Fréttablaðið - 06.05.2003, Side 6

Fréttablaðið - 06.05.2003, Side 6
6 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Leiðrétting ■ Asía ■ Evrópa BAGDAD, AP Fyrirhugað er að níu manna ráð leiði bráðabirgða- stjórnina í Írak, að sögn banda- rísks ráðamanns. Jay Garner, um- boðsmaður bandarískra yfirvalda í Írak, segir að stefnt sé að því að kjarni bráðabirgðastjórnarinnar taki við völdum um miðjan mán- uðinn. Garner segist búast við því að fámennur hópur manna taki við stjórninni í Bagdad. Í því sam- bandi hefur hann nefnt Massoud Barzani, leiðtoga lýðræðisflokks Kúrdistan, Ahman Chalabi, for- mann Þjóðþingsflokks Íraka, Jalal Talabani, sem fer fyrir Þjóðfylk- ingu Kúrdistan, Lyad Allawi, leið- toga Íraska sáttarflokksins, og Abdul Aziz al Hakim, fulltrúa shíta-múslíma. Einnig hefur kom- ið til tals að kristnir menn fái full- trúa í stjórninni. Í heimsókn sinni til Basra til- kynnti Garner jafnframt að L. Paul Bremer, fyrrum yfirmaður hryðjuverkadeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins, væri væntanlegur til Íraks í næstu viku til að taka þátt í að byggja upp nýja stjórnskipun í landinu. „Ég sé um þetta allt saman sem stend- ur en ég vil ekki hafa það þannig“ sagði Garner. ■ VIÐ VATNSTANKA Í BASRA Mikil áhersla er lögð á að mynduð verði bráðabirgðastjórn í Írak eins fljótt og auðið er til þess að auðvelda uppbyggingarstarf í landinu og stuðla að friði. Bráðabirgðarstjórn í Írak á næsta leyti: Níu manna stjórn íraskra áhrifamanna BLÓÐUG ÁTÖK Á HÁSKÓLALÓÐ Að minnsta kosti 20 manns særð- ust þegar til harðra átaka kom á milli tveggja hópa á háskólalóð í Istanbúl í Tyrklandi. Háskóla- nemarnir börðust með kylfum og grjóti og notaði lögreglan táragas til þess að dreifa óeirðaseggjun- um. Átökin mátti rekja til ólíkra stjórnmálaskoðanna. ALVARLEGUM GLÆPUM FÆKKAR Alvarlegir glæpir á Írlandi voru níu prósent færri á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Morðum fækkaði um 19 pró- sent, kynferðisglæpum um 43 pró- sent og alvarlegum líkamsárásum um 37 prósent. Á hinn bóginn fjölgaði glæpum á borð við hjóla- stuldi og vasaþjófnaði verulega. IÐNAÐUR Um 60 til 70 manns gætu fengið vinnu við nýja efnaverk- smiðju á Húsavík innan fárra ára. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra á kynningarfundi um staðsetningu svo- kallaðrar pólýol- verksmiðju á Húsavík. Pólýol er lífrænt efni sem not- að er sem grunnefni í margs kon- ar efnaiðnaði t.d. frostlög og pólýester-plastframleiðslu. Hefð- bundið hráefni fyrir þessa fram- leiðslu er olía, en sú framleiðslu- aðferð sem til skoðunar hefur ver- ið fyrir Ísland byggir á notkun sykurs sem hráefni. „Það sem er einna áhugaverð- ast við þessa framleiðslu er að við hvert tonn af pólýoli bindast um 6 tonn af koltvísýringi við ræktun sykursins fyrir framleiðsluna,“ sagði Valgerður. „Framleiðslan er því sérstaklega umhverfisvæn og má því hiklaust kalla framleiðslu- ferlið í heild sinni, þ.e. ræktun hráefnisins og iðnaðarframleiðsl- una, grænan iðnað.“ Valgerður sagði að í kjölfar sölu ríkisins á 51% hlut í kísilgúr- verksmiðjunni við Mývatn árið 2001 hafi ríkisstjórnin samþykkt að söluandvirðið skyldi renna til atvinnuuppbyggingar í sveitarfé- laginu. „Í þrjú ár hafa margir iðnaðar- kostir komið til athugunar í ráðu- neytinu. Fljótlega var ákveðið að leggja 10 m.kr. til uppbyggingar baðlóns við Mývatn sem hagnýtti affallsvatn Bjarnarflagsvirkjun- ar, en beðið hefur verið með aðrar fjárfestingar. Þetta verkefni, um byggingu pólýolverksmiðju á Húsavík, er langöflugasta verk- efnið sem ráðuneytið hefur skoð- að og er líklegast til að skila var- anlegum árangri í atvinnuupp- byggingu og styrkingu byggðar í héraðinu.