Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 22
26. maí 2003 MÁNUDAGUR Kosningarnar sáu til þess aðstaða samfélagsins verður óbreytt næstu árin. Júróvisjón sá til þess að staða Íslands á alþjóða- vettvangi er einnig óbreytt. Þeir sem vonuðust eftir breytingum þetta vorið geta pakkað vænting- unum ofan í tösku og geymt þær til betri tíma. Breytingar verða venjulega þegar maður á síst von á þeim og nánast aldrei þegar þeirra er vænst. Birgitta Haukdal stóð sig nátt- úrlega vel á sviðinu í Riga og ár- angurinn var fínn. Tyrkirnir sendu lag sem var með sam- evrópskri laglínu og þjóðlegu undirspili. Kannski hefði Diddi fiðla með langspilið fengið Evr- ópu til að opna hjarta sitt fyrir framlagi Íslands þetta árið. Maður lætur sjálfur ekki sitt eftir liggja í stuðningnum við út- rás Íslands. Hélt mitt eigið Júró- visjónpartí með gestum sem voru valdir með slembiúrtaki úr síma- skrá. Svaka fín stemning og skot- ið upp flugeldum og allt. Eldri dóttirin á heimilinu kann íslenska lagið á blokkflautu og æfir það tyrkneska í vikunni. Sú yngri ljómar eins og sól í heiði þegar hún sér mynd af Birgittu Haukdal. Vissi reyndar ekki hvað hún gerði. Og viðbótin við útlistun þess að hún væri fulltrúi Íslands í Júróvisjón var: „Hún borðar líka súkkulaði.“ Semsagt fínt Júróvisjón í ár. Sæti yfir meðallagi. Fín frammi- staða og gott partí. Með reynslu af jafn mörgum keppnum með mikl- um væntingum fyrir hönd þjóðar- innar gerir maður ekki meiri kröfur. ■ Við tækið HAFLIÐI HELGASON ■ er lífsreyndur þegar kemur að Júró- visjón og alsæll með partíið í ár. Óbreytt staða á alþjóðavettvangi Með áskrift að stafrænu sjón- varpi Breiðbandsins fæst aðgangur að rúmlega 40 erlendum sjónvarpsstöðvum, þar á meðal 6 Norðurlanda- stöðvum. Nánari upplýsingar um áskrift í síma 800 7000. 16.30 NBA (Úrslitakeppni NBA) 19.00 Landsbankadeildin Bein út- sending frá leik Fylkis og Grindavíkur. 21.30 Spænsku mörkin 22.30 Olíssport 23.00 Gillette-sportpakkinn 23.30 Bud The Chud (C.H.U.D. II) (Ófreskjan II) Gamansöm hrollvekja. Nokkrir unglingar stela líki en hefðu bet- ur látið það ógert því líkið á það til að narta í fólk og þeir sem eru bitnir verða að mannætum. Aðalhlutverk: Brian Robbins, Tricia Leigh Fisher, Gerrit Gra- ham. Leikstjóri: David Irving. 1989. Bönnuð börnum. 1.00 Spænsku mörkin 2.00 Dagskrárlok og skjáleikur 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Dharma og Greg (3:24) 13.00 A Midsummer Night’s Dream (Draumur á Jónsmessunótt) Faðir Herm- inu hefur fundið henni efnilegan eigi- mann. En dóttirin er ástfangin af öðrum manni og þau flýja inn í skóginn. Þar með hefst bráðskemmtileg og fjörug at- burðarás. Aðalhlutverk: Kevin Kline, Michelle Pfeiffer, Rupert Everett, Calista Flockhart. 1999. 14.55 Tónlist 15.15 Bull (2:22) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.40 Neighbours 18.05 Off Centre (13:21) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Friends 4 (9:24) 20.00 Smallville (15:23) 20.45 American Dreams (9:25) 21.35 Bojangles Bill Robinson, ávallt kallaður Bojangels, var um margt ákaf- lega merkilegur listamaður. Hann var t.d. fyrstur blökkumanna til að flytja atriði sitt einn á sviði fyrir hvíta áhorfendur (1913). Hann flutti síðar til New York og lék m.a. í söngleikjum á Broadway. Bojangles lést 1949 en við útför hans voru stórmenni eins og Duke Ellington, Joe Luis, Bob Hope og Joe DiMaggio. Aðalhlutverk: Gregory Hines, Peter Riegert, Kimberly Elise. Leikstjóri: Joseph Sargent. 2001. 