Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 27
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Nú hefur þjóðin sent til þingsyngri kynslóð en hér hefur sést um áraraðir,“ sagði dr. Ólafur Ragnar forseti við þingsetninguna í fyrradag. ,,Kynslóð sem komist hefur til vits og þroska á tíma alþjóðavæðingar og upplýsingabyltingar sem kennd er við alheimsnetið, fóstruð í samfélagi þar sem sjónvarp er sterkast miðla, nam frásögn í myndum áður en hún lærði að lesa. Kynslóð sem man ekki annað Ísland en sjálfstætt og sterkt.“ GOTT AÐ FORSETINN skuli vera bjartsýnn eftir að einhver vorfiðring- ur hljóp í kjósendur sem leiddi til þess að heill hópur af ungviði er nú sestur inn á Alþingi. Aldrei hefur það komið fyrir að „eldri kynslóðin“ hefði ekki þungar áhyggjur af þeirri „yngri“. Yfirleitt reynast þessar áhyggjur þó ástæðulausar því að æska er sjúkdómur sem tíminn sér um að lækna. Eða eins og einhver vit- ur maður sagði einhvern tímann: „Það er ekkert það að ungu fólki sem ekki lagast þegar það þarf að fara að borga skatta.“ ÞAÐ ER ÞÓ ÁHYGGJUEFNI hversu þaulsætnir menn reynast á valdastólum. Á tímum hraðra þjóðfé- lagsbreytinga og þróunar er það mik- ið vafamál að menn sem hafa setið á valdastólum lengur en svo sem tvö kjörtímabil hafi mikið fram að færa annað en einhvern óáþreifanlegan „stöðugleika“ sem stundum gengur einnig undir nafninu „stöðnun“. Í Bandaríkjunum hafa menn reynt að setja undir þennan leka með lögum sem banna að nokkur maður gegni valdamesta embætti þjóðarinnar lengur en tvö kjörtímabil. ÞESSA SKYNSAMLEGU reglu ættu íslenskir forsætisráðherrar og forsetar að taka til athugunar. Hún hefur marga góða kosti og fáa ókosti, því að reynslan sýnir jú að jafnan kemur maður í manns stað. Enginn er ómissandi. Og burtséð frá lögum og reglum þá er það góður siður að sitja ekki lengur í samkvæmum en maður er velkominn. Þegar húsráðendur eru farnir að líta á klukkuna á fárra mín- útna fresti er kominn tími til að halda leiðar sinnar og þakka góðan viður- gjörning. Þetta er bara almenn kurt- eisi. Þetta þyrftu eldri og reyndari menn á Alþingi að kenna ungviðinu sem nú mætir til leiks. ■ Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Stöðugleiki eða stöðnun?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.