Fréttablaðið - 06.05.2003, Síða 10
10 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
■ Lögreglufréttir
www.samfylking.is
SVEITARFÉLÖG Sveitarfélagið Ár-
borg mun leggja UMFS til níu
milljónir króna til að greiða nið-
ur skuldir handknattleiks- og
knattspyrnudeildar félagsins.
Bæjarráð Árborgar vill ekki
að peningagreiðslan endurtaki
sig og setur skilyrði þar um.
Framlagið á að greiðast í þrem-
ur þriggja milljóna króna
greiðslum á næstu þremur
árum. Ef skuldastaðan breytist
og er ekki viðunandi að mati Ár-
borgar er heimilt að fresta út-
borgun þar til bætt hefur verið
úr:
„Með undirritun samnings
þessa skuldbindur aðalstjórn sig
til þess að taka fjármál deild-
anna almennt föstum tökum og
tryggja að svona staða komi ekki
upp aftur. Stjórnin mun í því
skyni beita sér fyrir nauðsynleg-
um breytingum á samþykktum
félagsins. Einnig mun fram-
kvæmdastjóri aðalstjórnar ann-
ast mánaðarlegt eftirlit með
fjármálum allra deilda félags-
ins,“ segir í samningi Árborgar
og UMFS.
Sérstaklega er tekið fram í
samningnum að UMFS sjái sjálft
um að greiða aðrar skuldir deild-
anna. Ekki sé litið á þessa af-
greiðslu sem fordæmi gagnvart
öðrum deildum UMFS. ■
RÁÐHÚS ÁRBORGAR
Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að að-
stoða handknattleiks- og knattspyrnumenn
á Selfossi úr skuldasnörunni í þetta skipti
gegn því að UMFS taki fjármálin föstum
tökum.
Árborg bjargar UMFS með 9 milljónum:
Fjármálin tekin föstum tökum
STJÓRNMÁL Samfylkingin hyggst
veita tólf milljörðum króna í
menntamál á næsta kjörtímabili
komist flokkurinn til valda eftir
kosningar. Markmiðið er að
fjölga brautskráðum úr fram-
halds- og háskólum um 25%.
„Menntun er undirstaða hag-
sældar í þjóðfélaginu en stjórn-
arflokkarnir hafa skilið illa við
þennan málaflokk,“ segir Össur
Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
forsætisráðherraefni Samfylk-
ingarinnar, segir að þegar mennt-
unarstig Íslendinga sé borið sam-
an við hin Norðurlöndin komi í
ljós að sá samanburður sé Íslend-
ingum mjög óhagstæður. Bæði
hlutfall þeirra sem hafi lokið
framhaldsskólaprófi og háskóla-
prófi sé lægst á Íslandi. Hún seg-
ir að opinber útgjöld Íslendinga
til menntamála séu einnig lág í
samanburði við hin OECD-löndin.
Til þess að standa jafnfætis hin-
um Norðurlöndunum þyrfti að
auka opinber framlög um 30%.
Vegna þessa segir Ingibjörg
Sólrún afar brýnt að efna til þjóð-
arátaks í menntamálum. Tólf
milljarðar króna á fjórum árum
séu vissulega há upphæð, en hins
vegar sé um afar arðbæra fjár-
festingu að ræða. Tillögurnar
leiði til þess að á næstu tveimur
kjörtímabilum muni landsfram-
leiðslan hafa hækkað um 1%,
sem sé aðeins minna en varanleg
áhrif Kárahnjúkavirkjunar.
Virkjunarframkvæmdirnar
kosti þjóðina hins vegar marg-
falt meira. Hún segir að þegar
áhrif tillaganna verði að fullu
komin fram muni landsfram-
leiðslan hafa hækkað um 3 til 6%
á mann.
