Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Tvö fyrirtæki hafa reynslu af þvíað stjórna Lýðveldinu. Það eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur. Óreynd verktakafyrirtæki í lýðveldisstjórnunarbransanum eru: Samfylking sem varð til þegar nokk- ur lítil og skuldsett verktakafyrir- tæki sameinuðust og hugðust ná ráð- andi markaðshlutdeild með samein- ingu og samlegðaráhrifum. VG og FF eru smá fyrirtæki sem vilja verða undirverktakar hjá stóru fyr- irtækjunum. Gæðastjórnunardeild Lýðveldisins heitir Alþingi. ÍSLENDINGAR eru hjátrúarfullir og trúa því að efnahagslíf Lýðveldis- ins sé andsetið og í sál og pyngju Lýðveldisins hafi demón sem kallast Verðbólgudraugur tekið sér bólfestu. Íslendingar telja að vábeiða þessi óttist aðeins tvo draugabana (exor- sista). Það eru (lands)feðurnir Davíð og Halldór sem eru báðir af léttasta skeiði og hafa Íslendingar af því áhyggjur hvort þeir nái að þjálfa upp draugabana og særingamenn gegn Verðbólgudraugnum áður en þeir setjast sjálfir í helgan stein í Turni Seðlabankans. FAÐIR DAVÍÐ hefur ekki fundið verðugan arftaka í sínu fyrirtæki svo að hann hefur afsalað sér kápu yfirtöframanns til föður Halldórs sem mun taka við töfrasprotanum eftir eitt og hálft ár. Þá verða þeir sem telja sig réttborna til arfs eftir föður Davíð að berjast til valda og keppa innbyrðis um að ná sprotan- um úr greipum föður Halldórs. Verð- ur sú barátta löng og ströng því að vinsældir Halldórs munu stóraukast eftir að hann kemst í hásætið og út- deilir skattalækkunum og 90% hús- næðislánum á báðar hendur. FAÐIR HALLDÓR hefur valið sér eftirmann. Sá lærisveinn galdra- mannsins er hinn nývígði drauga- bani, bróðir Árni, sem verið hefur ráðherradjákni og numið Svarta- galdur í tveimur ráðuneytum, og er þar að auki þekktur seyðkarl í sinni brennisteinsangandi heimabyggð. Árni í félagsmálaráðuneytinu verður því hlíf þjóðarinnar gegn Verðbólgu- draugnum í framtíðinni meðan litlir seyðskrattar í Sjálfstæðisflokknum berjast innbyrðis. Þykir mönnum því sem frammistaða föður Halldórs upp á síðkastið minni helst á sjálfan Hringadrottin en fyrirhyggja föður Davíðs á Harry Potter. Abraka- dabra! ■ Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Djákninn í Féló

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.