Fréttablaðið - 16.05.2003, Page 38

Fréttablaðið - 16.05.2003, Page 38
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Stöðugleiki Sportleg í sumar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 11 46 05 /2 00 3 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ www.utilif.is Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 og 545 1500 Ótrúlegt úrval af sumarfatnaði á frábæru verði. Bolir, verð frá 2.490 kr. Buxur, verð frá 4.990 kr. Stöðugleiki er vandasamt hug-tak. Ef maður er alltaf jafn lat- ur, alltaf jafn óreglusamur, alltaf jafn blankur, alltaf jafn ósann- gjarn, alltaf jafn reiður, alltaf jafn fúll og alltaf jafn leiðinlegur, er með góðum rökum hægt að halda því fram að stöðugleiki ríki í fari manns. Það væri stöðugleiki let- innar, óreglunnar, blankheita, ósanngirni, reiði, fúllyndis og leið- inda. Maður væri samur við sig. Mjög stöðugur, sem slíkur. En leið- inlegur. ÞETTA ER dálítið svona með ís- lenska stöðugleikann. Svo lengi sem það er stöðug skuldaaukning í sjávarútvegnum, stöðugt meiri fá- tækt, stöðugt lakara velferðar- kerfi, stöðugt hátt matvælaverð, stöðugt meira launabil, stöðugar gengissveiflur, stöðugt háir vextir og stöðug verðtrygging, þá ríkir stöðugleiki. Allt gerist þetta nefni- lega með mjög stöðugum hætti. Háir vextir, til að mynda, og verð- trygging gera það til dæmis að verkum að fólk sem skuldar sekk- ur almennt stöðugt dýpra. BARA SVO LENGI sem það gerist stöðugt, þá er allt í lagi. Það má alltaf stóla á stöðugleikann. Á Íslandi er hægt að stóla á það að hundruð milljarða muni flæða yfir landið bráðum. Þá verður stöðug þensla og stöðug ruðningsáhrif. Ég er stöðugt stressaður yfir þessu. Það er ekki nóg með að mér líði eins og skriða sé á leiðinni og ég geti orðið undir henni og drepist. Ég er líka stöðugt stressaður yfir því að eftir að skriðan er afstaðin munu allir hafa náð að krækja sér í góðan skerf af öllum þessum pen- ingum, henda einni fötu í gull- strauminn, nema ég. ÉG ER STÖÐUGT blankur. Sem minnir mig á eitt. Það er í raun ein gleggsta birtingarmynd stöðug- leikans að lán sem maður tekur standa alltaf alveg í stað. Krónu- talan hreyfist aldrei. Ekki bofs. Hún stendur grafkjur, sama hvað maður borgar. Þetta kemur mér stöðugt á óvart. Ef maður tekur milljón að láni, skuldar maður alltaf milljón. Það er ekki bara stöðugleiki. Það er magnaður stöð- ugleiki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.