Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2003, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 16.05.2003, Qupperneq 11
Það er til heilla þegar þjóðumtekst að fóstra góða foringja í stjórnmálum. Með allri virðingu fyrir jöfnuði er það oftast svo að þegar hópur stendur frammi fyrir óunnu verki fer best á því að einn úr hópnum taki að sér forystuhlutverk- ið. Ekki til að knýja fram sinn vilja eða feta þá leið sem hann telur besta heldur til að lesa í væntingar hóps- ins og byggja upp sátt um hvaða leið er valin. Stundum byggja þjóðir upp sterka foringja sem duga árum sam- an. Algengast er að þjóðir skipti reglulega um foringja. Þeim sem áður hentaði til ákveðinna verka er skipt út fyrir annan sem þykir henta betur til næstu verka. Eftir kosningarnar er staðan sú að nánast allir stjórnmálaforingjar okkar eru hálf lasnir. Flestir urðu fyrir skráveifum í kosningabarátt- unni og uppgjöri hennar; kosningun- um. Enginn óx í kosningunum. Það er helst Halldór Ásgrímsson sem stækkaði þótt flokkurinn hans hafi minnkað. Það leit svo illa út um tíma að það að komast í gegnum kosningarnar er nokkurs konar sig- ur. En þrátt fyrir að kosningarnar hafi fest lykilhlutverk Framsóknar- flokksins í íslenskum stjórnmálum í sessi er ólíklegt að Halldóri takist að vinna úr stöðunni. Til þess skortir hann vilja til að stofna til ríkis- stjórnar með öðrum en sjálfstæðis- mönnum. Hann virðist sem fyrr vera í hlutverki Hjalta Úrsus; mannsins sem var alltaf númer tvö. Kosningarnar voru mesta áfall sem Davíð Oddsson hefur orðið fyr- ir á stjórnmálaferli sínum. Flokkur- inn hans er nú næstum jafn lítill og eftir stórt tap í kosningum 1978. Það tap kom í kjölfar mikilla erfiðleika í efnahags- og atvinnumálum. Í dag er flest í góðu lagi. Tapið núna er því innanhússvandi sjálfstæðismanna og þar sem flokkurinn tapar mestu í kjördæmi formannsins er ekki hægt annað en eigna Davíð sjálfum stærs- ta hlutann af tapinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði allt undir í þessari kosninga- baráttu. Samfylkingarfólk hafði beðið þess að hún mætti til leiks. En þar sem hún getur aðeins einu sinni leikið þann leik varð uppskeran að verða ríkuleg. Enda voru vænting- arnar miklar: Samfylkinguna upp að Sjálfstæðisflokki, fall ríkisstjórnar- innar, Ingibjörgu sem forsætisráð- herra. Þrátt fyrir góða kosningu gekk þetta ekki eftir. Eina markmið- ið sem náðist var að nú geta sjálf- stæðismenn ekki talað eins og þeir einir endurspegli sjónarmið stórs hóps landsmanna. En áhrifin af þessu munu framkallast hægt og bítandi. Eftir stendur Ingibjörg án þingsætis, án embættis borgarstjór- ans í Reykjavík og án formlegrar stöðu sem forystumaður Samfylk- ingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon er lask- aður eftir kosningarnar. Þrátt fyrir vísbendingar á kjörtímabilinu reyndist flokkur Vinstri grænna vera smáflokkur sem vegna einarðr- ar stefnu í flestum málum höfðar að- eins til lítils hluta þjóðarinnar. Styrkurinn er ekki nægur til að knýja á um afgerandi stefnubreyt- ingar í ríkisstjórn ef flokkurinn kæmist í þá stöðu. Vegna stefnu sinnar og styrks eru Vinstri grænir dæmdir til stjórnarandstöðu. Guðjón A. Kristjánsson má vel við una eftir kosningarnar. Honum tókst að búa til stærri þingflokk kringum andúð á kvótakerfinu en Kvennalistanum tókst á sínum tíma að safna saman um kvenfrelsissjón- armið. Hins vegar er flokkur Guð- jóns of smár til að ná fram miklum breytingum. Án efa hefði flokkurinn orðið stærri ef Guðjóni hefði tekist að gera hann að heildstæðan með stefnu í öllum málum. Það verk bíð- ur Guðjóns – eða komandi forystu- manna flokksins. Þannig er nú landslagið; dálítið mishæðótt en engir tindar. Það eitt er náttúrlega breyting frá síðustu árum. Kannski var þjóðin orðin leið á sterkum foringjum og vildi annars vegar veita þeim ráðningu og hins vegar ekki of mikið brautargengi. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um eftirmála kosninganna. 