Fréttablaðið - 06.05.2003, Page 21

Fréttablaðið - 06.05.2003, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2003 ■ KVIKMYNDIR 21 HANS KRISTJÁN ÁRNASON HAGFRÆÐINGUR Hann verður fundarstjóri á málþingi um stöðu lýðræðis á Íslandi, sem haldið verður á Hótel Borg klukk- an 16.30 í dag. Hin sígilda bíómynd King Konger orðin sjötug. Af því tilefni verður hún sýnd í kvöld á vegum félagasamtakanna Bíó Reykja- vík, sem staðið hafa fyrir ýmsum kvikmyndaveislum síðastliðinn vetur. Þar má nefna nýafstaðna hrollvekjuhátíð og Stanley Kubrick-maraþonið, að ógleymd- um opnu stuttmyndakvöldunum fyrsta þriðjudag í hverjum mán- uði þar sem hver sem er getur mætt með stuttmyndir sínar og fengið viðbrögð áhorfenda í beinu framhaldi af sýningu. „Við höfum fengið svona fimm til átta myndir á hverju kvöldi,“ segir Jakob Halldórsson, einn fé- laganna í Bíó Reykjavík. Opið bíó er einmitt í kvöld og hefst það fyrr en venjulega til þess að hægt verði að sýna King Kong á undan. Sem kunnugt er ætla Pet- er Jackson og félagar hans frá gerð Lord of the Rings-mynd- anna að endurgera King Kong. Um næstu helgi stendur Bíó Reykjavík svo fyrir „Sci-Fi“-há- tíð, þar sem King Kong verður væntanlega einnig sýnd aftur ásamt fleiri sérvöldum kvik- myndum úr vísindageiranum. Jakob segist reikna með því að í kvöld verði eitthvað sýnt af animation-myndum. „Þær hafa verið gríðarlega vinsælar hér og greinilega verið mikil bylgja í gerð slíkra mynda. Það var al- veg troðið á Anima Reykjavík hátíðinni hjá okkur um daginn og menn vilja bara fá að sjá meira.“ ■ KING KONG Þessi sjötuga en sígilda mynd verður sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10a klukkan sjö í kvöld. Sjötugur apakóngurer nokkuð klárt hvernig leikregl- urnar eru. En þær eru það alls ekki þegar að lýðræðinu kemur.“ Málþingið er haldið á vegum Áhugahóps um lýðræði á Íslandi, sem stofnaður var nýverið. „Þetta er eins konar nýtt afl, fólk sem hefur hist hér og þar og á þetta sameiginlegt að vilja efla lýðræð- ið hér á landi. Þetta er ekkert voðalega stór hópur, en nógu stór til að halda fund af þessu tagi.“ Fundurinn hefst með fram- söguerindi Ragnars Aðalsteins- sonar lögmanns, en síðan fjallar Einar Árnason erfðafræðingur um gagnagrunnsmálið, Ólöf Guð- ný Valdimarsdóttir arkitekt um náttúruvernd, Knútur Bruun lög- maður um þjóðlendumálin, Þórólfur Matthíasson hagfræð- ingur um fiskveiðistjórnarkerfið og Stefán Pálsson um utanríkis- stefnu og stríð. Loks fjallar Illugi Jökulsson rithöfundur um fjöl- miðla. „Sem dæmi má nefna að hér á landi hafa stjórnmálaflokkar að- eins tvær leiðir til að kynna mál sín í fjölmiðlum fyrir kosningar. Önnur leiðin er sú að stjórnmála- flokkarnir kaupi auglýsingu, og þá geta þeir ráðið framsetning- unni sjálfir. Hin leiðin er sú að fjölmiðlafólkið velur sjálft við hverja það vill tala og um hvað er talað. Flokkarnir fá sjálfir engu um það ráðið.“ gudsteinn@frettabladid.is 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 TOPP 20 Á X977 - VIKA 18 Radiohead THERE THERE The White stripes SEVEN NATION ARMY Botnleðja ÉG ER FRJÁLS Marilyn Manson MOBSCENE Guano Apes YOU CAN’T STOP ME Zwan LYRIC Beastie Boys IN A WORLD GONE MAD Ozzy Osbourne MAMA I’M COMING HOME Staind PRICE TO PAY Transplants DJ DJ Zack de la Rocha MARCH OF DEATH Dáðadrengir ALLAR STELPUR ÚR AÐ OFAN Queens of the Stone Age GO WITH THE FLOW Dandy Warhols WE USED TO BE FRIENDS Linkin Park SOMEWHERE I BELONG Placebo THE BITTER END Maus LIFE IN A FISHBOWL Hot Hot Heat BANDAGES Hell Is for Heroes YOU DROVE ME TO IT (Hed)pe BLACKOUT Vinsælustulögin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.