Fréttablaðið - 06.05.2003, Síða 29

Fréttablaðið - 06.05.2003, Síða 29
29ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2003 43. ÁRA „Venjulega geri ég mér ekki dagamun á afmælisdaginn,“ segir Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri á Húsavík, sem er 43 ára í dag. „Það er gert óvenju vel við mig á heimilinu, sem er þó vel gert alla aðra daga.“ Hann segist ekki halda upp á nema stærri áfangana á afmælisdaginn. „Í dag ætla ég bara eins og aðra daga að reyna að standa mig vel í vinnunni.“ Reinhard á von á fulltrúum við- skiptabanka Húsavíkurkaupstað- ar í heimsókn. „Við ætlum að fara saman yfir stöðuna. Annars verð- ur þetta bara venjulegur vinnu- dagur.“ Á heimilinu er skiptinemi, stúlka frá Austurríki. Reinhard er sjálfur af þýsku bergi brotinn, hálfur Þjóðverji, og því kærkomið að halda við þýskunni. „Hún held- ur mér ágætlega gangandi í þýsk- unni. Hins vegar höfum við og hún náð þeim ágæta árangri að hún er altalandi á íslensku og stundar hér nám af krafti við framhaldskólann.“ Reinhard hefur verið starfandi í sveitarstjórnum frá árinu 1987. Hann byrjaði sem sveitarstjóri í Reykhólasveit í Barðastrandar- sýslu, en þaðan er hann upprunn- inn. Leiðin lá síðan til Þórshafnar. Hann kom svo til Húsavíkur fyrir fimm árum. „Við kunnum vel við okkur á Húsavík. Það gildir reyndar um alla staði sem við höf- um verið á. Bæði hvað varðar vinnu og líf fjölskyldunnar.“ Kosningar á Íslandi eru að vori og fjórða hvern afmælisdag stend- ur Reinhard frammi fyrir því að breytingar geti orðið á högum hans. Fyrir ári var hann í þeirri stöðu. „Kjörtímabilið núna er fyrs- ta kjörtímabilið þar sem ég er for- ystumaður í sveitastjórn sem kjör- inn fulltrúi.“ Það er rólegra yfir þessum afmælisdegi, en þeim fyr- ir ári. „Það var meiri spenna í loft- inu fyrir mig og mína á afmælis- deginum fyrir ári.“ ■ VEITINGAREKSTUR „Frá því við byrj- uðum með rekstur hótelsins höf- um við haldið þeim vana að bjóða öllum í sveitinni í sumarkaffi áður en við opnum á vorin og það hefur mælst vel fyrir. Það mæta nánast allir sem vettlingi geta valdið, núna komu um 70 manns í kaffið og það er nánast íbúafjöldinn hér á svæðinu,“ sögðu þær Steinunn Hjartardóttir og Soffía Haralds- dóttir, hótelstýrur hjá Hótel Flóka- lundi í Vatnsfirði á Barðaströnd. Þetta er fjórða sumarið sem þær stöllur reka sumarhótelið og hafa þær haldið þessum einstaka vana frá upphafi. Hótelið mun opna um miðjan maí fyrir gesti og gangandi og segjast þær ekki kvíða sumrinu enda Flókalundur einn vinsælasti áfangastaður ferðalanga á Vestfjörðum. Undanfarna vetur hefur verið unnið að endurbótum á húsakynn- um auk þess sem öll aðstaða fyrir þá sem kjósa að dvelja á tjald- stæðinu þeirra hefur gjörbreyst. Komið hefur verið upp öflugri hreinlætisaðstöðu þar sem fólk getur þvegið af sér, farið í sturtu og þess háttar. „Það hefur verið stöðug og jöfn aukning hjá okkur frá því að við byrjuðum, bæði í hópum útlend- inga og íslenskra ferðamanna, og þær pantanir sem komnar eru fyrir sumarið benda til þess að enn verði aukning. Það sem meira er um vert er að frá því að við byrjuðum hefur veðrið batnað jafnt og þétt á milli sumra og ef þetta sumar verður betra en verið hefur getur fólk óhikað komið hingað í sólarstrandarferðir. Sól- skinið og lognið undanfarin ár hefur verið með hreinum ólíkind- um og við trúum á enn frekari aukningu í því eins og öðru hér,“ segja þær. ■ Allri sveitinni boðið í kaffi Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík fer fram hjá sýslu- manninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, rétt sunnan Miklatorgs. Opið er alla daga milli 10 og 22. Á kjördag sjálfan, 10. maí, er opið kl. 10 til 18. Sýslumannsembætti Kópavogs og Hafnarfjarðar lengja opn- unartíma sína frá og með laugardeginum 3. maí, en þá er opið frá 10 til 12. Frá 5.-9. maí verður opið frá kl. 9 til 19. Opið er á kjördag frá 10 til 12. Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna fást á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Lækjargötu 2a og í síma 590 3508. Fyrirspurnir má senda á netfangið: harpa@samfylking.is. Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna má finna á kosningavef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, www.kosning2003.is, og á heimasíðu Samfylkingarinnar, www.xs.is. Ert þú á leið til útlanda? Kjósum snemma! Afmæli REINHARD REYNISSON ■ lendir í því fjórða hvern afmælisdag að óvissa er um framtíðina. Fjölskyldan gerir vel við hann alla jafna, en bætir um betur á afmælisdaginn. í Foldaskóla, þriðjudaginn 6. maí kl. 20:00 Við fundum með þér! Við boðum til fundar með íbúum í Grafarvogi og Grafarholti. Komdu og ræddu þín mál við okkur. Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík Fjölskyldan í fyrirrúmi Veitingarekstur SUMARHÓTEL ■ Hótelstýrurnar í Flókalundi byrja sumarið á því að bjóða öllum í sveitinni í kaffi. Vatnsfjörðurinn er einkar fallegur og sívinsæll áfangastaður ferðamanna. HÓTELSTÝRUR Steinunn Hjartardóttir og Soffía Haraldsdóttir, hótelstýrur hjá Hótel Flókalundi, ætla að opna um miðjan maí. Þær trúa á aukið sólskin í sumar. M YN D /G U S ■ Andlát ■ Jarðarfarir Magnús Jónsson, Snorrabraut 56, Reykjavík, lést 2. maí. Haukur Clausen, tannlæknir, lést 1. maí. 14.00 Sigurborg Ingimundardóttir, Brekku, Aðaldal, verður jarðsung- in frá Grenjaðarstaðakirkju. Óvissa fjórða hvern afmælisdag REINHARD REYNISSON Dagurinn fer í að reyna að standa sig sem bæjarstjóri á Húsavík.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.