Fréttablaðið - 16.05.2003, Side 8

Fréttablaðið - 16.05.2003, Side 8
8 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR ÍTALÍA, AP/BBC Fjörutíu árum eftir að hugmyndin kom upp fyrst hafa Ítalir loks hafist handa við að hefta ágang sjávar á eina fallegustu borg Ítalíu. Feneyjar eiga sér langa og við- burðaríka sögu. Þessi fallega borg sem kölluð hefur verið perla Adría- hafsins hefur á síðustu áratugum verulega látið á sjá, bæði vegna landsigs eyjanna sjálfra en líka vegna ágangs sjávarfalla. Hefur þetta orðið svo mikið vandamál að á flóði er erfitt að finna þurran blett á stóru svæði. Svo dæmi sé tekið flæðir að meðaltali eitt hundrað sinnum á ári yfir aðaltorg borgar- innar, Markúsartorgið. Í borg sem fær 80% tekna sinna vegna þjónustu við ferðamenn er þetta óásættanlegt og eftir tæplega 40 ára bollaleggingar um aðgerðir hefur Silvio Berlusconi forsætis- ráðherra loks sett af stað verkefni sem verkfræðingar vona að geti stöðvað ágang sjávar og gefið Fen- eyjum tímabundna von. Um er að ræða „Móses“-verk- efnið en það gengur út á að byggð- ar verða flóðavarnir í mynni Fen- eyja, þar sem flóinn mætir Adría- hafinu. Nokkur allstór hlið úr stáli verða fest við sjávarbotninn og í hvert sinn sem flæðir að yfir ákveðin hættumörk, eru hliðin reist með lofti og stöðva því flæðið. „Feneyjar eru stórkostlegar, perla Ítalíu,“ sagði Berlusconi í tilefni þess að verkefnið er hafið. „Nú hefjum við raunverulegar björgunaraðgerðir sem íbúarnir hafa beðið lengi eftir.“ Ekki hafa allir beðið lengi. Margir íbúar og náttúruverndar- sinnar óttast að aðgerðirnar breyti flóanum í mengaða tjörn þar sem engin sjávarföll hreinsa lengur næsta umhverfi borgar- innar. Aðrir gagnrýnendur kalla þetta peningasóun vegna þess að aðgerðirnar breyti engu um land- sigið á eyjunum sem muni fyrr eða síðar sökkva Perlu Ítalíu. ■ MÓTMÆLA MÓSES Ekki er sátt um aðgerðir til bjargar Feneyjum. Risaverkefni loks hafið á Ítalíu: Móses til bjargar Feneyjum KOSNINGAÚRSLITIN „Samfylkingin náði ekki að leggja áherslu á neitt eitt málefni,“ sagði innanbúðar- maður í Samfylkingunni við Fréttablaðið að afstöðnum kosn- ingunum. „En á móti kemur að hugsanlega náði flokkurinn að sýna ákveðna breidd í málflutn- ingi sínum.“ Þegar staða Samfylkingarinn- ar er metin, taka flestir undir að flokkurinn hafi unnið sigur í kosn- ingunum og náð að skapa sér sess sem stór jafnaðarmannaflokkur, hvort sem hann verður varan- legur eða ekki. Hins vegar fylgja yfirleitt í ummælum fólks ákveðnir fyrirvarar á sigrinum. Fyrirvararnir eru tveir. Samfylk- ingin náði ekki að fella ríkis- stjórnina og Samfylkingin náði ekki að koma Ingibjörgu Sólrúnu á þing. Að þessu leyti var Sam- fylkingin óheppin, því spennan í þessum efnum varði allt til loka- talningar atkvæða. Sú skoðun virðist vera nokkuð ríkjandi að sigur Samfylkingar- innar hefði getað orðið stærri. Margir furða sig á málefnaáhersl- unum. „Áherslan á jafnréttismál var óþörf,“ sagði einn. „Konur streymdu til Samfylkingarinnar og því engin ástæða til að leggja áherslu á þessi mál.“ „Ingibjörg Sólrún hefði átt að vaða beint í hörðu málin,“ sagði annar, „og sýna kjósendum að þar væri hún fyllilega jafnvíg körlunum.“ Einn viðmælandi blaðsins sagði áhersluna á Ingibjörgu Sól- rúnu hafa farið fyrir brjóstið á sumum gömlum og rótgrónum frambjóðendum. „Það er þarna fólk sem hefur mikið persónulegt fylgi,“ sagði hann. „Því fannst fram hjá sér gengið.