Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 11
16 28. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Collector 33 Rafmagnssláttuvél 1000W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Euro 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900 Hágæða sláttuvélar Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864 A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð KNATTSPYRNA „Ég þarf bara hvíld í þrjár vikur,“ sagði Grétar Hjartarson, leikmaður Grinda- víkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, sem verður frá í þrjár til fjórar vikur vegna ökklameiðsla. Grétar var marka- kóngur liðsins á síðustu leiktíð og er sárt saknað í herbúðum Grindvíkinga. „Ég er voðalega ósáttur við gengi okkar hingað til. Þetta er ekki það sem við lögðum upp með í byrjun og það er ekki gam- an að sitja, horfa á og geta ekk- ert rétt hjálparhönd.“ Grétar er samt bjartsýnn þegar litið er fram í tímann. „Við erum með frábæran þjálfara, góða samheldni og það eina sem vantar er að vinna einn leik til að fá sjálfstraust aftur. Við eigum alveg að blanda okkur í barátt- una um titilinn. Af öðrum liðum líst mér vel á Valsmenn, þeir eru að spila skemmtilegan bolta, Skagamenn eiga eftir að koma á óvart líka og svo eru það náttúr- lega Fylkir og KR sem verða erf- ið eins og venjulega.“ Að sögn Ingvars Guðjónsson- ar, framkvæmdastjóra knatt- spyrnudeildar, hefur ekkert ver- ið ákveðið með aðra leikmenn til að brúa bilið þangað til Grétar mætir aftur til leiks. ■ Fjallahjólreiðar: Keppt við Rauðavatn HJÓLREIÐAR „Þetta er fyrsta mót sumarsins í fjallahjólreiðum og það gefur stig í Bikarkeppninni,“ segir Þorsteinn Helgason, hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. „Síð- ar í sumar verður keppt við Bláa lónið og Öskjuhlíð á okkar vegum og í Skagafirði á vegum Tinda- stóls.“ „Keppnin í kvöld verður við Rauðavatn og hefst klukkan 19.30. Brautin verður um þrír kílómetrar en keppendur fara átta sinnum um brautina.“ Bláalónskeppnin verður 15. júní, keppnin í Öskjuhlíð 6. júlí og í Skagafirði helgina 9. og 10. ágúst. ■ KNATTSPYRNA Tvö af stærstu knatt- spyrnuliðum heimsins leiða sam- an hesta sína á Old Trafford í Manchester í úrslitum Meistara- deildarinnar. Þar mætast erkifjendur í ítölskum fótbolta; Juventus og AC Milan, í fyrsta úrslitaleiknum sem er á milli tveggja liða frá Ítalíu. Bæði lið hafa á að skipa heimsklassaleikmönnum og eru bæði að mestu leyti fullskipuð. Pavel Nedved er í leikbanni en hann hefur verið einn traustasti hlekkur Juventus þessa leiktíð. Flestir telja líklegt að annað hvort taki Marco Di Vaio stöðu hans vinstra megin eða Gianluca Zambrotta færi sig á vinstri kant- inn og Mauro Camoranese fái stöðu Zambrotta á miðjunni. Í liði Milan verður hinn hálf- íslenski Jon Dahl Tomasson ekki með vegna meiðsla og varnarjaxl- inn Costacurta er talinn tæpur. „Þetta er sjötti úrslitaleikurinn sem ég spila og þetta fer að verða gott,“ sagði Paolo Maldini, einn leikreyndasti knattspyrnumaður Ítala. „Tvö ítölsk lið og öll um- gjörðin með frábærum hætti. Þetta verður stórkostlegt.“ „Þetta er minn síðasti mögu- leiki á að skrá nafn mitt í bækur félagsins,“ sagði Rui Costa, portú- galski landsliðsmaðurinn í liði Milan. „Ég hef aldrei unnið stóran titil og finnst tími til kominn.“ Rui Costa hefur leikið með eindæm- um vel í liði Milan í vetur og hald- ið stórstjörnunni Rivaldo á bekkn- um hvað eftir annað. Ítölsk lið hafa í gegnum tíðina þótt leika varnarbolta sem þykir ekki mikið fyrir augað en ef marka má gengi liðanna í Meist- arakeppninni hingað til er ólíklegt að áhorfendum leiðist. Milan sóp- aði sókndjörfu liði Deportivo und- ir teppið í 4-0 sigri og bæði lið sigruðu Evrópumeistara Real Ma- drid, Milan í riðlakeppninni og Juventus í undanúrslitum. „Leikurinn verður harður og jafn vegna þess að bæði lið gjör- þekkja hvort annað,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juventus. Þjálfari Milan, Carlo Ancelotti, vill meina að leikurinn verði fjörugur. „Leikurinn mun sýna upp á hvað ítalskur fótbolti getur boðið þegar hann er bestur. Gagnrýnendur munu ekki geta kvartað.“ ■ GRÉTAR HJARTARSON Sárt að horfa aðgerðalaus á félagana. Grétar Hjartarson markahrókur óhress: Þetta er hreint ekki gaman DEL PIERO OG RUI COSTA Leika báðir stórt hlutverk hjá félögum sínum og mikið mun mæða á þeim. Gríðarleg eftir- vænting á Ítalíu Juventus mætir AC Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ítalir sitja stoltir á meðan aðrir áhorfendur vona að úrslita- leikurinn standi undir nafni. Knattspyrna kvenna: HM í Bandaríkj- unum FÓTBOLTI Neyðarnefnd FIFA hefur ákveðið að færa lokakeppni HM kvenna í knattspyrnu frá Kína til Bandaríkjanna. Lungnabólgufar- aldurinn í Kína er ástæðan fyrir ákvörðun nefndarinnar. Banda- ríkjamenn héldu einnig keppnina árið 1999. Keppnin hefst 23. sept- ember. Bandaríkjamenn, Svíar, Ástralar og Kanadamenn, sem höfðu tryggt sér sæti í lokakeppninni, buðust til að halda mótið. Ítalir buðust einnig til þess en þeir áttu ekki sæti í loka- keppninni enda fóru þeir hallloka fyrir Íslendingum í undankeppn- inni. ■ 18.00 Sýn Bein útsending frá úrslitaleik Meistara- deildar Evrópu milli Juventus og AC Milan. 21.00 Sýn Enski boltinn 2002-2003. Samantekt frá eftirminnilegu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis. 23.30 Vélhjólasport 2003. Þáttur um keppni vélhjólakappa sem fram fór fyrir skömmu. hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 30 31 MAÍ Miðvikudagur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.