Fréttablaðið - 06.05.2003, Síða 18

Fréttablaðið - 06.05.2003, Síða 18
18 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR XN Nýtt afl XN í þjónustu fyrir fólkið Jón Magnússon fyrrv. form. neytendasamtakanna Í þjónustu við neytendur. Til þjónustu við neytendur og skattgreiðendur. Báknið burt. Ásgerður Jóna Flosadóttir form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Barátta gegn fátækt, fyrir félagslegu jafnrétti og öryggi barna, einstæðra foreldra og eldri borgara. frambjóðendur Nýs Afls í Reykjavík suður FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, segir að lið sitt sé enn það besta í ensku úr- valsdeildinni þrátt fyrir að Manchester United hafi tryggt sér enska meistaratitilinn um helgina í áttunda sinn á síðustu 11 leiktíðum. „Þegar þú lítur yfir alla leiktíð- ina og tekur með í reikninginn ensku bikarkeppnina og Meistara- deildina þá erum við tvímælalaust með besta liðið. United toppaði aftur á móti á hárréttum tíma í tit- ilbaráttunni. Það var mjótt á mun- um. Ef við hefðum unnið Bolton hefðum við unnið deildina, sá leik- ur skipti sköpum,“ sagði Wenger. „Við misstum þrjá menn á fimm mínútum í þeim leik og síðan misstum við einnig Patrick Vieira og Sol Campell. Ef þú missir hálft liðið þá er ljóst að erfiður tími er fyrir höndum,“ bætti hann við. „Að lenda í öðru sæti er samt ekkert stórslys, sérstaklega þeg- ar þú hefur aðeins yfir að ráða 50% af því fjármagni sem United hefur.“ ■ WENGER Arsene Wenger segir að United hafi komið upp á hárréttu augna- bliki í titilbaráttunni. Arsene Wenger: Við erum enn bestir Nýi Ferrari-bíllinn: Skiptar skoðanir KAPPAKSTUR Talsmenn Ferrari-liðs- ins í Formúlu 1 kappakstrinum hafa vísað á bug orðrómi um að nýi bíll- inn þeirra sé ekki eins góður og bú- ist var við. Ron Dennis, stjóri McLaren-liðs- ins, sagði eftir kappaksturinn á Spáni um helgina að bíllinn sé ekki eins stórt skref fram á við fyrir lið- ið og talið var í fyrstu. Stjórnandi hjá Williams-liðinu var einnig á sömu skoðun. Jean Todt, stjórnandi hjá Ferr- ari, segist hins vegar vera ánægður með bílinn. „Kannski urðu þeir fyr- ir vonbrigðum en það urðum við ekki. Bíllinn á enn eftir að batna.“ ■A P/ M YN D FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Manchester United, segist vera undrandi á því að fólk hafi afskrifað lið sitt megnið af þessari leiktíð. Arsenal var um tíma með átta stiga forskot á United og svo virtist sem titillinn væri nánast í höfn hjá liðinu. „Ég var undrandi á því að fólk var með efasemdir. Ég vissi að við myndum fá okkar bestu leik- menn í toppform fyrir mikil- vægasta hluta leiktíðarinnar,“ sagði Ferguson. „Ég efast aldrei um United og ég veit hvað leik- mennirnir geta,“ bætti hann við.“ Ferguson hefur strax sett sér markmið fyrir næstu leiktíð og það er sigur í Meistaradeildinni. „Núna þurfum við að ná þeim stóra aftur. Að vinna keppnina tvisvar er ekki nóg. Við eigum ekki langt í land, trúið mér.“ ■ FERGUSON Alex Ferguson ætlar sér sigur í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sir Alex Ferguson: Efast aldrei um United AP /M YN D RONALDO Ronaldo hefur raðað inn mörkunum fyrir Real Madrid í fjarveru Raúl, sem á við meiðsli á stríða. Undanúrslit Meistara- deildar Evrópu: Þrír í banni hjá Juventus FÓTBOLTI Evrópumeistarar Real Madrid taka á móti Juventus í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrír sterkir leikmenn verða í leikbanni hjá Juventus, þeir Edg- ar Davids, Paolo Montero og Al- essio Tacchinardi. Brasilíumaðurinn Ronaldo, sem skoraði eina mark Real í óvæntu 5:1 tapi gegn Real Mall- orca um helgina, verður í fram- línu Real. Kappinn skoraði þren- nu í síðasta leik liðsins í Meist- aradeildinni gegn Manchester United og er sjóðheitur um þess- ar mundir. ■  15.00 Stöð 2 Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  17.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  17.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Farið er yfir leiki síðustu umferðar og spáð í spilin fyrir þá næstu.  18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Bein útsending frá fyrri leik Real Madrid og Juventus í undanúrslitum.  19.15 Ásvellir Haukar taka á móti ÍR-ingum í fyrsta úrslitaleik liðanna í Esso deild karla í handbolta.  20.00 RÚV Íslandsmótið í handbolta. Bein útsend- ing frá seinni hálfleik leiks Hauka og ÍR í úrslitakeppni karla.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim. hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 MAÍ þriðjudagur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.