Fréttablaðið - 16.05.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 16.05.2003, Síða 20
22 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR TÁKN UM ENDURUPPBYGGINGU Þessar tvær kirkjubyggingar standa við Kurfürstendamm. Gamla kirkjan hrundi nánast til grunna eftir sprengjuárás Banda- ríkjamanna í seinni heimstyrjöldinni. Í stað þess að rífa hana var byggð önnur nýtísku- legri við hliðina. Er þetta táknrænt fyrir Berlín og þá enduruppbyggingu sem átt hefur sér stað í borginni. FERÐALÖG Berlín hefur skipað sér sæti með London, París og Róm sem ein mest heimsótta stórborgin í Evrópu. Í dag býðst Íslendingum að fljúga beint til borgarinnar í gegnum ferðaskrifstofuna Terra Nova Sol með þýska flugfélaginu Aero Lloyd. Berlín er vissulega stórborg og nær yfir 890 ferkílómetra svæði. Til samanburðar er hún níu sinnum stærri en París. Góðar samgöngur eru í Berlín og nokkuð auðvelt að átta sig á neðanjarðarlestarkerfinu. Hagstætt er að verða sér úti um al- menningssamgöngukort, „Welcome Card“ sem dugar ótakmarkað í öll samgöngutæki í 72 klukkustundir. Í Berlín úir og grúir af alls kyns veitingastöðum sem marga hverja er hægt að sækja hvenær sem er sólarhringsins. Gæta verður að því að ekki eru allir veitingastaðir með kreditkortaviðskipti. Verðlag í Berlín er nokkuð gott, hvort sem er á mat eða drykk. Þá er mjög gott að versla og finna má allar helstu tískufataverslanirnar á aðalversl- unargötunni Kurfürstendamm. Á þeirri götu er einnig hið gríðarstóra vöruhús KadeWe. Berlín er sérstök að því leyti að garðar, vötn og síki ná yfir 30% borgarinnar. Það er fátt yndislegra en að sigla um síkin í góðu veðri og skoða Berlín frá öðru sjónarhorni. Margir möguleikar eru í boði því siglingaleiðir ná yfir 180 kílómetra svæði. Nýbyggingar á einskismannslandi Eftir hrun Berlínarmúrsins 1989 hefur uppbygging verið jöfn og þétt í borginni. Árið 1991 varð Berlín að nýju höfuðborg Þýska- lands og átta árum síðar var lokið við að flytja alla stjórnsýslu lands- ins frá Bonn. Byggingarfram- kvæmdir hafa verið gríðarlegar í Berlín á undanförnum árum. Helstu ummerki þess má sjá á Pots- damer Platz þar sem nýtískulegar byggingar tróna hlið við hlið. Þetta torg, sem á fjórða áratugnum hafði orð á sér fyrir að vera mesta um- ferðartorg Evrópu, breyttist í ein- skismannslands eftir að Berlínar- múrinn var reistur. Lítið stendur eftir af múrnum sem áður skildi að íbúa Berlínar. Það sem eftir stendur prýðir nú graffitílist eftir unga listamenn, verk sem eiga það sameiginlegt að vera táknræn um aðskilnað austurs og vesturs. Tvennt af öllu Vegna fyrrum aðskilnaðar má finna tvennt af öllu í Berlín. Þar á meðal eru háskólar, óperuhús og dýragarðar. Annar þeirra, Zoolog- ischer Garten, er sá elsti í Þýska- landi og þriðji elsti í Evrópu. Berlín er mikil menningarborg og á degi hverjum er hægt að velja á milli fimmtánhundruð menning- arviðburða. Í borginni eru eitt- hundrað og sjötíu söfn og sýning- arsalir. Hægt er að kaupa sér að- gang inn á safn í eigu ríkisins fyr- ir sex evrur og gildir miðinn ótak- markað þann daginn í önnur söfn í eigu ríkisins. Hvort sem menn vilja fara til Berlínar til að upplifa þýska stemningu með samblandi af öli og súrkáli, versla, stunda næturlífið, sækja sýningar eða upplifa hina fjölbreyttu menningu og sögu borgarinnar er óhætt að fullyrða að Berlín veldur ekki vonbrigðum. kolbrun@frettabladid.is Berlín – borgin sem aldrei sefur Sífellt fleiri leggja leið sína til Berlínar. Ferðaskrifstofan Terra Nova Sol býður nú beint leiguflug til þessarar borgar sem iðar af lífi. FRÁ BERLÍN Stórhýsin við Potzdamer Platz voru byggð á árunum 1993 til 1998. Um tíma voru um 100 byggingarkranar notaðir við byggingarvinnu og var torgið eitt stærsta byggingarsvæði í Evrópu. Á Potzdamer Platz er stærsta spilavíti í Þýskalandi, 8.000 fermetrar að stærð. Í TALI OG TÓNUM Safnið „Story of Berlin“ leiðir fólk í gegnum sögu Berlínarborgar með gagnvirkum hætti. Safnið er við Kurfürstendamm, aðalverslunargötu Berlínar. Það er vel þess virði að heim- sækja safnið og ekki má láta hjá líða að fara niður í kjarnorkubyrgið í kjallaranum. Byrgið er í fullri starfsemi og getur hýst rúmlega 3.500 manns í 14 daga. Með hljóðupptökum er fólki gefinn kostur á að upplifa hvernig það er að lenda í miðri sprengjuárás. KURFÜRSTENDAMM Verslunargatan Kurfürstendamm iðar af lífi. Við hana eru helstu tískufataverslanirnar og hönnuðir. Veitingastaðir eru á hverju götuhorni og götulistamenn sýna listir sínar. Verslun- armiðstöðin KaDeWe er við enda götunnar. Eins má finna verslunarmiðstöðvar á Friedrichstrasse og Potsdamer Platz. Verðlagið á kvenfatnaði er þokkalegt og verð á barnafötum afar hagstætt. KOSS DAUÐANS Það stendur ekki mikið eftir af Berlínarmúrnum. Hann prýða nú graffitiverk sem gaman er að sjá. Í þessu verki sjást Brjésnév, fyrrum Sovét- leiðtogi og Honecker aðalritari austur þýska kommúnistaflokksins, kyssast. Verkið kallar listamaðurinn, Christian „Lake“ Wahle, Koss dauðans. Gifssteinar fyrir milliveggi og aðra breytingarvinnu. www.gifsverk.is Claire Lenet frá Ella Baché býður ykkur í ókeypis prufutíma í Sonocare hjóðbylgju- meðferð að eigin vali fyrir andlit eða lík- ama. Tímapantanir föstudag 16. maí. Ella Baché Sonocare hjóðbylgjumeðferð Snyrtistofan Jóna Sími 554 4414 Snyrtistofan Greifynjan Sími 587 9310

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.