Fréttablaðið - 06.05.2003, Page 8
8 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
MISSOURI, AP Neyðarástandi var lýst
yfir í fjölda sýslna í Missouri og
Kansas eftir að kröftugir skýstrók-
ar gengu yfir miðvesturríki Banda-
ríkjanna. Talið er að 29 manns hafi
farist af völdum veðurofsans í
þessum tveimur ríkjum auk þess
sem hundruð húsa voru jöfnuð við
jörðu. Einnig varð tölverð eyðilegg-
ing í Tennesse, Suður-Dakota og
Nebraska.
Smábærinn Pierce City í Miss-
ouri varð einna versta úti. Að sögn
íbúanna setti skýstrókurinn mark
sitt á allan bæinn, tré brotnuðu, raf-
magnslínur slitnuðu og ekki var
þverfótað fyrir glerbrotum og öðru
braki á götunum. Bækistöðvar
þjóðvarðliðsins í bænum hrundu til
grunna og var óttast að níu manns,
sem leituðu þar skjóls fyrir veð-
urofsanum, hefðu farist. Áætlað er
að alls hafi tólf manns látið lífið í
Missouri.
Í Kansas hefur verið tilkynnt um
átta dauðsföll. Öll starfsemi flug-
vallarins í Kansas City lá niðri í um
hálfa klukkustund., flugstöðvar-
byggingin var tæmd og farið með
flugfarþega í neðanjarðargöng á
meðan skýstrókurinn gekk yfir. Í
útjaðri borgarinnar feyktust flutn-
ingabílar niður í gljúfur og hús
fuku af grunninum. ■
EYÐILEGGING
„Ég þurfti á öllum mínum styrk að halda“
sagði íbúi í Northmoor í Missouri þegar
skýstrókur hafði gengið yfir bæinn og jafn-
að tugi húsa við jörðu.
Neyðarástand í tveimur ríkjum í kjölfar skýstróka:
Tugir fórust af
völdum veðurofsans
STJÓRNSÝSLA Niðurstaða stjórn-
sýsluúttektar Ríkisendurskoðun-
ar á Flugmálastjórn Íslands er í
prentun en verður ekki birt fyrr
en í næstu viku.
Ríkisendurskoð-
un hóf stjórnsýslu-
úttektina í maí í
fyrra að ósk Al-
þingis. Beiðnin var
meðal annars sett
fram vegna um-
ræðu um hugsan-
lega misnotkun á
flugvél Flugmála-
stjórnar.
Upphaflega var áætlað að út-
tektinni yrði lokið um áramótin. Í
janúar var sagt að niðurstöðurnar
lægju fyrir í
febrúar. Þegar
komið var fram í
miðjan febrúar
sagði Ríkisendur-
skoðun að von
væri á úttektinni
innan hálfs mán-
aðar. Síðan eru
tveir og hálfur
mánuður.
Sigurður Þórð-
arson ríkisendur-
skoðandi segir
úttektina nú loks
tilbúna og vera í
prentun. Skýrsl-
an verði tilbúin í
næstu viku.
„Yfirleitt tek-
ur þetta lengri
tíma en áformað
er. Þar kemur
einkum til að við leitum umsagnar
þeirra aðila sem verið er að skoða.
Textavinna og frágangur tekur
líka sinn tíma,“ segir Sigurður.
Að sögn ríkisendurskoðanda
lýtur úttektin í megindráttum að
stöðu Flugmálastjórnar um síð-
ustu áramót. Einnig hafi sumir
einstakir þættir, eins og fjármálin,
verið kannaðir fjögur til fimm ár
aftur í tímann:
„Það er bent á hvernig hlutirnir
hafa verið aftur í tímann og sagt
hvað við teljum að framtíðin eigi
að bera í skauti sér,“ segir Sigurð-
ur.
Þegar umræðan stóð um áður-
greinda meinta misnotkun á flug-
vél Flugmálastjórnar sagðist
stofnunin ekki geyma farþegalista
vélarinnar. Í ljós kom að sam-
kvæmt lögum bar stofnuninni að
geyma farþegalistana nema hún
aflaði sér heimildar til að farga
þeim. Það var ekki gert og listarn-
ir hafa því verið geymdir síðan.
Þegar Fréttablaðið kynnti sér í
fyrra hluta farþegalistana sem
sagður var vera í flugferðum
vegna „prófana“ kom í ljós mis-
brestur á skráningu einstakra
fluga. Til dæmis var ferð austur á
land í maí í fyrra með flugmála-
stjóra, fulltrúa samgönguráðu-
neytis og nokkra meðlimi flug-
ráðs skráð sem prófunarflug.
Flugmálastjórn sagði þá að við-
komandi flugmaður hlyti að hafa
gert mistök við skráningu flugs-
ins.
gar@frettabladid.is
PARÍS, AP Fulltrúar átta helstu iðn-
ríkja heims lögðu ágreiningsmál
sín til hliðar þegar þeir hittust á
fundi í París til þess að ræða al-
þjóðlega baráttu gegn hryðju-
verkum og skipulagðri glæpa-
starfsemi.
Á fundinum var ætlunin að
fara yfir ýmis málefni, svo sem
leiðir til þess að berjast gegn al-
þjóðlegum hryðjuverkasamtök-
um, vernd gegn tölvuþrjótum,
baráttuna gegn barnaklámi og
möguleikana á því að frysta
bankainnistæður glæpamanna.
Leiðtogafundur G-8 verður
haldinn í þorpinu Evian í
frönsku Ölpunum í byrjun júní.
SVERÐIN SLÍÐRUÐ
Innanríkisráðherra Frakka, Nicolas Sarkozy,
býður John Ashcroft, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, velkominn til Parísar.
Fundur G-8:
Ágreiningsmál
lögð til hliðar
RÁÐHERRA Á FLUGI
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
komst í fréttir í október árið 2001 vegna
ferðalaga sinna með flugvél Flugmála-
stjórnar.
Geyma úttekt á
Flugmálastjórn
Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Flugmálastjórn er í prentun en
verður ekki tilbúin fyrr en í næstu viku. Ár er síðan úttektin hófst eftir
umræðu um meinta misnotkun á flugvél Flugmálastjórnar.
■
“Það er bent á
hvernig hlutirn-
ir hafa verið
aftur í tímann
og sagt hvað
við teljum að
framtíðin eigi
að bera í skauti
sér.“