Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 38
38 26. maí 2003 MÁNUDAGUR fær húsvíska söngkonan BirgittaHaukdal fyrir góða framgöngu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardagskvöld. Hrósið FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI Kennari, bæjarstjóri og lögmaður Áhugamálin eru bóklestur ogveiði og svo auðvitað sjávar- útvegsmál,“ segir Hilmar Bald- ursson lögfræðingur. Hann var lögmaður Fiskistofu í tvö ár. Í síð- ustu viku vann hann mál gegn gamla vinnustaðnum sínum. Hilmar hefur komið víða við. „Ég er með kennarapróf og kenndi í Fellaskóla áður en ég fór í lög- fræðina. Ég byrjaði reyndar í við- skiptafræði en fannst hún svo leiðinleg að ég hætti eftir hálfan mánuð.“ Ástæða þess að hann fór í nám á ný var að breytingar urðu á skilgreiningu vinnutíma. „Ég var að vinna þá í athvarfi fyrir krakka með félagsleg vandamál. Það sögðu allir upp, en komu til baka allir nema ég.“ Hilmar segir ýmislegt sameigin- legt með kennslu og málflutningi. „Maður er að koma á framfæri stað- reyndum og upplýsingum, hvort sem þær eru sannar eða lognar.“ Hilmar kenndi í forföllum með- fram námi. Mest í Breiðholtinu. Um tíma var hann bæjarstjóri í Hvera- gerði. Hann segist ekki hafa sér- stakan áhuga. „Ég hef samt sem áður lengst af verið í lögmennsk- unni.“ Sem lögmaður fæst hann mest við sakamál. Hann sinnir þeim sem víkja af þröngum vegi dyggð- arinnar. Síðastliðin fimm ár hefur hann einnig verið lögmaður Byrgis- ins og aðstoðað með því þá sem eru að reyna að komast út í lífið á ný. „Það er ekki beinlínis sjálfboða- vinna, en með verulegum afslætti.“ Hann er í sambúð og samtals eiga þau þrjú börn. „Þau eru upp- komin og komin tvö afabörn.“ Konan fer með í veiðiferðirnar og fyrsta veiðitúrinn á að fara um miðjan júní. „Ætli maður fari ekki að dusta rykið af veiðigræjunum og finna aðeins fyrir þeim,“ segir Hilmar með greinilegri tilhlökkun í röddinni. ■ HILMAR BALDURSSON Fór úr kennslu í viðskiptafræði. Fannst hún leiðinleg og fór í lögfræði. Persónan HILMAR BALDURSSON ■ lögmaður vann mál gegn Fiskistofu. Hann vann þar áður en er mest í saka- málum. Áhugamálin eru veiði og bóklest- ur. Hann hefur líka verið bæjarstjóri og kennari. Arkitekt vill fleiri götusalerni Þetta er orðið löngu tímabærtog ég vil setja sem flest götusalerni niður sem víðast um höfuðborgina,“ segir Ásdís Ing- þórsdóttir arkitekt, sem nýverið kynnti staðsetningu á þremur nýj- um götusalernum fyrir skipulags- fulltrúanum í Reykjavík. „Það hefur verið ófremdarástand í þessum málum eins og best sést á kvörtunum veitingahúsaeigenda og verslunarmanna í miðbænum. Fólk sækir þangað til að komast á salerni,“ segir Ásdís. Þegar er búið að setja upp tvö götusalerni af nýrri gerð í mið- bænum; annað þar sem Stjörnubíó stóð og hitt á Ingólfstorgi. Nú leggur Ásdís til að það þriðja verði sett upp á Frakkastíg, ská- hallt niður af Hallgrímskirkju, það fjórða við biðstöð strætis- vagna á Lækjargötu og það fimmta á Veghúsastíg, rétt við fangelsisvegg Hegningarhússins. „Það þyrfti að gera enn betur. Ég veit að borgin hefur verið að leita að sérstöku húsi í miðbænum sem yrði innréttað fyrir salerni en ekki fundið,“ segir Ásdís og legg- ur áherslu á að götusalernin verði að sjálfsögðu að vera þar sem fólk er á ferli: „Ekki síst ferðamenn sem þekkja þessi götusalerni annars staðar frá. Þetta er víða al- veg eins,“ segir hún. Nýting þeirra tveggja götusal- erna sem þegar hafa verið sett upp er góð og það sama má segja um umgengnina. Vonast skipu- lagsyfirvöld til að svo verði áfram um þau þrjú nýju götusal- erni sem bráðlega verða tekin í notkun. ■ Gleymum ekki matartímanum Nafnið segir mjög mikið uminnihaldið en við leggjum áherslu á að matartíminn eigi að vera besti tími dagsins,“ segir Helga Ólafsdóttir, ritstjóri nýs mánaðarrits, Matartíminn – besti tími dagsins, sem kom út í fyrsta sinn í vikunni. „Stemningin í blaðinu er ekki mjög formleg enda er það á allra færi að búa til góðan mat og við erum að sýna fram á það á ein- faldan og aðgengilegan hátt. Við gleymum því oft að taka okkur tíma til að njóta matar og drykkj- ar í þessum hraða heimi en matur- inn er hluti af lífi okkar allra og við ættum að gefa honum meiri tíma.“ Skerpla gefur Matartímann út. Hann er seldur í verslunum Hag- kaupa á 299 krónur og kemur út í kringum þann 20. hvers mánaðar. „Við munum fá valinkunna mat- gæðinga til þess að gefa okkur uppskriftina að eftirlætisréttum sínum í hverju blaði og það er Diddú sem ríður á vaðið með skrautlegri fiskisúpu. Þá er fjall- að um rauðvínsþrúgur í þessu fyrsta blaði auk þess sem við kíkj- um í tapasveislu í miðbænum og förum út að borða með ítölskum matgæðingi. Þá fengum við Bjór- vinafélag Veðurstofu Íslands til þess að smakka og dæma nokkrar bjórtegundir þannig að það er óhætt að segja að þeir spái í fleira en veðrið á Veðurstofunni.“ ■ ÁSDÍS INGÞÓRSDÓTTIR Á INGÓLFSTORGI Ferðamenn þekkja götusalernin annars staðar frá. Þetta er víðast eins. Hreinlæti ■ Borgaryfirvöld stefna að því að setja upp þrjú ný götusalerni í miðbæ Reykja- víkur innan skamms. Þegar eru tvö í notkun og reynslan af þeim góð. Tímarit HELGA ÓLAFSDÓTTIR ■ ritstýrir nýju tímariti sem ætlað er að kveikja matarást hjá fólki og hvetja það til að gefa matartímanum aukið vægi í lífinu. HELGA ÓLAFSDÓTTIR „Matar- og drykkjarmenning er aðalmálið og blaðið er stútfullt af uppskriftum og skemmtilegum hugmyndum sem hvetja fólk til að vera óhrætt við að prófa eitt- hvað nýtt og gera eitthvað skemmtilegt með mat til að gleðja sjálft sig og aðra í hversdagsleikanum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.