“ Framleiðsla á pólýoli þarfnast mikillar jarðgufu. Vegna nálægð- ar Húsavíkur við háhitasvæðið við Þeistareyki, auk landrýmis og hafnar, þykir staðurinn vera mjög álitlegur staður fyrir verksmiðj- una. Hagkvæmnisathuganir eru í gangi, en reiknað er með að þær taki um 18 mánuði. trausti@frettabladid.is VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐARRÁÐHERRA „Þetta verkefni, um byggingu pólýolverksmiðju á Húsavík, er langöflugasta verkefnið sem ráðuneytið hefur skoðað og er líklegast til að skila varanlegum árangri í atvinnuuppbygg- ingu og styrkingu byggðar í héraðinu,“ sagði Valgerður. Efnaverksmiðja reist á Húsvík Ráðherra bindur vonir við nýja pólýolverksmiðju á Húsavík. Gæti veitt 60 til 70 manns atvinnu. Framleiðsluferlið þykir umhverfisvænt. Hagkvæmnisathugun lýkur eftir 18 mánuði. RANNSÓKN Umfangsmikil rann- sókn á sýkingum, tíðni ónæmrar lungnabólgubakteríu og sýkla- lyfjanotkun barna stendur yfir á fjórum stöðum á landinu um þess- ar mundir. Vilhjálmur Ari Arason, einn rannsóknarmanna, segir rann- sóknina fara fram í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Egilsstöðum og Bolungarvík. Hún er framhald rannsókna sem voru gerðar á sömu stöðum 1993 og 1998. Á næstu tveimur vikum verður 400 barna úrtaki barna boðin þátttaka í Hafnarfirði. Þegar hefur rann- sóknin verið gerð í Vestmannaeyj- um og Egilsstöðum, þar sem öll- um börnum á aldrinum 1-6 ára var boðin þátttaka og var þátttaka yfir 80%. Alls munu um 1.000 börn taka þátt í rannsókninni, sem er svipaður fjöldi og í fyrri skipti. Niðurstöðurnar gera heilbrigðis- yfirvöldum hér á landi sem og annars staðar kleift að gera ráð- stafanir til að sporna frekar gegn þróun ónæmis meðal helstu sýk- ingarvalda og til að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja í framtíðinni. ■ ■ Framleiðsla á pólyoli þarfnast mikillar jarð- gufu MARKMIÐ RANNSÓKNARINNAR Vonast er til að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja meðal barna í framtíðinni. Sýkingar barna: Um þúsund börn í rannsókn Mistök urðu við gerð töflu um þingmenn Suðurkjördæmis sam- kvæmt nýjustu könnunum Frétta- blaðsins. Guðni Ágústsson var merktur sem Sjálfstæðismaður og Ísólfur Gylfi Pálmason sem Samfylkingarmaður, en báðir eru í Framsókn. Sjálfstæðismaðurinn Guðjón Hjörleifsson var merktur sem Framsóknarmaður. EYÐILEGGING AF JARÐSKJÁLFTA Snarpur jarðskjálfti skók norð- vesturhéruð Kína með þeim af- leiðingum að yfir 1.300 hús voru jöfnuð við jörðu og maður á átt- ræðisaldri fékk hjartastopp. Á annað þúsund húsdýr drápust, að- allega kindur. Ekki hefur verið tilkynnt um frekari slys á fólki. MANNSKÆÐUR STORMUR Að minnsta kosti nítján manns létu lífið og tugir slösuðust þegar hitabeltisstormur gekk yfir þorp í austanverðu Bangladesh. Hundruð kofa hrundu til grunna og uppskera eyðilagðist. Fjölda manna er saknað og leita björg- unarmenn að lífsmarki í rústum húsa. FERÐAMENN ÓTTAST HABL Ferðamönnum í Singapúr hefur fækkað gífurlega að undanförnu vegna faraldurs bráðalungna- bólgu. Aðeins 38.200 heimsóttu landið á tímabilinu 22.-28.apríl en það er um 74 prósent færri en á sama tíma á síðasta ári. Áætlað er að HABL muni kosta þjóðarbú- ið að minnsta kosti 63 milljarða íslenskra króna á þessu ári. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 33.240 kr. Topptilbo› til Alicante Frábært vikutilbo› ogbíll í plús 21. maí 46.340 kr. . Mallorca 22. maí Innifalið: Flug í F flokki og bíll í A flokki í Plús í 1 viku og allir flugvallarskattar. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 36.630 kr. 36.440 kr. 21. maí Innifalið: Flug í F flokki og bíll í A flokki í 2 vikur, en þú greiðir bara fyrir 1 viku og allir flugvallarskattar. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 43.030 kr. Innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í 1 viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og bíll í A flokki í 3 daga. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 49.830 kr Anna› frábært vikutilbo› 29.950 kr. Benidorm 22. maí Innifalið: Flug, gisting í íbúð í 1 viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 39.990 kr á mann á mann á mann á mann Slys á Reykjanesbraut: Haldið sofandi SLYS Manninum sem slasaðist al- varlega í umferðarslysi á Reykja- nesbraut aðfaranótt laugardags- ins er haldið sofandi í öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild hlaut maðurinn al- varlega höfuðáverka. Maðurinn var ásamt þremur öðrum í bíl og slösuðust þeir minna. Slysið varð á Strandar- heiði og virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af og endastakkst. Mennirnir eru allir varnarliðsmenn af Keflavík- urflugvelli. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.