Fréttablaðið - 16.05.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 16.05.2003, Síða 24
LISTIR Spennan fyrir útskriftarsýn- ingu Listaháskóla Íslands er árlega mjög mikil enda varla hægt að finna betri ávísun á frumlega skemmtun allt árið um kring. Hún gæti heldur ekki verið á betri tíma. Vor er í lofti og sköpunarorkan í há- marki. Ungir listamenn í blóma fá svo loks tækifærið sem þau hafa beðið eftir og viðurkennir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskól- ans, að nemendurnir komi honum alltaf á óvart. „Ég, sem tónlistamaður, læri mjög mikið af hugsunarhætti þessa fólks. Þetta er afar örvandi. Ég hitti líka fólk úr öðrum listgreinum sem fer á sýninguna. Fólki finnst sýn- ingin gefa sér ofboðslega mikið.“ Alls eiga 56 nemendur verk á sýningunni, 28 í hönnun og 28 í myndlist. Í ár er útskriftarsýningin haldin í fyrsta skipti í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. „Hún hefur hingað til verið í húsnæði skólans á Laugarnesi. Það hefur gefið færi á mjög frjálslegri framsetningu. Sýningin hefur því oft verið ótamin og allt að því leik- húsleg. Nú erum við í rými sem gerir öðruvísi kröfur og um meiri atvinnumennsku. Í þeim skorðum sem nemendum eru settar í ár felst bæði krafa um ögun og um leið tækifæri til þess að sýna sig með allt öðrum hætti. Þeir fá núna tæki- færi til þess að sýna sig á þeim víg- velli sem þeir eiga eftir að sýna á í framtíðinni. Þannig geta þeir líka mælt sig við það besta sem er í gangi í dag.“ Hjálmar segir að ferlið sé þannig að nemendur þurfi að láta vita vel fyrir jól hvað þeir hugsi sér að vinna sem lokaverk- efni. Auk þess að setja upp verk sín á sýningunni þurfa nemendur að skila BA-ritgerð sem á að vera eins konar leiðarvísir inn í hugarheim þeirra. Hann segir það algengt að lista- mennirnir velji sér miðil fyrir útskriftarsýninguna sem þeir svo haldi sig við í sínum störfum. „Þarna er auðvitað afar kraft- mikið fólk. Það er á þeim árum sem sköpunarkrafturinn er sem villtast- ur. Það er mjög mikið sótt í þessa krakka. Ég gekk með borgarstjóra í gegnum sýninguna um daginn. Hann var markaðsfræðingur ársins í fyrra. Hann leyndi ekki aðdáun sinni á þeirri hönnun sem hann sá á sýningunni. Hann taldi strax þrjá, fjóra sem hann hefði ráðið í vinnu ef hann væri enn á þeim nótunum.“ Sýningin stendur til fimmtu- dagsins 29. maí og er opið til kl. 17.00 alla daga. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. Á morgun, laug- ardag, halda nemendur úr fata- hönnunardeild skólans tískusýn- ingu í portinu. biggi@frettabladid.is 26 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR Daglegt flug til Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Engin bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Stórhöfða 17, v. Gullinbrú · 577 5555 · 577 556 6 6 vikna átak með einkaþjálfara Þú verður í fínu formi í sumar Skráning og upplýsingar hjá: Smára einkaþjálfara í síma 896-2300 / 588-2366 Siggu Dóru einkaþjálfara í síma 692-3062 Veggsport í síma 577-5555 Einkaþjálfari aðeins með þér 3 x í viku í Veggsport Úti ganga - skokk - hlaup 1 x í viku, val eftir getu og áhuga Úlfarsfell ganga - skokk - hlaup 1 x í viku, val eftir getu og áhuga JÓNA BJÖRK „Sum börn kunna að fljúga“, olía á striga. Villtur sköpunarkraftur GUÐRÚN LÁR „Vor/Sumar 2003“ LÓA HLÍN „Allt í sóma í Oklahóma“ Hin árlega útskriftarsýning Listaháskóla Íslands er nú haldin í fyrsta skipti í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Alls eiga 56 nemendur verk á sýningunni. SÓLVEIG RUNÓLFSDÓTTIR „Loki“ ÍRIS EGGERTS „Aðlögun“ SÓLVEIG EGGERTS „I’d like to buy the world a coke“. HILDIGUNNUR BIRGISDÓTTIR „Kambsvegur 21“ FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.