12 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Það er óneitanlega sérkenni-legt að horfa upp á Samfylk- inguna hella sér út í ótímabæran formannsslag nokkrum dögum eftir kosningar, þar sem flokkur- inn vann ágætan kosningasigur. Það er enn sérkennilegra í ljósi þess að flokkurinn stendur nú á hliðarlínunni í stjórnarmyndun- arviðræðunum og vill vera lík- legur ríkisstjórnarflokkur og val- kostur til samstarfs. Svo virðist sem forystumenn flokksins hafi ekki verið búnir að koma sér upp neinni áætlun um hvað skuli gera ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kæm- ist ekki inn á þing, svo ótrúlegt sem það nú er. Það er einfaldlega veikt, jafnt inn á við sem út á við, ef einn helsti foringi flokksins og sá sem hampað er í einhverri mestu foringjadýrkun sem sést hefur hjá jafnaðar- mönnum á Íslandi, heldur áfram að vera bónapartískur leiðtogi án nokkurrar formlegrar stöðu í flokknum. Á sama tíma sýnist hinn eigin- legi formaður einungis formleg- ur foringi, en ekki sá sem horft er til sem óskoraðs leiðtoga. Forystuparið Þessi staða vekur jafnframt upp þá spurningu hvort forystu- par Samfylkingarinnar sé í raun jafn snjallir taflmenn og menn hafa talið þau vera. Þau mis- reiknuðu gjörsamlega að eigin sögn pólitískar afleiðingar þess að Ingibjörg Sólrún settist í 5. sætið í Reykjavík norður. Í dag hælir Ingibjörg sér meira að segja af þessum mis- reikningi og segir að það hafi komið í ljós að þetta hafi aldrei verið nema varaþingmannssæti eins og hún hafi alltaf sagt. Hún er með öðrum orðum enn að gefa til kynna að viðbrögð Vg og Framsóknar hafi á sínum tíma verið móðursýkisleg, sem er afar sérkennilegt af foringja sem er að biðla til þessara sömu aðila um stjórnarsamvinnu. En næsti leikur forystupars- ins var að gera Ingibjörgu að for- sætisráðherrahefni og aðalfram- bjóðanda Samfylkingarinnar á landsvísu. Segja má að það hafi verið þvingaður leikur hjá Sam- fylkingunni sem gekk bærilega upp. En undrun sætir að nokkrum manni detti í hug að hægt sé að leggja nýjan foringja til hliðar eins og hverja aðra hilluvöru eft- ir að hafa vakið hann upp með jafn viðamikilli flugeldasýningu og gert var með Ingibjörgu Sól- rúnu. Það kemur því á óvart, að hin vandræðalega staða for- ingjaparsins eftir kosningarnar skuli koma Össuri og Ingibjörgu Sólrúnu á óvart, og að þau skuli ekki vera tilbúin með næstu leiki. Uppákoma af þessu tagi spillir fyrir Samfylkingunni, því al- mennt gildir að flokkur sem býr við áberandi heimilisvandamál er minna spennandi samstarfsað- ili en flokkur án slíkra vanda- mála. Það er því aðkallandi fyrir Samfylkinguna að leysa þetta mál með einhverjum hætti strax. Á áhorfendapöllum Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðast ganga vel ef marka má fréttir. Við öðru er varla að búast – ekki svona fyrstu vikuna eða svo í það minnsta. Í stefnumiðum og samskiptum þessara flokka eru margir snertifletir og ýmsar ójöfnur og óþægilegir núnings- fletir hafa slípast af í löngu sam- starfi. Yfirgnæfandi líkur eru því á að þessir flokkar nái saman. Það breytir ekki því að kosn- ingarnar um helgina hafa breytt miklu og það eru uppi miklar væntingar um breytingar, bæði í stjórnarflokkunum sjálfum og ekki síður úti í þjóðfélaginu. Stóra breytingin er að mörg rík- isstjórnarmynstur eru nú í spil- unum, ýmist tveggja flokka, tveggja og hálfs flokks eða þriggja flokka stjórnir. Steingrímur J. Sigfússon sagði hér í Fréttablaðinu í gær að stjórnarandstaðan væri í hlut- verki áhorfandans og hlyti að virða þær reglur að blanda sér ekki í stjórnarmyndunarviðræð- ur annara flokka. Hins vegar gildir um þetta rétt eins og íþróttakappleiki, að það getur skipt máli hvernig áhorfendur hegða sér. Það getur jafnvel skipt sköpum. Enda gefur Steingrímur Framsóknar- maddömmunni kurteisislega undir fótinn og gerir lítið úr hugsanlegum vandkvæðum við það að búa til önnur stjórnar- mynstur en það sem nú er uppi í hinum formlegu viðræðum. Þannig gerir hann sitt til að halda vakandi og á dagskrá val- kosti sem hugsanlega geti truflað yfirstandandi