Tillögur Samfylkingarinnar
miðast við að auka framlög til
framhaldsskóla um 5 milljarða
króna, þar af framlög til verk-
náms um 1 milljarð á næsta
kjörtímabili. Stefna á að því að
auka framlög til háskóla um 4
milljarða króna, þar af framlög
til rannsókna og kennslu um
a.m.k. 3 milljarða. Samfylkingin
vill lækka útskriftaraldur í
framhaldsskólum um eitt ár og
gefa fólki á landsbyggðinni
möguleika á að stunda fyrstu
eitt til tvö ár námsins heima í
héraði. Þá vill flokkurinn að
hluti endurgreiðslu námslána
verði frádráttarbær frá skatti.
trausti@frettablaðið.is
MENNTUN ER UNDIRSTAÐA HAGSÆLDAR
Tillögur Samfylkingarinnar miðast við að auka framlög til framhaldsskóla um 5 milljarða
króna, þar af framlög til verknáms um 1 milljarð á næsta kjörtímabili. Frá vinstri: Einar
Már Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Ágúst Ólafur
Ágústsson.
HLUTFALL ÞEIRRA SEM LOKIÐ
HAFA FRAMHALDSSKÓLAPRÓFI EFTIR ALDRI
25-64 25-34 35-44 45-54 55-64
Danmörk 80% 86% 80% 80% 72%
Finnland 74% 87% 84% 70% 51%
Ísland 57% 61% 60% 56% 46%
Noregur 85% 93% 90% 82% 70%
Svíþjóð 81% 91% 86% 78% 65%
HLUTFALL ÞEIRRA SEM LOKIÐ HAFA HÁSKÓLAPRÓFI EFTIR ALDRI
25-64 25-34 35-44 45-54 55-64
Danmörk 26% 29% 28% 27% 20%
Finnland 32% 38% 37% 29% 23%
Ísland 25% 27% 29% 24% 15%
Noregur 28% 35% 29% 26% 20%
Svíþjóð 32% 37% 33% 32% 24%
Samfylkingin vill efna til stórsóknar í menntamálum. Menntunarstig
Íslendinga lágt miðað við hin Norðurlöndin. Opinber framlög
um 30% lægri hér en þar.
SAMGÖNGUR Ólafur Ragnar
Grímsson forseti og Dorrit
Moussaieff, heitkona hans, flugu
í fyrsta sinn með lággjaldaflug-
félaginu Iceland Express um
helgina.
Parið hafði verið á menning-
arhátíð í Berlín og flaug þaðan
til London með lággjaldaflugfé-
laginu Ryan Air. Frá London lá
síðan leiðin til Íslands á laugar-
dagskvöld með Iceland Express.
Samkvæmt upplýsingum
Ólafs Haukssonar, upplýsinga-
fulltrúa Iceland Express, kostar
ríflega níu þúsund krónur að
fljúga með félaginu aðra leið til
Íslands frá London. ■
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON OG DORRIT MOUSAIEFF
Forsetinn og heitkona hans flugu heim frá London um helgina með Iceland Express. For-
ráðamenn flugfélagsins tóku á móti þeim við heimkomuna.
Forseti Íslands:
Heimferð með lággjaldaflugi
RÉÐIST INN Á HEIMILI
Drukkinn maður ruddist inn í
íbúð í Hveragerði á laugardags-
kvöld og hafði í hótunum við
heimilisfólk. Lögreglan á Selfossi
var kölluð til aðstoðar. Hún hand-
tók manninn, sem var vistaður í
fangageymslu yfir nóttina. Hann
var látinn laus næsta dag eftir að
runnið var af honum.
RÁÐIST Á MANN Á ÍSAFIRÐI
Karlmaður á fimmtugsaldri varð
fyrir aðkasti frá tveimur ungum
mönnum á veitingastaðnum
Krúsinni á Ísafirði á laugardags-
kvöld. Segir maðurinn að menn-
irnir tveir hafi kýlt hann í andlit-
ið. Ekki liggur fyrir hvort maður-
inn hyggst kæra árásina.
Tólf milljarðar
í menntamál
Svonaerum við
HLUTFALL LAUNÞEGA
SEM ERU Í STÉTTARFÉLÖGUM
1997 84,0%
1998 85,5%
1999 83,8%
2000 83,9%
2001 85,1%