiskvinnsluhúsi Jóns Er-
lingssonar í Sandgerði aðfaranótt
11. apríl hefur ekki leitt til niður-
stöðu. Í húsinu þar sem bruninn
hófst var ekki fiskvinnsla heldur
var þar unnið að því að fella net.
Mikill eldsmatur var í netunum.
Loftur Kristjánsson rannsókn-
arlögreglumaður segir engar vís-
bendingar komnar fram um elds-
upptökin. Svo virðist sem enginn
hafi verið þar á ferli frá því
snemma dags og þar til eldurinn í
húsinu uppgötvaðist eftir mið-
nætti.
„Við fengum aðstoð frá tækni-
deild lögreglunnar í Reykjavík.
Rannsókn hennar beinist að upp-
tökum eldsins. Mér skilst að von sé
á þeim niðurstöðum á næstu dög-
um,“ segir Loftur.
Húsið sem brann og er talið
ónýtt er um 1.120 fermetrar að
grunnflatarmáli. Áföst því er 500
fermetra bygging sem hýsir bón-
stöð. Hún skemmdist nokkuð í
brunanum. Tjónið hefur enn ekki
verið metið en giskað er á að það
nemi ekki undir 200 milljónum
króna. ■
SÓTTU SLASAÐAN SJÓMANN
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, sótti slasaðan sjómann af
þýska togaranum Atlantic Peace
í fyrrinótt. Skipið var þá statt á
karfaveiðum á Reykjaneshrygg
240 sjómílur á hafi úti. Þyrlan
fór í loftið klukkan 20.40 og lenti
við Landspítala – háskólasjúkra-
hús tæplega fjórum klukkutím-
um síðar.
Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna í bílinn en meira í sjálfan þig og þína.
Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum.
Hringdu í Avis sími 5914000
Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Við gerum betur
Njóttu
þess a
ð
ferðas
t um la
ndið
á góðu
m bíl
DÓMSMÁL Í dómsmálaráðuneytinu
liggur ekkert fyrir um að breyt-
ingar verði gerðar á fyrirkomu-
lagi samfélagsþjónustu. Fyrir-
komulagið kemur þó til umfjöll-
unar hjá tveimur nefndum á veg-
um ráðuneytisins.
„Menn munu ekki ganga í að
breyta því nema að mjög vel
grunduðu máli,“ segir Ingvi
Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra, og tekur und-
ir orð Helga Gunnlaugssonar af-
brotafræðings í Fréttablaðinu í
gær um að reynslan af núverandi
fyrirkomulagi sé góð. Hérlendis
er það svo að Fangelsismálastofn-
un tekur ákvörðun um að dæmdir
menn gegni samfélagsþjónustu,
en annars staðar dæma dómstólar
menn til samfélagsþjónustu.
Verið er að vinna að heildar-
endurskoðun á lögum um fulln-
ustu refsinga. Þar er meðal ann-
ars komið inn á samfélagsþjónust-
una. Þá er gert ráð fyrir því að
nefnd sem dómsmálaráðherra
skipar að hvatningu Alþingis um
beitingu reynslulausna muni ein-
nig fjalla um fyrirkomulag samfé-
lagsþjónustunnar. ■
Ferðaþjónusta:
Menningar-
vefur er í
smíðum
SAMNINGUR Undirritað hefur verið
samkomulag um að Snorrastofa
geri sérstakan menningarvef
ferðaþjónustunnar.
Tilgangur vefsins er að gera
upplýsingar um menningararf
þjóðarinnar og menningarvið-
burði á öllu landinu aðgengilegar
innlendum og erlendum ferða-
mönnum. Höfuðáhersla verður
lögð á að upplýsingar séu greinar-
góðar og reglulega uppfærðar.
Menningarviðburðir á öllu land-
inu verða með reglubundnum
hætti skráðir og kynntir.