viðræður og haft áhrif á framvinduna. Ummæli formanns Vg eru því eðlileg og sjálfsögð í þessari stöðu og mun líklegri til að hafa áhrif á gang leiksins en vandræðaleg innan- hússátök og foringjaslagur á áhorfendapöllum Samfylkingar- innar. ■ Hugleiðing- ar öryrkja K.E. skrifar: Það er sárt að vera talinn aum-ingi í þjóðfélaginu eingöngu vegna þess að maður er öryrki. Ör- yrkjar lifa við eða undir fátækra- mörkum. Ég vildi óska þess að þeir, sem ekki viðurkenna að fátækt er stað- reynd, reyndu sjálfir að lifa á þeim bótum sem öryrkjar fá hvern mánuð. Ástæðan fyrir því að ég skrifa eru mínar eigin aðstæður. Ég hef um 85.000 kr. á mánuði og af því þarf ég að greiða af tveimur lánum, samtals 44.000 krónur. Hvern mánuð þarf ég að greiða 1.200 kr. lyfjakostnað og 6.000 krónur í tannviðgerðir sonar míns. Ef ég leigði lítið herbergi myndi það kostar 25.000 krónur. Eftir stæðu 8.800 krónur sem ég ætti til að kaupa fæði, klæði og aðrar nauðþurftir. Myndir þú, les- andi góður, eða þið sem teljið enga fátækt til á Íslandi, lifa á þessu? Ekki frekar en ég. Þegar ég skrifa þetta hef ég ekki borðað í fjóra daga, aðeins drukkið vatn og kaffi. Þá er nætur- staður minn ein hilla í iðnaðarhús- næði. Á sínum tíma leitaði ég til Helga Hjörvar, þáverandi for- manns félagsmálaráðs, en mætti einungis dónalegu viðmóti. Þá sendi ég Ingibjörgu Sólrúnu, þáverandi borgarstjóra, bréf sem aldrei var svarað og núverandi borgarstjóri segir þetta mál ekki koma sér við. Ég vona að þeir sem hafa með húsnæðismál að gera lesi þetta og fari að hugsa sinn gang. Ég hef borgað mína skatta og skyldur í 27 ár og tel mig hafa áunnið mér rétt á aðstoð í ljósi þess hvernig komið er fyrir mér. ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um uppákomur í Samfylkingunni og stjórnarmyndun. Furðulegur formannsslagur ■ Bréf til blaðsins Lasnir foringjar Ómar R. Valdimarsson ritstjóri pólitík.is Snyrtilega gert Mér fannst þetta ákaflega snyrtilega gert hjá honum. Þjóðin hefur lengi beðið eftir að hann gangi í hjónaband og það var stórkostlegt hjá honum að slaufa afmælis- deginum með þessum hætti. 25. maí næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því hann opinberaði trúlofun sína, þetta var heldur löng trúlofun. Brúðkaupið hefði mátt vera fyrr en honum tókst að gera þetta innan ágætra tíma- marka. ■ Elín María Björnsdóttir umsjónarmaður Brúðkaupsþáttarins Já Hefði viljað brúðkaup „Ég hefði viljað fá Ólaf Ragnar og Dorrit í Brúðkaupsþáttinn Já, ég stend enn og bíð. Mér finnst hann hefði mátt gefa okkur smá brúðkaup. Þetta er nú einu sinni aðalsbrúðkaup og ekki á hverju degi sem slíkt gerist hér á Íslandi. Mér finnst að fólk eigi ekki að vera trúlofað lengur en ár. Samkvæmt ís- lensku hefðinni á fólk að ganga í hjónaband innan árs frá því að trúlofun er gerð opinber, hann er fyrir löngu búinn að fara fram úr þeirri hefð. Mér finnst það gleðilegt og alveg kominn tími til þess að þau Dorrit og Ólafur giftust. ■ Sveik Ólafur Ragnar þjóðina um brúðkaup? Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Sami söngurinn „...einungis fjórir af 22 þing- mönnum íhaldsins eru konur. Þessi staðreynd veldur þó forystu Sjálfstæðisflokksins litlu hugarangri. Þar á bæ hefja menn ætíð sama sönginn um að flokkurinn hafi gert Auði Auðuns að ráðherra fyrir rúmum þremur áratugum og fyrir það megi konur prísa sig sælar.“ STEFÁN PÁLSSON Á VEFNUM MURINN.IS Framsóknarsigur „Sigurvegarar í kosningu eru þeir sem mynda stjórn, hvort sem fylgið jókst, dróst saman eða stóð í stað.“ HALLDÓR N. LÁRUSSON Á VEFNUM HRIFLA.IS Vönduð-Glæsileg Nýjar glæsilegar myndir inná heimasíðu okkar www.borgarhus.is Uppl. í síma 894-3555 ■ Það breytir ekki því að kosning- arnar um helg- ina hafa breytt miklu og það eru uppi miklar væntingar um breytingar, bæði í stjórnar- flokkunum sjálfum og ekki síður úti í þjóð- félaginu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff giftu sig á afmælisdag forsetans, þann 14. maí.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.