Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 20
26. maí 2003 MÁNUDAGUR20 VIEW FROM THE TOP 6, 8 og 10 JOHNNY ENGLISH kl. 6 SKÓGARLÍF 2 kl. 4DREAMCATCHER kl. 10 BULLETPROOF MONK kl. 8Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 b.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓITHE QUIET AMERICAN Sýnd kl. 4, 5, 6, 8, og 10 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. 4 og 6 kl. 5.30SAMSARA kl. 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 TÓNLIST Í ár sat tónlistarkonan Ragnheiður Eiríksdóttir, eða Heiða, í fyrsta skipti í dómnefnd Músíktilrauna. Það verkefni tók hún að sér af miklum áhuga og sætti sig vel við það að einu laun- in, fyrir utan ánægjuna að sjálf- sögðu, væru borguð út í samlokum og pizzum. Núna er kominn út geisladiskur sem inniheldur upptökur frá úr- slitakvöldinu og er það í fyrsta skiptið sem það er gert. Heiða naut sín vel að renna disknum í gegn. „Að mínu mati var þetta alveg frábært úrslitakvöld,“ segir Heiða. „Ég þekkti náttúrlega hverja einustu hljómsveit. Áður hafði ég oft farið á úrslitakvöldið en ekki náð nema kannski helm- ingnum af undanúrslitakvöldun- um. Þetta eru 14 lög. Ég myndi segja að a.m.k. helmingurinn ef ekki meira væri alveg framúr- skarandi.“ Að mati Heiðu var það afar misjafnt hvort sveitirnar stóðu sig betur á úrslitakvöldinu eða undan- úrslitakvöldinu. „Flestar þessar sveitir, ef ekki allar, innihalda liðs- menn sem hafa ekki áður komið fram á svona stórum sviðum með ljósum og tilheyrandi. Ég geri mér grein fyrir því að það geti verið stressandi. Svo voru aðrar sveitir sem voru alveg greinilega búnar að vinna heimavinnuna sína og búnar að æfa sig.“ Dáðadrengir sigruðu nokkuð örugglega í ár. Fengu bæði hæstu einkunn dómnefndar og gesta. Doctuz varð í öðru sæti og Amos í því þriðja. „Það eru líka hljómsveitir sem mér finnst koma rosalega vel út á þessum geisladisk sem enduðu ekki í neinu sæti. Til dæmis Brút- al frá Vestmannaeyjum. Það er einmitt uppáhaldslagið mitt með þeim sem endaði á disknum. Svo hélt ég mikið upp á hljómsveitina Amos og Doctuz er alveg frábær. Þeir eru með mjög spennandi út- setningar.“ Einnig nefnir hún sveitirnar Enn ein sólin og Delta 9 sem dæmi um athyglisverðar sveitir. Heiða tók sjálf þátt í Músíktil- raunum árið 1988 sem liðsmaður hljómsveitarinnar Útúrdúr. Það árið sigraði Jójó. Hún er því enn eitt dæmið um þekktan tónlistar- mann sem steig sín fyrstu skref í Músíktilraunum. „Ég var 17 ára gömul og þetta var frekar lélegt nýbylgjuband en skemmtilegt. Við vorum alveg að gera þetta frá hjartanu. Við komumst ekki einu sinni í úrslit. Það voru þrjár sveit- ir sem komust áfram frá undanúr- slitakvöldinu og við vorum í fjórða sæti,“ segir Heiða að lokum og hlakkar til að sitja aftur í dóm- nefnd að ári. biggi@frettabladid.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 DARKNESS FALLS b.i. 16 kl 8 og 10 Músíktilraunir á plast Í síðustu viku var brotið blað í sögu Músíktilrauna þegar geisladiskur með upptök- um frá úrslitakvöldinu var gefinn út. Dáðadrengir eiga tvö lög á disknum, eitt frá kvöldinu en hitt unnið í hljóðveri. Fréttiraf fólki Glaðlyndir uppsveiflutónar virð-ast vera tja... í uppsveiflu þessa dagana. Að minnsta kosti rignir gleð- irokkinu inn, Hot Hot Heat, Yeah Yeah Yeahs og nú Ok Go. En þó tónar séu glaðlyndir þýðir það nú ekki að þeir séu skemmtilegir. Frumraun Ok Go er þannig, hress en ekki skemmti- leg. Þeir virka eiginlega á mig eins og fúli gæinn úr gagnfræðiskólanum sem ákveður að flippa ærlega út á fimm ára „ríjúníóninu“. Fer úr að ofan, skellir sér upp á borð blindfull- ur og öskrandi. Ok Go reyna einfald- lega of mikið að heilla. Lagasmíðarnar eru þó grípandi á köflum en aldrei mjög eftirminnileg- ar. Útsetningarnar eru slípaðar. Mið- að við þá gleði sem ríkir í lögunum hefði verið betri kostur að reyna að fanga spilagleði frekar en fullkom- inn hljóm. Svona virkar þetta eins og leikur, því maður fær það á tilfinn- inguna að einhver standi fyrir aftan bakið á þeim á fúlum mánudags- morgni í hljóðverinu og hrópi „ok, vertu í sannfærandi stuði, núna!