Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 20
20 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR Það hefur valdið miklum von-brigðum að verða vitni að því hve hatramma afstöðu Sjálfstæðis- flokkurinn og F r a m s ó k n a r - flokkurinn hafa tekið til varnar núverandi kvóta- kerfi. Þeir eru forhertari en nokkru sinni fyrr í sinni afstöðu með kvótaeig- endum þessa lands. Þeir hlusta ekki á fólkið í landinu og ætla ekki að breyta neinu. Haldi þeir völdum nú er það aðeins spurning um tíma hvenær hið svokallaða kvótaþak verður hækkað í 20 pró- sent af heildaraflaheimildum þjóð- arinnar. Sjávarbyggðirnar munu flestar halda áfram að veikjast. Fá- mennur hópur valdafíkla úr við- skiptalífinu mun deila og drottna yfir landinu í krafti yfirráða sinna yfir helstu náttúruauðlind þjóðar- innar, sem er fiskurinn í sjónum. Frjálslyndi flokkurinn vill stöðva þessa þróun. Haldið í arfavitlausa fiskveiðistjórn Fiskistofnar í hafinu um- hverfis Ísland tilheyra íslensku þjóðinni. Sjávarbyggðir lands- ins eiga allar að hafa rétt til að nýta þessa helstu náttúruauð- lind þeirra. Þær byggðust upp á þessari auðlind. Á henni munu þær lifa um ókomna framtíð. Veiking sjávarbyggðanna leiðir síðan til hruns í landbúnaðar- héruðunum, sem sækja mikið af sinni þjónustu til útvegsbæj- anna allt umhverfis landið. Okk- ur ber að halda landinu okkar í byggð. Bæði okkar vegna og fyrir afkomendur okkar. Mikil þversögn felst í því að á sama tíma og samgöngur og farartæki eru alltaf að verða betri og bylt- ing er að verða í fjarskiptatækni – að einmitt þá skulum við hafa við völd öfl sem leynt og ljóst vinna að því að drepa niður byggð í landinu með því að ríg- halda í arfavitlausa fiskveiði- stjórnun sem engu hefur skilað af upphaflegum markmiðum. Þetta er gert til að vernda hags- muni örfárra kvótaeigenda. Tilveruréttur á landsbyggðinni Landsbyggðin á fullan til- verurétt og hennar er framtíðin. Þar eru fjölmargir staðir sem ættu að vera eftirsóknarverðir til búsetu. En til að fólk geti búið úti á landi, þá verður að tryggja því afkomu. Þetta viljum við í Frjálslynda flokknum gera með því að færa sjávarbyggðunum aftur nýtingarréttinn á fiskimið- unum. Það er best gert með því að færa strandveiðiflotann úr kvótakerfi yfir í sóknardaga- kerfi. Þá leitast menn við að gera út frá stöðum sem liggja stutt frá gjöfulum miðum. Við viljum koma á kerfi þar sem fólk á allan þann fisk sem það fær úr sjó heilan og óskiptan, þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af því að eiga ekki kvóta eða þurfa að leigja hann okurverði af ein- hverjum furstum sem fengu hann ókeypis hjá ríkinu. Við ætl- um að útrýma brottkasti og kvótasvindli og taka upp mark- vissa fiskveiðistjórnun. Við ætl- um að endurreisa strandveiði- flotann, því að þessi hluti flotans skapar gríðarleg margfeldis- áhrif í heimabyggð gegnum ýmsa þjónustu. Kosið um framtíð byggðanna Á laugardag fara fram örlaga- ríkustu alþingiskosningar á Íslandi um margra ára skeið. Það verður kosið um framtíð byggðanna. Við í Frjálslynda flokknum teljum okk- ur hafa mikið vit á atvinnu- og byggðamálum. Við biðjum um traust ykkar á kjördag. Ekki hlusta á hræðsluáróður kvótaflokkanna. Kynnið ykkur málefni okkar á vef- setrinu www.xf.is áður en þið ger- ið upp hug ykkar. Gleðilegar kosn- ingar. ■ Baráttan fyrir byggðirnar Kosningar maí 2003 MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON ■ varaformaður Frjálslynda flokksins og oddviti hans í Suð- urkjördæmi skrifar um byggðarmál. „Fiskistofnar í hafinu um- hverfis Ísland tilheyra ís- lensku þjóð- inni. Sjávar- byggðir landsins eiga allar að hafa rétt til að nýta þessa helstu náttúruauð- lind þeirra. Innan örfárra daga verður kosiðtil Alþingis. Eitt af þeim málum sem við þurfum að hugleiða og taka afstöðu til er umhverfisstefna flokkanna. Í umræðunni um um- hverfismál hafa sum orð verið áber- andi, eins og sjálfbær þróun, lífræn ræktun og vistvænt umhverfi. Stefna í umhverfismálum, sem ekki er auðskilin, er gagnlaus stefna. Umhverfismálin, auðlindir lands- ins, eru mér hugleikin og aðhyllist ég sjálfbæra verndar- og nýtingar- stefnu, sem