Það voru Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra og Bergur
Þorgeirsson, forstöðumaður
Snorrastofu, sem undirrituðu
samninginn á Hótel Reykholti. ■
LEIKSKÓLADEILA Starfsemi var með
eðlilegum hætti í leikskólanum
Tjarnarási í gærmorgun og það
starfsfólk sem sagt hafði upp
störfum var mætt á ný. „Hér er að
ganga hlaupabóla og það eru for-
föll af þeim sökum. Foreldrar
mættu hins vegar allir með þau
börn sem voru frísk,“ sagði starf-
stúlka við skólann.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
samþykkti á aukafundi á sunnu-
dagskvöld að taka yfir rekstur
skólans með vísan til 18. greinar
samningsins sem kveður svo á að
ef velferð barnanna sé í hættu
uppfylli Íslensku menntasamtök-
in ekki skilyrði samningsins og
því sé bænum heimilt að rifta hon-
um og yfirtaka reksturinn.
Starfsfólk á Tjarnarási hefur
ekki viljað gefa upp ástæður þess
að það sá sér ekki fært að starfa
undir stjórn Íslensku menntasam-
takanna áfram. Í samtali við
Fréttablaðið í gærmorgun var því
hafnað af því starfsfólki sem blað-
ið ræddi við að tjá sig um ástæður
þess. „Ég býst ekki við að um það
verði nokkurn tíma rætt. Þessu er
lokið og nú horfum fram á veginn
og veltum ekki fyrir okkur því
sem er að baki,“ segði starfs-
stúlka við skólann. ■
Ökumaður bifhjóls:
Var á 170
km hraða
LÖGREGLUMÁL Ökumaður bifhjóls
var stöðvaður á Reykjanesbraut
við Bústaðaveg á 170 kílómetra
hraða þar sem hámarkshraði er 60
km. Ökumaðurinn, sem er nýlega
orðinn 21 árs, var ekki einn á hjól-
inu þar sem jafnaldri hans var
farþegi á hjólinu. Ökumaðurinn
var sviptur ökuréttindum á staðn-
um.
Annar var tekinn grunaður um
ölvun við akstur og réttindalaus á
148 kílómetra hraða þar sem mest
má aka á 60. Sextíu og átta öku-
menn voru kærðir fyrir að aka of
hratt um helgina. ■
ALLT KOMIÐ Í EÐLILEGT HORF
Foreldrar mættu með börn sín að nýju í
gærmorgun.
Leikskólinn Tjarnarás:
Hlaupabóla eini vandinn
FANGELSISMÁLASTOFNUN
Ólíkt öðrum löndum eru það ekki dóm-
stólar heldur Fangelsismálastofnun sem
tekur ákvörðun um að brotamenn gegni
samfélagsþjónustu.
Fyrirkomulag samfélagsþjónustu til skoðunar:
Engar ákvarðanir um breytingar
FRAMBJÓÐENDUR Í FLUGSKÝLI
Allir sammála um nauðsyn öflugrar Landhelgisgæslu.
Fokkernum bara
flogið í dagvinnu
Frambjóðendur allra flokka voru oftast sammála þegar þeir ræddu mál-
efni Landhelgisgæslunnar. Meiri peninga vantar. Össur sagði vélinni
einungis flogið í dagvinnu og það viti hugsanlegir landhelgisbrjótar.
■ „Hér eru ein
gjöfulustu fiski-
mið heims og
þessi staða er
vanvirðing við
sjómenn.”
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 74.29 0,12%
Sterlingspund 119.25 -0,01%
Dönsk króna 11.23 -0,27%
Evra 83.41 -0,24%
Gengisvístala krónu 119,04 0,08%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 270
Velta 7.006 m
ICEX-15 1.412 0,06%
Mestu viðskipti
Ker hf. 3.106.250.401
Búnaðarbanki Íslands hf. 509.563.204
Íslandsbanki hf. 333.109.322
Mesta hækkun
Tryggingamiðstöðin hf. 3,00%
Búnaðarbanki Íslands hf. 2,91%
Jarðboranir hf. 1,33%
Mesta lækkun
Vinnslustöðin hf. -2,33%
Eimskipafélag Íslands hf. -1,59%
Sæplast hf. -1,28%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8561,1 -0,3%
Nasdaq*: 1515,5 0,8%
FTSE: 3952,6 1,9%
DAX: 3009,5 0,8%
NIKKEI: 7907,2 0,6%
S&P*: 929,7 0,0%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00