“. Ef ég ætti að líkja tónlistinni við eitthvað dettur mér í hug þýska sveitin Liquido sem gerði lagið „Narcotic“ vinsælt fyrir þremur árum síðan. En þetta er náttúrulega frumraun frá sveit sem er á málunum hjá risa- útgáfu. Þar af leiðandi hafa þeir lík- legast ekki fengið að gera þetta ná- kvæmlega eins og þeir vildu. Þessi sveit tekur litla sénsa, á alveg mögu- leika á einum eða tveimur megin- straumsslögurum. Eftir það gæti hæglega ræst úr þeim. Ok, stoppum stutt, svo burt úr minni mínu! Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist Ok, ofreynsla! OK GO: Ok Go Um 160 hlutir sem voru í eiguBritney Spears verða seldir á netuppboði er góðgerðasamtök stúlkunnar standa fyrir. Gróðanum verður svo dreift til ýmissa góð- gerðastofnana. Á meðal hluta sem stúlkan hefur sam- þykkt að selja er grænt bikini sem hún klæddist á Grammy-verð- launahátíðinni árið 2000. Einnig stuttpils sem hún klæddist í mynd- bandinu „Im a Slave 4 U“. Einnig er að finna fullt af persónulegum munum og árituðum veggspjöld- um. Slóðin er www.gotta- haveit.com. Uppboðið stendur til 3. júní. Nýjasta breiðskífa Marilyn Man-son, „The Golden Age of Grot- esque“, seldist í 118 þúsund ein- tökum á útgáfudegi hennar í Bandaríkjunum. Þar með rauk hún beint í efsta sæti sölulistans. Hann hefur ekki náð þeim árangri í fimm ár. Kvikmyndastjarnan ClintEastwood, sem á afmæli á sama degi og útvarpshetjan Stjáni Stuð, segist ekki taka það í mál að leika lögguruddann Dirty Harry aftur. Hann opinberaði það á blaðamannafundi er haldinn var í Cannes fyrir helgi að kvikmynda- verin í Hollywood hafi oft reynt að sannfæra hann um að leika Harry á nýjan leik. Hann þvertók þó fyrir það þar sem honum finnst hann vera orð- inn of gamall fyrir hlut- verkið. Clint er 72 ára. kl. 5,40, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... G æ ð i á N e tt o v e rð i. .. Eldhús Bað Fataskápar Þvottahús OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 TILBOÐIÐ STENDUR TIL 14/6 Innrétting á „Netto-verði“ 20% raftækjaafsláttur FRÍAR BORÐPLÖTUR* * Þegar keypt er saman innrétting og raftæki, veitum við 20% afslátt af ELBA eldunartækjum og Snaigé kæliskápum og þú færð borðplöturnar fríar (að hámarki kr. 30.000,-) mánud. - föstud. 9–18 laugardaga 10–15OPIÐ MTV-sjónvarpsstöðin í Evrópuætlar að sjónvarpa klukku- tíma löngum tónleikum Radiohead þann 5. júní næstkomandi. Á tón- leikunum mun sveitin taka glás af gömlum lögum auk þess að prufu- keyra nokkur af lögum nýju plöt- unnar, „Hail to the Thief“, sem kemur í búðir 9. júní næstkom- andi. Sting hefur lokið vinnslu ánýrri breiðskífu. Platan kem- ur til með að heita „Sacred Love“ og er áætlaður út- gáfudagur henn- ar 22. septem- ber. Sting rýfur þar með 4 ára útgáfuþögn. Það er greinilegt að ástin er Sting hugleikin þessa dagana því fyrsta smáskífa plötunnar heitir „Send Your Love“. Á meðal gesta á plötunni verða Mary J. Blige og Anoushka Shankar. DÁÐADRENGIR Sigurvegarar Músíktilrauna í ár eiga tvö lög á geisladisknum. Slagarann „Allar stelpur úr að ofan“ sem unnið var í hljóðveri og svo „Farlama Dalai Lama (Búddistalagið)“ sem er hljóð- ritun frá úrslitakvöldinu. ABRAFAX m/ísl. tali 2, 4 og 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.