Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 9
■ Norðurlönd 13MIÐVIKUDAGUR 28. maí 2003 FERÐAMENN Þrátt fyrir að mikil samdráttur hafi orðið í ferðalög- um Þjóðverja til útlanda bendir allt til þess að ferðum þeirra til Íslands muni ekki fækka. Utan- landsferðum Þjóðverja hefur fækkað um 25 prósent miðað við síðasta ár og er óttanum við bráðalungnabólgu og hryðjuverk kennt um. Haukur Birgisson, markaðs- stjóri Ferðamálaráðs í Frankfurt, segir ferðaheildsala í Þýskalandi láta vel af eftirspurninni eftir ferðum til Íslands. „Þjóðverjar leita frekar til Norðurlandanna en austur eða suður á bóginn, þar sem umræðan hefur snúist um bráðalungnabólgu, stríð og hryðjuverk. Mér sýnist Ísland halda sínu í ferðalögum Þjóð- verja í sumar, þrátt fyrir sam- drátt annars staðar. Ferðamenn frá meginlandi Evrópu eru þungamiðjan í íslenska ferða- mannaiðnaðinum og því er mikil- vægt að þeir komi enn þrátt fyrir almenna kreppu í ferðamanna- iðnaðinum í heiminum,“ segir hann. ■ EFNAHAGSMÁL Skuldir íslenskra heimila eru hærra hlutfall af ráð- stöfunartekjum en heimila flestra annarra þjóða. „Við erum með sérstakar aðstæður hér á landi að því leyti að við höfum verðtrygg- inguna,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. „Hún hefur verið mjög þungbær fyrir lántak- endur.“ Að sögn Jóns veldur verð- tryggingin því að lán borgast mjög hægt, seint og illa niður. „Ef það er uppskerubrestur einhvers staðar í veröldinni og verð á ein- hverju hækkar þá bera íslenskir lántakendur ábyrgð á því.“ „Íslenskir lántakendur búa einnig við óhagkvæm lánakjör,“ segir Jón og bendir á að íslenskir lántakendur búi við hæstu vexti í okkar heimshluta. Hann telur auk þess að hluti vandans sé hugarfar einstaklinga. „Í hugum margra er lán fundið fé,“ segir Jón. „Það er hugsunarháttur sem þarf að bregðast við.“ ■ SLÖKKVILIÐSMAÐUR LÉST Sænskur slökkviliðsmaður lét lífið og þrír aðrir slösuðust þegar slökkvilið barðist við eldhaf sem kom upp í mann- lausum næturklúbbi í Norrköp- ing, um 150 km suðvestur af Stokkhólmi. Eldurinn var mun útbreiddari en slökkviliðið taldi í fyrstu. Ekki er vitað hver elds- upptökin voru. DANIR ÆTTLEIÐA Danir hafa gert samkomulag við Víetnama um að hefja að nýju ættleiðingar frá landinu. Víetnamar kröfðust þess á síðasta ári að allar erlend- ar ættleiðingar yrðu að vera samþykktar af dómsmálaráðu- neyti landsins. Ástæðan var sú að stemma átti stigu við svindli og barnasölu. Af 609 ættleiddum börnum í Danmörku á síðasta ári voru 75 frá Víetnam. Flest barn- anna koma frá Kína og Indlandi. Þýskir ferðamenn: Til Íslands vegna heimsástandsins ÞJÓÐVERJAR Vita vel að hérlendis er engin bráðalungnabólga eða hryðjuverk. JÓN MAGNÚSSON Telur að slæma skuldastöðu íslenskra heimila megi rekja til verðtryggingar, óhagkvæmra lánakjara og hugarfars einstaklinga. Skuldir heimilanna: Verðtrygging og háir vextir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Réttarhöldum frestað: Milosevic veikur HAAG, AP Réttarhöldum yfir fyrr- um forseta Júgóslavíu, Slobodan Milosevic, hefur verið frestað vegna veikinda hans. Hann þjáist af of háum blóðþrýstingi og á á hættu að fá hjartaáfall ef hann er undir of mikilli streitu. Milosevic hefur verið duglegur við að láta fresta réttarhöldum vegna heilsu- brests og réttarhöldunum hefur þegar verið frestað um 54 daga. Réttað hefur verið í máli hans hjá alþjóðadómstólnum í Haag síðan í febrúar 2002 og er búist við að réttarhöldunum ljúki í fyrsta lagi árið 2005, ef fram heldur sem horfir. ■ Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi: Rúmum fækkað HEILBRIGÐISMÁL „Það verða engar aðgerðir framkvæmdar hjá okkur í júlímánuði og fram í miðjan ágúst,“ segir Aðalheiður Guðmundsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi. „Við fækkum einnig rúmum á deildinni sem er opin.“ Aðalheiður segir að auk þess verði innlögnum á langlegudeild fækkað í sumar. Að sögn Aðalheiðar eru fjár- veitingar til ríkisstofnana ekki nægilegar til að mögulegt sé að halda úti fullri starfsemi á sjúkrahúsinu yfir sumartímann. Einnig hefur gengið erfiðlega undanfarið að ráða til sjúkra- hússins hjúkrunarfræðinga í sumarafleysingar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.