Fréttablaðið - 06.05.2003, Side 19

Fréttablaðið - 06.05.2003, Side 19
19ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2003 KÖRFUBOLTI Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 31 stig og tók 11 fráköst þegar Dallas Mavericks tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar með sigri á Portland, 107:95, í sjö- unda leik liðanna. Mavericks, sem vann fyrstu þrjú einvígi sín Portland en tapaði næstu þremur, mætir Sacramento Kings í undanúrslitunum. Detroit Pistons mætir Phila- delphia 76ers í næstu umferð eft- ir að liðið sigraði Orlando Magic með 108 stigum gegn 93. Chauncey Billups skoraði 37 stig fyrir Pistons í leiknum. Aðrir leikir í annarri umferð úrslitakeppninnar eru á milli meistara L.A. Lakers og San Ant- onio Spurs annars vegar og Boston Celtics og New Jersey hins vegar. ■ HANDBOLTI Í kvöld hefst úrslita- viðureign Hauka og ÍR um Ís- landsmeistaratitilinn í handbolta karla. Haukar hafa notið velgengi á síðustu árum en ÍR-ingar urðu síðast Íslandsmeistarar fyrir 57 árum. Frjálsíþróttamenn úr ÍR skip- uðu handknattleikslið félagsins árið 1946. Þekktastir þeirra eru Finnbjörn Þorvaldsson og Jóel Sigurðsson, en þeir kepptu á Ólympíuleikunum í London árið 1948. Finnbjörn setti Íslandsmet í 100 metra hlaupi árið 1949 (10,5 sek.) og Íslandsmet Jóels í spjót- kasti, 66,99 metrar, stóð í tæpa þrjá áratugi. Aðrir leikmenn Íslandsmeist- aranna voru Gunnar Sigurjóns- son, Sigurgísli Sigurðsson, Ingvi Guðmundsson, Guðmundur Magnússon og Ingólfur Steinsson. Gunnar lék 141 leik með meistara- flokki Vals í fótbolta á árunum 1943 til 1954. Fréttablaðið bað Finnbjörn að rifja upp sigur ÍR-inga á Íslands- mótinu árið 1946. „Leikmennirnir voru frjálsíþróttamenn en keppni í frjálsum íþróttum var rétt yfir sumarið. Við þurftum hreyfingu yfir veturinn og þótti handboltinn tilvalinn. Við æfðum í ÍR-húsinu, jafn lítið og það var, en fyrst var keppt í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar, gegnt Þjóðleikhúsinu. Síðar var keppt í Hálogalandi en það var langt út úr bænum og var stórmál að komast þangað.“ „Sami fjöldi var í liðum og nú þó plássið væri minna en munur- inn var sá að þá var maður inná allan tímann. Það var ekki hægt að skipta inná og sömu leikmenn léku alla leikina.“ ÍR-ingar gerðu Finnbjörn að heiðursfélaga árið 1995 fyrir margvísleg störf í þágu félagsins. „Ég var í fimleikum, í badminton í áratugi, körfubolta og á skíðum. Ég stofnaði körfuboltadeild ÍR ásamt öðrum árið 1949. Maður var nánast í öllu sem þá var á boðstól- um og líka í félagsmálunum.“ ÍR-ingar unnu Hauka 20:19 í úrslitaleiknum árið 1946. „Það var framlengt og mig minnir að það hafi verið tvær framlengingar en þori ekki að fullyrða um það. Ég man bara að þegar ég skoraði sig- urmarkið var orðinn þreyttur. Ég stóð á línunni og missti boltann, sem skoppaði tvisvar og lenti í markinu. Það var úrslitamarkið.“ obh@frettabladid.is FINNBJÖRN ÞORVALDSSON Finnbjörn skoraði sigurmark ÍR-inga í úrslitaleiknum gegn Haukum árið 1946. Finnbjörn Þorvaldsson rifjar upp sigurmark ÍR í úrslitaleiknum gegn Haukum árið 1946. Í kvöld hefst úrslitaviðureign sömu félaga um Íslandsmeistaratitilinn. NOWITZKI Dirk Nowitzki fangar undir lok leiksins gegn Detroit Pistons. Kappinn skoraði 31 stig í leiknum. Úrslitakeppni NBA: Dallas og Detroit áfram FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Skoppaði tvisvar og lenti í markinu 2 fyrir1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.