23.15 Cold Feet (3:6) 0.05 A Midsummer Night’s Dream Sjá nánar að ofan. 2.00 Friends 4 (9:24) 2.20 Ísland í dag, íþróttir, veður bönd frá Popp TíVí 6.00 Final Fantasy: The Spirits Within 8.00 Josie and the Pussycats 10.00 Blast from the Past 12.00 Get Real 14.00 Angels in the Infield 16.00 Josie and the Pussycats 18.00 Blast from the Past 20.00 Get Real 22.00 My Husband My Killer 0.00 Final Fantasy: The Spirits Within 2.00 Midnight Crossing 4.00 My Husband My Killer 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 20.00 Is Harry on the Boat? 21.00 Greece Uncovered (4:8) 22.03 70 mínútur 23.10 X-strím 0.00 Lúkkið 0.30 Meiri músík Horatio, Speedle og Calleigh róta í gegnum gögn er sérvitur háskóla- prófessor er myrtur en hann fannst bundinn við tré. Delko og Megan rannsaka bíl sem finnst við strönd- ina með lík í skottinu. Grunur leik- ur á að um tryggingasvik sé að ræða. Skjár einn 19.00 Stöð 2 21.15 23.15 Cold Feet (3:6) (Haltu mér slepptu mér) Margverðlaunaður mynda- flokkur sem hefur slegið í gegn hér sem annars staðar. Þetta er síðasta syrpan um vinina í Manchester og gerist hún sex mánuðum eftir ferðalag þeirra til Ástralíu. Pete og Jo eru komin heim aft- ur, Adam og Rachel takast á við fjöl- skyldulífið, David og Karen reyna að skil- ja í vinsemd og barnfóstran Ramona finnur sér nýjan elskhuga. CSI Miami Cold Feet 22 SIMON Meira að segja fúli dómarinn var sáttur við úrslitin. Úrslit „American Idol“: 24 milljónir atkvæða bárust SJÓNVARP Úrslitaþáttur „American Idol“ fór í loftið í Bandaríkjunum síðasta miðvikudagskvöld. Áhorf á þáttinn var framar öllum vonum og talið er að um 38 milljón manns hafi fylgst með því þegar einn keppandanna varð að stórstjörnu á einni nóttu. Tveir keppendur voru eftir í lokaþættinum og voru það 130 þúsund atkvæði sem skáru úr um sigurvegarann. Það verða að teljast smámunir í ljósi þess að um 24 milljónir atkvæða bárust þættinum í gegnum síma- kosningu. Sigurvegarinn vann því með 50,3% meirihluta. Tæpara getur það varla verið. Miðað við þetta áhorf þykir ör- uggt að þátturinn verði langlífur í bandarísku sjónvarpi. Meira að segja dómarinn fúli var ánægður með úrslitin. Kannski ekki furða því vinningshafinn í ár var...? ■ 18.30 Leap Years (e) 19.30 Malcolm in the Middle (e) 20.00 World’s Wildest Police Videos Jack Bunnell er harður í horn að taka enda fógeti á eftirlaunum. Honum er því sönn ánægja að kynna þessa þætti sem sýna lögregluna í ýmsum heimshornum í eltingarleik við bófa á bílum og reiðskjót- um postulanna. 21.00 CSI Miami 22.00 Philly Kathleen er fyrsta flokks verjandi, sannur riddari hringborðsins í leit að hinum heilaga kaleik réttlætisins. Ásamt félaga sínum berst hún harðri bar- áttu við hrokafulla saksóknara og dóm- ara í von um að fá kerfið til að virka. Kathleen er líka einstæð móðir og barns- faðirinn jafnframt helsti andstæðingur hennar og ofurfjandi, sjálfur aðalsak- sóknari Fíladelfíuborgar. Spennandi rétt- ardrama. 22.50 Jay Leno 23.40 The Practice (e) 0.50 Dagskrárlok 16.30 Helgarsportið 16.45 Fótboltakvöld 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.30 Spæjarar (3:26) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Lífshættir spendýra (8:10) (The Life of Mammals) Breskur heimildar- myndaflokkur þar sem David Atten- borough fjallar um fjölbreyttasta flokk dýra sem lifað hafa á jörðinni. Sum spendýr hafa sogskálar á fótum og griprófu sem gera þeim auðveldara að lifa í trjám, og í dimmum skógi er líka betra að hafa skynfærin í lagi. Heimasíðu þáttanna er að finna á vefslóðinni www.bbc.co.uk/nature/animals/- mammals/. 20.55 Vesturálman (8:22) (West Wing) Bandarísk þáttaröð um forseta Bandaríkj- anna og samstarfsfólk hans í vesturálmu Hvíta hússins. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Alison Janney, Bradley Whitford, Rob Lowe, John Spencer og Richard Schiff. Nánari upplýsingar um þættina er að finna á vefslóðinni www.warner- bros.com/web/westwingtv. 21.40 Timburmenn Smíðaþáttur á létt- um nótum í umsjón Arnar Árnasonar leikara og Guðjóns Guðlaugssonar smiðs. e. 22.00 Tíufréttir 22.20 Soprano-fjölskyldan (13:13) Myndaflokkur um mafíósann Tony Soprano og fjölskyldu hans. Frændi gamli fær frelsið á ný og Christopher er falið að koma foringjanum í New York fyrir kattarnef. Gömul hjákona Tonys hringir í Carmelu og eftir það á hann ekki sjö dagana sæla. 23.35 Markaregn 0.20 Kastljósið 0.40 Dagskrárlok

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.