Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 4
6 28. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ BráðalungnabólgaGENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71.62 0,10% Sterlingspund 117.69 0,24% Dönsk króna 11.48 0,79% Evra 85.30 0,92% Gengisvístala krónu 119,29 0,79% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 204 Velta 7.706 milljónir ICEX-15 1.459 -0,17% Mestu viðskipti Pharmaco hf. 3.065.097.455 Kaupþing banki hf. 1.509.856.725 Baugur Group hf. 128.891.658 Mesta hækkun Opin kerfi hf. 3,02% Þormóður rammi-Sæberg hf. 2,44% Íslandssími hf. 1,63% Mesta lækkun ACO-Tæknival hf. -38,89% Skýrr hf. -3,79% Íslenskir aðalverktakar hf. -2,44% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8726,6 1,5% Nasdaq*: 1545,4 2,3% FTSE: 3992,4 0,3% DAX: 2862,5 1,2% NIKKEI: 8120,2 -1,3% S&P*: 944,5 1,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir Íslendingurinn sem stund-aði gagnnjósnir fyrir Breta á stríðsár- unum? 2Hvar úti á landi hefur sjómannadags-hátíðarhöldunum verið aflýst? 3Hvaða Íslendingur hyggst taka þátt ínýliðavali NBA-deildarinnar? Svörin eru á bls. 30 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 2 12 66 05 /2 00 3 Tölvunarfræðideild Sérhæfð námskeið undir leiðsögn færustu sérfræð- inga, viðamikil verkefnavinna í lok hverrar annar og rannsóknir í fremstu röð eru á meðal þess sem einkennir nám við tölvunarfræðideild HR. www.ru.is Umsóknarfrestur er til 5. júní „Róbótanámskeiðið, þar sem við lærðum af einum færasta sérfræðingi heims á þessu sviði var ómetanleg reynsla.“ Jóhann Ari Lárusson, tölvunarfræðideild HR, stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Ný símaskrá í dag FJARSKIPTI Nýrri símaskrá verður dreift í dag. Um miðjan dag geta áhugasamir lesendur náð í eintak af þessari útbreiddustu bók lands- ins, sem er gefin út í 230 þúsund eintökum. Símaskráin hefur verið gefin út síðan árið 1906. Stjórn- endur Símans munu kynna ritið í dag. ■ FJÁRSVIK Fjórði maðurinn í fjársvikamáli Landssímans, Ragn- ar Orri Benediktsson, var handtek- inn af lögreglu í fyrrakvöld og hnepptur í gæsluvarðhald. Ragnar Orri er tengdur bræðr- unum Kristjáni Ra Kristjánssyni og Sveinbirni Kristjánssyni fjöl- skylduböndum og annaðist meðal annars rekstur kaffihússins Priks- ins. Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við Prikið í gær svaraði veit- ingastjóri sem staðfesti að Ragnar Orri annaðist reksturinn en kvaðst ekkert vita hvar hann væri. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá sem úrskurðaður var í gæslu- varðhald í gær tengist rekstri fyr- irtækis sem ber hið þekkta nafn Hafskip ehf. Fyrirtækið tengist þó ekki með nokkrum hætti þeim sem áður stóðu að rekstri skipafélags- ins Hafskips heldur var stofnað í febrúar á þessu ári og skráð heima hjá manninum sem handtekinn var í fyrrakvöld. Grunur lögreglu beinist að því að maðurinn leppi með einhverjum hætti frænda sinn, Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalgjaldkera Símans, sem talinn er hafa svikið út gríðar- legar upphæðir frá Símanum. Haf- skip er fjárfestingafélag sem stað- ið hefur fyrir kaupum á fasteign- um í miðbæ Reykjavíkur í þeim til- gangi að gera þær upp og endur- selja. Rannsóknin beinist að því að kanna hvort illa fengið fé hafi ver- ið notaðar í þessu skyni. Önnur fé- lög í eigu Ragnars Orra og Svein- bjarnar eru Haninn ehf. og Banka- stræti 12. ehf. sem rekur Prikið. Þar er Sveinbjörn stjórnarformað- ur. Þessi fyrirtæki tengjast öll ein- hverjum þeirra sem til rannsóknar eru í fjársvikamálinu. Uppnám ríkir innan þeirra fyr- irtækja sem tengjast fjórmenning- unum og óvissa ríkir um framhald- ið. Eigendur Hótels Borgar hafa tekið við veitingarekstri á Hótel Borg, sem var rekið undir merkj- um fyrirtækjasamstæðu Árna Þórs og Kristjáns Ra. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa Árni Þór og Kristján Ra drepið tímann í gæsluvarðhald- inu með því að lesa kvikmynda- handrit en þeir hafa uppi áform um framleiðslu kvikmyndar. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms vegna Árna Þórs og Kristjáns Ra var kærður til Hæstaréttar á föstudag. Einar Hálfdánarson, lögmaður Árna Þórs, sagðist reikna með að málið verði tekið fyrir í dag. Ekki er bú- ist við fleiri handtökum í málinu. rt@frettabladid.is KÖTTUM BJARGAÐ Í SINGAPÚR Kattavinir í Singapúr leggja sig fram um að senda sem flesta ketti til Malasíu. Nýr liður í svari stjórnvalda í Singapúr við lungnabólgufaraldrinum er að drepa ketti. Kettir í kringum matvöruverslanir eða aðra staði þar sem matvæli eru höfð um hönd eru sérstök skotmörk yfir- valda. Um 45 kettir eru drepnir á dag, en tekist hefur að bjarga um 2.000 köttum. FLEIRI UMFERÐARSLYS Í PEKING Fjölgun hefur verið á umferðar- slysum síðustu daga í Peking. Þetta sýnir að fólk er farið að ganga um göturnar óhrætt. Dag- legt líf er óðum að færast í sínar eðlilegu skorður eftir þá miklu röskun sem lungnabólgan hafði í för með sér. Einungis 4 í viðbót hafa látist í Kína sökum veirunnar. ENGINN SMITAÐUR Í JAPAN Enn hefur enginn greinst með lungna- bólgusmit í Japan. Vísindamenn furða sig töluvert á því, þar sem öll nágrannalönd Japan hafa farið illa út úr sjúkdómnum. Margir eru hræddir um að veiran eigi eftir að stinga sér þar niður næst. 11 DAUÐSFÖLL 11 í viðbót hafa látist vegna lungnabólgunnar heiminum. Tala látinna er nú orð- in 735. HEIMSÓKN Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, fundaði í gær með Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar. Ólafur Ragnar og eiginkona hans Dorrit Moussaieff eru nú stödd í Stokkhólmi vegna Íslands- dagsins, sem hefst þar á morgun. Meðal gesta á Íslandsdeginum verður Viktoría krónprinsessa Svía. Ólafur Ragnar mun afhenda henni íslenskan hest að gjöf frá ís- lensku þjóðinni. Hestinum fylgja reiðtygi sérstaklega ætluð fötluð- um, en Viktoría tekur við hestin- um fyrir hönd fatlaðra sænskra hestamanna. Ólafur Ragnar flutti í gær ávarp á orkumálaráðstefnu, þar sem hann fjallaði um þróun orku- mála á Íslandi. Sagði hann Íslend- inga búa yfir víðtækri þekkingu á orkumálum, sem aðrir gætu nýtt sér. Í því sambandi nefndi hann reynslu Íslendinga af notkun jarð- hita, fallavatna og vetnis. ■ Sumarið á Landspítalanum: Samdráttur í starfinu HEILBRIGÐISMÁL Mögulegum legu- dögum á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi verður fækkað um 16% í sumar vegna sumarleyfa starfs- fólks. Mjög mismunandi er eftir sviðum hversu mikill samdráttur- inn er. Þá má sem dæmi nefna að enginn samdráttur er í starfi á slysa- og bráðasviði og gjörgæslu- deildum, en samdráttur í starfi á skurðlækningasviði er 27%. Lilja Stefánsdóttir, aðstoðar- hjúkrunarforstjóri Landspítala, segir heilbrigðisþjónustuna glíma við tvær takmarkaðar auðlindir, starfsfólk og fjármagn. „Skortur á fagmenntuðu starfsfólki til að sinna veiku fólki er vandamál í hinum vestræna heimi,“ segir hún. Að hennar sögn er oft betra að loka deildum alveg yfir sumartímann en að riðla starfi þeirra með því að senda hluta starfsfólks í burtu. Einnig nefnir hún að minni eftir- spurn sé eftir ákveðnum tegund- um valfrjálsra aðgerða yfir sumar- ið. „Það er ekki endilega sjálfsagt að fólk vilji leggjast inn á sjúkra- hús um hásumarið til að láta laga eitthvað. Það er kannski besti tím- inn í þeirra lífi,“ segir Lilja. ■ HÁTÍÐIR Þrátt fyrir að venjubundin sjómannadagshátíð falli niður á Ísafirði í ár halda Suðureyringar að vanda upp á daginn með pompi og prakt. Snorri Sturluson, formaður sjómannadagsráðs Suðureyrar, hvetur Ísfirðinga til að koma yfir á Suðureyri á sjómannadaginn og taka þátt í hátíðarhöldunum. „Við höldum okkar striki og bjóðum Ís- firðingum að leita hingað ef þeir vilja halda sjómannadaginn hátíð- legan. Þetta er sama sveitarfélag- ið og orðið að einu atvinnu- og menningarsvæði. Þeim er hér með boðið að mæta þar sem menningin er í blóma,“ segir hann. Meðal þess sem verður á seyði á Suðureyri er flotgallasund, kararóður, reipitog og koddaslag- ur, en mikið er gert úr þeirri skemmtun að sjá fólk detta í sjó- inn. Þýski smyglhringurinn: Vel heppnuð ferð SAMVINNA „Íslensku lögreglumenn- irnir komu heim frá Þýskalandi um helgina eftir vel heppnaða ferð,“ segir Ómar Smári Ármannsson hjá lögreglunni í Reykjavík. Fyrir nokkru upprætti þýska lögreglan eiturlyfjahring sem rakinn var til Íslands. Tveir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi hér á landi síðan í haust, einn þýskur og annar ís- lenskur. Þýska lögreglan óskaði eft- ir samvinnu við íslensku lögregl- una í málinu. Verið er að þýða gögn sem lögreglumennirnir komu með frá Þýskalandi. Þingfestingu máls- ins var fram haldið í héraðsdómi í gær. ■ PERSSON OG ÓLAFUR RAGNAR Forseti Íslands átti í gær fund með Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Íslandsdagurinn í Stokkhólmi: Ólafur Ragnar hitti Persson KODDASLAGUR Suðureyringar hlífa sér ekki í fögnuðinum á sjó- mannadeginum. Sjómannadagurinn: Suðureyringar bjóða Ísfirðingum yfir M YN D F RÁ S U Ð U R EY R I.I S HÖFUÐSTÖÐVARNAR Rekstur þeirra Árna Þórs og Kristjáns Ra er til húsa á Mýrargötu 2. Fjórði maðurinn í gæsluvarðhald Fjórði maðurinn hnepptur í gæsluvarðhald. Frumskógur af einkahluta- félögum í kringum aðalgjaldkerann og samstarfsmenn hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.