Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 7
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PV 2 09 84 05 /2 00 3 hjá okkur Vertu Sérhver viðskiptavinur og allt sem tengist fjármálum hans hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjár - málastofnunum. Njóttu þess að vera viðskiptavinur hjá SPV, öflugri fjármála- stofnun sem stendur þétt að baki þér og veitir alhliða og persónulega fjármála þjónustu. Komdu til okkar og ræddu málin. Vertu með í hópi ánægðustu viðskiptavina fjármálafyrirtækja á Íslandi*. Það er ekkert einfaldara en að flytja öll bankaviðskipti yfir til okkar. Þú tekur ákvörðun og við sjáum um flutninginn. * Skv. mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar, en að henni standa Gæðastjórnunarfélag Íslands, Samtök iðnaðarins og Gallup. SPV - Borgartúni 18, Hraunbæ 119, Síðumúla 1; Þjónustuver, sími 5754100 7MÁNUDAGUR 26. maí 2003 SKULDIR Skuldir íslenskra heim- ila hafa sjöfaldast síðan 1980 og skulda heimilin nú tvöfaldar ráð- stöfunartekjur sínar á ári. Að sögn Markúsar Möller, hagfræðings við Seðlabanka Ís- lands, eru íslensk heimili þó ekki þau skuldsettustu í heimi. Árið 2000 skulduðu bæði dönsk og hollensk heimili meira en þau ís- lensku. „Þetta eru allt þjóðir þar sem ráðstöfunartekjur eru tiltölu- lega lágar miðað við lífskjör,“ segir Markús. Hann bendir á að þjóðir með öflug velferðarkerfi hafi lægri ráðstöfunartekjur vegna hærri skattbyrði. Þar sem skattarnir séu hærri verði þættir eins og húsnæði stærra hlutfall skulda. Það leiði til þess að skuldir séu stærra hlutfall af ráðstöfunartekjum. Skuldastaða heimilanna er þó ekki verulega hættuleg að sögn Markúsar. „Lán borgast mjög seint niður,“ segir hann. „Það gerir þó að verkum að greiðslu- byrðin verður aldrei skelfileg þó hún standi mjög lengi.“ ■ HERNAÐUR Í fyrradag sýndi svæð- issjónvarp í Bandaríkjunum heimildarmynd með frásögnum sjónarvotta af fjöldamorðum bandarískra hermanna í Afganistan. Um er að ræða allt að 3.000 talibana, sem banda- rískir hermenn munu hafa myrt. Myndin hefur verið sýnd víða um heim, en Mannréttindasam- tök hafa krafist rannsóknar á því hvort hermennirnir séu sek- ir um stríðglæpi. Myndin hefur valdið mikilli geðshræringu en hún hefur verið sýnd ríkisfjöl- miðlum í Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Ástralíu. Í Bandaríkj- unum vita menn ekkert um myndina og þessa atburði því einkareknar stöðvar fást ekki til að sýna hana. RÚV greindi frá. ■ Bandaríkjamenn í Afganistan: Sekir um stríðsglæpi? Ölvunarakstur: Ofsaakstur í miðbænum LÖGREGLUMÁL Lögreglu var til- kynnt um glæfralegan akstur í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt lagardags. Bílnum var ekið á miklum hraða eftir Snorrabraut og niður Laugaveg en förin endaði við framkvæmdirnar í Banka- stræti. Maðurinn ók utan í fjóra bíla áður en för hans var stöðvuð. Að sögn lögreglu stóð veruleg hætta af manninum enda mikill mannsöfnuður í miðbænum. Mað- urinn er 25 ára og var verulega ölvaður. Hann gisti fangageymsl- ur lögreglu. ■ NORWAY Skemmtiferðaskiptið Norway skemmdist töluvert þegar sprenging varð í vélarrúmi þess. Sprenging í skemmti- ferðaskipi á Miami: Tveir létust og 20 særðir SPRENGING Tveir menn létust þeg- ar sprenging varð í vélarrúmi skemmtiferðaskipsins Norway, sem lá við bryggju á Miami í Flór- ída. 20 manns slösuðust, en engan af 2.100 farþegum skipsins sak- aði. Norway er í eigu norska skipafélagsins Norwegian Cruise Line. Skipið kom til hafnar í Mi- ami klukkan 5 í fyrrinótt og sprengingin varð um tveimur stundum síðar. Talið er að um gufusprengingu hafi verið að ræða. ■ TF-SIF kölluð út: Jeppamaður slasast SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti alvarlega slasaðan mann á Vatnajökul á laugardag. Maðurinn slasaðist er jeppi, sem hann var að gera við, féll ofan á hann. Slysið átti sér stað við skála Jöklarannsóknarfélagsins í Grímsfjöllum en hann var þar á ferð í hópi jeppamanna. Þyrlan flutti hinn slasaða á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis er líðan mannsins nokkuð góð og hefur hann verið útskrifaður af gjör- gæslu. ■ ÓBREYTT VÍSITALA Vísitala bygg- ingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan maí, er 285,6 stig. Vísitalan, sem gildir fyrir júní, er óbreytt frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3%. MARKÚS MÖLLER Íslensk heimili skulda mikið en eru ekki þau skuldsettustu í heimi. BANDARÍSKIR HERMENN Afganskt barn fylgist með bandarískum her- mönnum skammt frá borginni Kandahar. ■ Innlent Skuldir heimilanna: Skulda tvöfaldar ráðstöfunartekjur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.