tekur tillit til allra þátta í samspili lífríkis og náttúru lands- ins. Það gerir auðlindastefna Sam- fylkingarinnar sem er hagnýt stef- na og réttlát. Stefna Samfylkingar- innar í umhverfismálum er ekki fyrirferðarmikil eða orðmörg en segir samt allt sem segja þarf. Með öðrum orðum; stefna Samfylkingar- innar í umhverfismálum er gagnleg stefna. Lífræn ræktun endurgjöf til náttúrunnar Ég ætla að staldra við grasrót- ina, sogæðakerfi náttúrunnar. Orðið vistvænt merkir það að við nálgumst umhverfi okkar á þann hátt að við drögum úr þeim þátt- um sem mengar og spillir lífríki og náttúru. Þegar talað er um vist- vænan landbúnað og ræktun er átt við það að stillt sé í hóf og dregið úr allri eiturefnanotkun, notkun á tilbúnum áburði, erfðafræðikukli, hormónagjöf o.s.frv. Aftur á móti byggist lífræn ræktun alfarið á lífrænum þáttum bæði hvað varð- ar áburðargjöf og vörnum gegn sjúkdómum og meindýrum. Líf- ræn ræktun er hringrás, endur- gjöf til náttúrunnar á því sem hann hefur tekið frá henni. Sjálfbær þróun Umhverfisstefna Samfylkingar- innar tekur mið af sjálfbærri þróun. Með sjálfbærri þróun er átt við auð- lindanýtingu, sem fullnægir sam- tímaþörf okkar, án þess að minnka eða skerða nýtingarmöguleika kom- andi kynslóða. Þetta felst í um- hverfisstefnu Samfylkingarinnar. Slík umhverfisstefna gerir okkur kleift að vinna í sátt við lífríki og náttúru að vistvænni nýsköpun í at- vinnulífinu. Gróðurlendið okkar blæs upp og moldasárin stækka óðum. Landbún- aðarráðherra Framsóknarflokksins leigir frekar ríkisjarðir undir hesta- beit heldur en að leigja jarðir til líf- rænnar starfsemi, til orlofsdvalar fyrir fatlað fólk, til starfsemi sem gæfi sveitinni störf. Þetta er sann- leikskorn úr kjördæmi ráðherrans. Í góðri bók stendur „þá var land viði vaxið“. Á meðan Framsóknarflokk- urinn er við völd verður landið seint aftur viði vaxið. ■ Samskipti manns og náttúru VG hefur í fjögur ár staðiðvaktina fyrir málefni fjöl- skyldunnar, fyrir réttlætið, fyrir velferðina, fyrir náttúruna, fyrir kvenfrelsi. Ég fagna því að vera hluti af þessum hópi sem, líkt og ég, gefst ekki upp þrátt fyrir mót- byr, heldur eflist og heldur áfram fullur bjartsýni og trú á framtíð- ina. X við U er krafan um breyt- ingar Nú hillir undir lokasprettinn. Það er ljóst að á laugardag leggja stjórnmálahreyfingar verk sín undir dóm almennings. Við þekkj- um öll málefni og verk stjórn- málahreyfinganna, vitum hvar þær standa á hinum pólitíska ás og getum út frá því metið hvar við merkjum við á kjördag. Það er löngu ljóst að það þarf að breyta um stefnu í stjórnun landsins. Til þess að tjá þá kröfu á sem skýrastan máta þarf að merkja við lista þess flokks sem fjærst stendur stefnu þeirrar ríkis- stjórnar sem nú situr. Það þarf að velja fólk sem hefur staðið vakt- ina í helstu hitamálunum undan- farin fjögur ár, með friði – án und- anbragða, með náttúrunni – án undanbragða, með kvenfrelsi – án undanbragða, og með réttlæti og velferð – án undanbragða. Án okkar verður ekki mynd- uð velferðarstjórn Atkvæði getur maður kastað á glæ. Atkvæði greitt flokki sem ekki stendur fyrir sannfæringu kjósenda sinna er kastað á glæ. Atkvæði sem ekki gefur skýr skilaboð um að breyta, það er at- kvæði sem kastað er á glæ. Ég er vön því í keppni að gefast aldrei upp, og það skalt þú ekki gera. Ég er vön því að halda ótrauð áfram að takmarkinu. Ég vil burt frá eig- inhagmunastefnu ríkisstjórnar- innar. Ég vil eignast bjarta fram- tíð fyrir okkur öll. Það er bara hægt að gera ef við veljum bjarta framtíð. Á kjördag kjósum við okkur framtíð. Á laugardag kjósum við um velferðarstjórn. Þú færð það sem þú kýst – og hjá okkur get- urðu gengið að traustri og skýrri stefnu sem snýst um réttlæti í sjálfbæru samfélagi. ■ Á laugardaginn kjósum við okkur framtíð Kosningar maí 2003 ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR ■ í 2. sæti á U-lista VG í Suðvesturkjör- dæmi skrifar um at- kvæði kjósenda. Kosningar maí 2003 VALDIMAR LEÓ FRIÐRIKSSON ■ í 6. sæti Samfylkingarinnar í Suðvestur- kjördæmi skrifar um umhverfismál.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.