Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 16
FYRSTI SIGUR CHILE Chile sigraði
Tékkland 2:1 í úrslitaleik heims-
meistarakeppni karlaliða í tennis.
Þetta var fyrsti sigur Chilebúa í
25 ára sögu keppninnar. Fern-
ando Gonzalez (23. sæti heims-
listans), Marcelo Rios (43. sæti)
og Nicolas Massu (83. sæti) kepp-
tu fyrir hönd Chile.
SÁ EFSTI MÆTTI Lleyton Hewitt,
efsti maður heimslistans, fór fyr-
ir Áströlum í keppninni. Þeir töp-
uðu fyrir Tékkum og Spánverjum
en unnu Bandaríkjamenn. Spán-
verjinn Carlos Moya var næst-
efstur þeirra sem tóku þátt í mót-
inu en hann var í 4. sæti heims-
listans.
16 26. maí 2003 MÁNUDAGUR
■ Tennis
Fjölbreytt og framsækið nám
HÓLASKÓLI
háskólinn á Hólum
S í ð a n 1 1 0 6
Nám
sem nýtist
Velkomin heim að Hólum
Ferðamáladeild
•Diploma í ferðamálafræðum
•Einnig boðið í fjarnámi
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir MA,
deildarstjóri
ggunn@holar.is
Ferðamálanám á Hólum
Kynntu þér málið - www.holar . is
Umsóknarfrestur er til 10. júní S : 455 6300
MENNTUN
...forsenda framfara
Starfsnám í ferðaþjónustu tengdri
menningu og náttúru
Metið til eininga í HÍ, HA og á Bifröst
Gefur landvarðaréttindi
90% útskrifaðra starfa við ferðaþjónustu
eða eru í framhaldsnámi á því sviði
Hægt að taka allt námið í fjarnámi
Fagmennska og fjölbreytni í fyrirrúmi
Ferðamáladeild Hólaskóla sérhæfir sig
í ferðaþjónustu í dreifbýli og hefur
traust tengsl við atvinnugreinina.
Ferðamáladeild Hólaskóla
–eitthvað fyrir þig?
„Við gerðum svo margt sem
við hefðum annars aldrei
fengið tækifæri til að gera.“
Halla Rún Tryggvadóttir
nemandi 1998-9
„Námið er búið að vera
mjög gagnlegt og skemmti-
legt og alltaf verið að glíma
við spennandi verkefni.“
Þórunn Sigþórsdóttir
nemandi í fjarnámi 2002-3
H
V
ÍT
T
o
g
S
V
A
R
T
WANG HEIMSMEISTARI
Kínverska stúlkan Nan Wang varð heims-
meistari í borðtennis á laugardag eftir sig-
ur á löndu sinni Yining Zhang í úrslitaleik.
Stangarstökk:
Þórey Edda
í fimmta sæti
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Þórey Edda
Elísdóttir varð í fimmta sæti í
stangarstökki á stigamóti Alþjóða
frjálsíþróttasambandsins sem
fram fór í Bandaríkjunum á
laugardag. Þórey Edda fór yfir
4,22 metra, sömu hæð og
Bandaríkjamennirnir Tracy
O’Hara og Mary Sauer. Ólympíu-
meistarinn Stacy Dragila frá
Bandaríkjunum sigraði á mótinu
eftir harða keppni við Svetlönu
Feofanovu frá Rússlandi. Dragila
stökk 4,62 metra en Feofanova
4,52. Kellie Suttle frá Bandaríkj-
unum varð þriðja en hún stökk
yfir 4,32. ■
FYLKIR - GRINDAVÍK
Fylkismenn fá Grindvíkinga í heimsókn í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildarinnar.
Ætlum að bæta
upp slæman leik
í fyrstu umferð
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, mæt-
ir sínum gömlu lærisveinum í Fylki í kvöld.
Grindvíkingar verða án Grétars Hjartarsonar.
FÓTBOLTI Fylkir og Grindavík mæt-
ast í kvöld í lokaleik 2. umferðar
Landsbankadeildar karla. Fylki
gekk vel í 1. umferð og vann ör-
uggan sigur á Fram en Grindavík
tapaði óvænt fyrir nýliðum Vals.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Grindavíkur, var meðal áhorfenda
á Fylkisvelli í 1. umferð. „Ég sá
Fylkismenn spila á móti Fram.
Þeir voru í fínum málum í þeim
leik, skoruðu snemma og það
hentar þeim ágætlega. Þeir voru
að spila ágætlega miðað við fyrsta
leik í móti. Þeir hafa gríðarlega
stóran leikmannahóp og eflast
með hverjum manni sem kemur
til þeirra.“
Bjarni þjálfaði Fylki árin 2000
og 2001 en sér hann sitt hand-
bragð á Fylkisliðinu? „Nei, nei.
