Fréttablaðið - 06.05.2003, Page 31
31ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2003
■ Leiðrétting
Verkið Franskar kartöflur ogpekingönd – Frelsis kartöflur
og lýðræðisönd eftir Snæbjörn
Brynjarsson hlaut fyrstu verð-
laun í örleikritasamkeppni fyrir
framhaldskólanema sem Fræðslu-
deild Þjóðleikhússins og leiklist-
ardeild LHÍ stóðu sameiginlega
að í vetur. Verðlaunin voru afhent
á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins
á laugardaginn og verkin sem
höfnuðu í þremur efstu sætunum
voru leiklesin við það tækifæri.
Tveir stólar eftir Helgu Björgu
Gylfadóttur varð í öðru sæti en
verkið er skrifað fyrir tvo leikara
og tvo barstóla og í verkinu er
snúið skemmtilega upp á hug-
myndina um tvo stóla með því að
gera þá að búrum sem
persónurnar eru fastar í.
Verkið Jón finnur jafnvægi eft-
ir Jónu Hildi Sigurðardóttur lenti
í þriðja sæti.
Alls bárust 25 verk í sam-
keppnina og í áliti dómnefndar
sem skipuð var Ragnheiði Skúla-
dóttur, deildarforseta leiklistar-
deildar LHÍ, Vigdísi Jakobsdóttur,
deildarstjóra fræðsludeildar
Þjóðleikhússins, og Magnúsi Þór
Þorbergssyni, dramatúrg leiklist-
ardeildar LHÍ, kom meðal annars
fram að bæði fjöldi og gæði verk-
anna hafi komið skemmtilega á
óvart og því hafi reynst hægara
sagt en gert að velja verðlauna-
verkin þrjú. ■
NÝTUR SÍN
Nesstofa á Seltjarnarnesi nýtur sín betur
eftir að hreinsað var til í kringum þessi
merku hús. Útihús hafa verið rifin sem
voru til lítillar prýði. Í sumar á svo að gera
gangskör að fegrun svæðisins í kringum
Nesstofu. Húsið er ein af merkustu bygg-
ingum þjóðarinnar. Þar er nú til húsa
lækningaminjasafn.
SUNDIÐ HEILLAR
Árbæjarlaugin var opin 1. maí. Upp úr
pottunum flæddi vegna aðsóknar.
Kaldar sturtur
SUNDLAUGAR Árbæjarsundlaugin
var með opið á frídegi verka-
lýðsins 1. maí og kunnu margir
vel að meta framtakið. Þyrptust
sundlaugargestir á staðinn og um
tíma voru pottar svo þéttsetnir að
upp úr flæddi. Komust færri ofan
í en vildu. Álagið var þvílíkt að
heita vatnið í sturtunum gaf sig
og þurftu gestir að skola af sér
sápu í hálfköldu vatni og kunnu
margir því illa. Skýringin á heita-
vatnsskortinum var sú að Árbæj-
arlaugin notar ekki hitaveituvatn
í sturtur sínar heldur venjulegt
drykkjarvatn sem hitað er upp
með rafmagni. Stóðst hitakerfið
ekki álagið og því fór sem fór.
Vatnið í sturtunum mun vera
upphitað til að hlífa vatns-
leiðslum sem þola verr kísil og
hitaveituvatn en annað og venju-
legra. ■
EGILL HELGASON
Reynir að skýra og skilgreina kosningarnar
í Silfri sínu sem sent verður út á miðviku-
daginn í næstu viku.
Egill með
kosninga-
sjónvarp
SJÓNVARP Silfur Egils á Skjá einum
verður flutt frá sunnudegi og yfir
á miðvikudag í vikunni í tilefni
kosninganna. Egill Helgason
verður þá með langan kosninga-
þátt þar sem tugir viðmælenda
koma við sögu; stjórnmálamenn
jafnt sem kjósendur. Verður þar
spurt og spáð í úrslit kosninganna,
tilganginn með þeim, væntanleg-
ar breytingar og um væntingar
þjóðarinnar á þessum tímamót-
um. Egill lofar snörpu og
skemmtilegu kosningasjónvarpi á
öðrum nótum en fólk á að venjast
hjá hinum sjónvarpsstöðvunum. ■
Að gefnu tilefni skal tekið fram
að Stalín er ekki hér.
Frelsis kartöflur
og lýðræðisönd
Leikrit
■ Þrjú örleikrit eftir framhaldsskólanema
hlutu verðlaun í samkeppni sem haldin
var á vegum Fræðsludeildar Þjóðleik-
hússins og leiklistardeildar LHÍ. Það kom
dómnefnd á óvart hversu margir tóku
þátt og ekki síður hversu góð verkin voru
VERÐLAUNAAFHENDINGIN
Að afhendingu lokinni leiklásu nemendur á öðru ári við leiklistardeild LHÍ verðlaunaverkin
og sætir það tíðindum að þau voru nú í fyrsta sinn að leika verk eftir sér yngri höfunda.