“ Aðrir tala hins vegar um að áherslan á Ingi- björgu hefði mátt vera markviss- ari. Staða Samfylkingarinnar á komandi kjörtímabili er nokkuð óljós. Þingflokkurinn er stór og öflugur en það hljóta að verða von- brigði að sitja ekki í stjórn. „Það verður erfitt fyrir Samfylkinguna að vera önnur fjögur ár í stjórnar- andstöðu,“ sagði einn viðmælandi. Í stjórnarandstöðu er erfiðara fyr- ir stjórnmálaflokk að tileinka sér meiri aga og ábyrgð í málflutningi, auk þess sem seta í stjórnarand- stöðu til langs tíma er einfaldlega þreytandi. Annar viðmælandi inn- an Samfylkingarinnar kvaðst ósáttur við það að forysta flokks- ins hefði ekki gengið frá stjórnar- myndun strax í aðdraganda kosn- inganna. „Jón Baldvin hefði fyrir löngu verið farinn með koníaks- flösku í heimsókn til einhvers hinna og gengið frá málinu.“ gs@frettabladid.is INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Skiptar skoðanir eru um það innan Samfylkingarinnar hvort áherslan á hennar persónu hafi fyllilega heppnast. FYLGI SAMFYLKINGARINNAR EFTIR KJÖRDÆMUM 1999 2003 Reykjavík norður 29% 36,3% Reykjavík suður 29% 33,3% Suðvesturkjördæmi 28,1% 32,8% Norðvesturkjördæmi 25,1% 23,2% Norðausturkjördæmi 18,2% 23,4% Suðurkjördæmi 28,5% 29,7% Stórsigur, en þó ekki Kosningabarátta Samfylkingarinnar þykir hafa verið ómarkviss. Eftir stendur þó að Íslendingar hafa eignast stóran jafnaðarmannaflokk sem er til alls vís. DAGOBERTO RODRIGUEZ Kúbverski embættismaðurinn Rodriguez talar við bandaríska fjölmiðla. Kúba og Bandaríkin: Samskiptin versna MILLIRÍKJADEILA Ástandið versnar enn á milli stjórnvalda í Washington og á Kúbu eftir að Bush ákvað að bæta sjö Kúbverjum, sem starfa í Washington, við hina sjö starfs- menn Sameinuðu þjóðanna sem þegar höfðu verið reknir úr landi. Þetta er mesti fjöldi Kúbverja sem bandarísk stjórnvöld hafa sent úr landi á einu bretti. Utanríkisráð- herra Kúbu sagði að nú ætti eftir að ákveða viðbrögð við þessu „upp- hlaupi“ Bandaríkjamanna. ■ Laxveiðitímabilið: Bjartsýni ríkjandi LAXVEIÐI Laxveiðimenn líta björtum augum á sumarið framundan. „Þeg- ar vorar vel hjálpar það ánum og laxinum. Það er talin ávísun á að laxinn gangi snemma og að veiðin byrji vel,“ segir Bergur Þ. Stein- grímsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur. Seg- ir hann mikinn hug í stangveiði- mönnum, en laxveiðitímabilið byrj- ar 1. júní þegar Norðurá í Borgar- firði verður opnuð. Menn hafa þó nokkrar áhyggjur af snjóleysi. „Hættan er að árnar verði vatns- lausar þegar líða fer á sumar,“ seg- ir Bergur. „Veiði fór vaxandi á síðasta ári og í þeirri sveiflu má búast við því að hún verði ekki lakari í ár,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur á Veiðimála- stofnun. ■ SKOTTULÆKNINGAR Þeir sem fyrir slíkum falsloforðum standa hljóta því að bera nokkra siðferðilega ábyrgð gagnvart fólki í neyð vegna alvarlegra sjúkdóma. Landlæknir í bréfi til forsvarsmanna sértrúarsöfnuða. DV, 14. maí. SKOTTUGUÐFRÆÐI Þessar yfirlýsingar landlæknis um það að Guð lækni ekki menn eru bara fáránlegar. Gunnar Þorsteinsson kenndur við Krossinn. DV, 14. maí. NÝTT SJÓNARHORN Og ef þú, lesandi góður, ert á leið- inni í leikhúsið á næstunni, þá mundu að það er fólk hér í þessu ágæta landi sem er rangeygt og bíður eftir því að komast í aðgerð. Daníel Þorkell Magnússon, kennari með tennisolnboga og framstæðar tenn- ur. Fréttablaðið, 12. maí. Orðrétt Thymematernity Verslun fyrir barnshafandi konur Hlíðasmára 17, s. 575-4500 Sendum í póstkröfu um allt land. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Full búð af nýjum sumarvörum ...gallabuxur...quartbuxur....sundföt....kjólar......bolir.... ...og bumbukremið !!! Kynnum nýja undirfatalínu...seamless 30% afsláttur af völdum vörum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.