Það er kominn annar stíll á liðið
enda sami þjálfari sem stýrir því
annað árið í röð. Það er Fylkis-
bragur á liðinu, svona svipaður
bragur og hefur verið síðustu
fimm til sex árin en það hafa ver-
ið bestu ár þeirra í boltanum.“
Grindvíkingar söknuðu Grét-
ars Hjartarsonar í leiknum gegn
Val. „Grétar er ökklabrotinn og
verður ekki með í það minnsta
næstu tvær til þjár vikurnar. Það
er mikill missir að vera án Grét-
ars enda var hann markakóngur
mótsins í fyrra og við verðum að
finna einhverja aðra línu í sóknar-
leikinn þegar hans nýtur ekki
við.“ Sinisa Kekic var lengstum í
sókn Grindvíkinga en hefur leikið
í vörinni frá miðju móti í fyrra.
Hann lék í vörninni á Val en verð-
ur hann í sókninni í kvöld? „Nei,
væntanlega ekki,“ segir Bjarni.
„Við vissum að það yrði mikil
pressa á okkur því við spiluðum
vel í vetur og fengum Ólaf Gott-
skálksson og Lee Sharpe til okk-
ar. Þetta er bara pressa sem
menn verða að læra að vinna
með. Leikmennirnir verða sjálf-
ir að gera það upp við sig hvort
þeir eru stressaðir út af þessari
spá eða ekki. Það er svolítill
fjölmiðlastíll á Grindavíkurlið-
inu. Það er mikið í umræðunni
og miklar væntingar gerðar til
liðsins á meðan öll önnur lið eru
að stækka sína leikmannahópa.“
Grindvíkingar eru staðráðnir í
að sækja þrjú stig á Fylkisvöllinn.
„Við lítum á tapið gegn Val sem
slys og erum staðráðnir að taka
okkur saman í andlitinu og mæt-
um ferskir í Árbæinn.“
obh@frettabladid.is
16.30 RÚV
Helgarsportið. Þáttur um helstu íþrótta-
viðburði helgarinnar.
16.30 Sýn
Sýnt frá leik Dallas Mavericks og San
Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA.
16.45 RÚV
Fótboltakvöld. Sýnt verður úr leikjum 2.
umferðar Landsbankadeildarinnar.
19.00 Sýn
Bein útsending frá leik Fylkis og Grinda-
víkur í Landsbankadeild karla.
21.30 Sýn
Spænsku mörkin. Sýnt frá leikjum í 35.
umferð spænsku 1. deildarinnar.
22.30 Sýn
Olíssport.
hvað?hvar?hvenær?
23 24 25 26 27 28 29
MAÍ
Mánudagur
Skoska knattspyrnan:
Rangers meistari í 50. sinn
FÓTBOLTI Rangers varð skoskur
meistari í 50. sinn eftir 6:1 sigur
á Dunfermline í lokaumferðinni.
Erkifjendurnir í Celtic unnu
Kilmarnock aðeins 4:0 en þeir
hefðu þurft sex marka sigur til
þess að komast upp fyrir
Rangers.
Lokasprettur skosku keppn-
innar var mjög jafn og spennandi.
Fyrir síðustu umferðina höfðu
Rangers og Celtic jafn mörg stig
og sama markamun en Rangers
hafði skorað einu marki meira.
Í lokaumferðinni hafði Celtic
frumkvæðið á tíu mínútna kafla í
síðari hálfleik en annars var
Rangers alltaf feti framar. Alan
Thompson kom Celtic í 3:0 á 54.
mínútu þegar Rangers leiddi 3:1
gegn Dunfermline. Ronald De
Boer skoraði fjórða mark
Rangers tíu mínútum síðar og
Steven Thompson jók forskotið í
5:1 stuttu síðar. Lokamínúturnar
voru dramatískar en Spánverjinn
Mikel Arteta tryggði Rangers sig-
ur með marki úr vítaspyrnu
tveimur mínútum fyrir leikslok.
Skoskir meistarar 1891-2003:
Rangers 50 sinnum, Celtic 38
sinnum, Hearts, Hibernian og
Aberdeen fjórum sinnum, Dumb-
arton tvisvar og Third Lanark,
Motherwell, Dundee, Kilmarnock
og Dundee United einu sinni. ■
VIKA VONBRIGÐA
Celtic tapaði úrslitaleik UEFA-bikarkeppn-
innar á miðvikudag og missti af skoska
meistaratitlinum í gær.