Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 24
Íþróttir 18
Sjónvarp 26
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
JÁTNINGAR
Erfitt að standa
með eiginmanninum
TÓNLIST
Loftskip
rokksins
FIMMTUDAGUR
5. júní 2003 – 127. tölublað – 3. árgangur
bls. 4
KYNNI
Hraðstefnumót
verkfræðings
bls. 32
Varnarsamstarf
til umræðu
VARNARMÁL Elisabeth Jones, aðstoð-
arutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, fundar með Davíð Oddssyni
forsætisráðherra og Halldóri Ás-
grímssyni utanríkisráðherra um
framtíð varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli.
Ráðherranefnd til
Raufarhafnar
ATVINNUMÁL Nefnd sem Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, og Árni Magnússon fé-
lagsmálaráðherra skipuðu til að
fjalla um vanda íbúa Raufarhafnar
kemur til viðræðna við heimamenn
í dag.
Fjármálin rædd
RÁÐHERRAFUNDUR Fjármálaráðherr-
ar aðildarríkja Eystrasaltsráðsins
halda árlegan fund sinn í Eldborg
við Bláa lónið í dag. Þeir ræða
hvernig stjórnvöld geta örvað hag-
vöxt án þess að það leiði til þenslu
og áhrif stækkunar Evrópusam-
bandsins á gengisþróun.
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
SJÁVARÚTVEGUR Úrskurður fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins um að úthlutun byggða-
kvóta á Orkneyjum og Hjalt-
landseyjum sé ólögleg hefur ekki
áhrif hér, segir Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra. Hann segir
sjávarútvegsmál ekki heyra undir
samninginn um Evrópska efna-
hagssvæðið og því sjái hann það
ekki í hendi sér að úrskurðurinn
hafi áhrif á Íslandi.
„Ég get samt ekki svarað því
endanlega,“ segir Árni. „Þetta
mun hins vegar örugglega hafa
töluverð áhrif innan Evrópusam-
bandsins og gæti þess vegna gert
það hér því við tökum mið af því
sem gerist þar. Við munum fara
yfir þetta mál á næstu dögum.“
Árni segist ekki hafa vitað af
þessu máli en úrskurðurinn komi
ekki á óvart. Gríðarlega vanda-
samt sé að úthluta byggðakvótum
eins og reynslan hérlendis hafi
sýnt.
Aðspurður segir Árni að þetta
mál sé ekki vatn á myllu andstæð-
inga um inngöngu Íslands í Evr-
ópusambandið. „Ég held að þetta
hafi engin sérstök áhrif á það
enda er sú umræða ekki í þeim
farvegi núna.“
Sveitarstjórnirnar í Orkneyj-
um og á Hjaltlandseyjum keyptu
kvóta og leigðu hann síðan til sjó-
manna á eyjunum á hagstæðu
verði, þar sem þeir höfðu sjálfir
ekki efni á að kaupa kvóta. ■
Evrópusambandið bannar leigu byggðakvóta:
Hefur ekki áhrif hér
REYKJAVÍK Austlæg átt 3-8
m/s og þurrt að kalla. Skýjað
með köflum en skúrir síð-
degis. Hiti 8 til 15 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-10 Rigning 7
Akureyri 3-8 Skýjað 9
Egilsstaðir 3-8 Skúrir 8
Vestmannaeyjar 3-8 Bjartviðri 8
➜
➜
➜
➜
+
+
BYGGÐAMÁL Síðasta áratuginn hef-
ur forræði yfir örlögum margra
sjávarþorpa færst úr heimabyggð
í hendur stjórnenda stórra sjávar-
ú t v e g s f y r i r -
tækja í öðrum
sveitarfélögum
sem orðið hafa
til við samruna í
sjávarútvegi .
Stórfyrirtæki á
borð við Sam-
herja og Brim,
móðurfélag útgerðarfélags Akur-
eyringa, Haralds Böðvarssonar og
Skagstrendings, hafa eignast ráð-
andi hlut í sjávarútvegsfyrirtækj-
um þorpa sem eiga allt sitt undir
sjósókn.
Vandi Raufarhafnar er til
marks um þetta. Þar ráða heima-
menn yfir 405 tonnum af 1.650
tonnum veiðiheimilda sem skráð-
ar eru í sveitarfélaginu. Stærstur
hluti veiðiheimildanna, 980 tonn,
er á forræði Útgerðarfélags Ak-
ureyringa og landað annars stað-
ar.
„Það skiptir höfuðmáli hvar
eignarhaldið liggur,“ segir Krist-
inn H. Gunnarsson, þingmaður
Framsóknarflokks og fyrrum
stjórnarformaður Byggðastofnun-
ar. „Ef þú býrð á Akureyri viltu
byggja upp þar. Hins vegar er vel
hægt að reka fiskvinnslu með
hagnaði í Raufarhöfn.“
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, segir að
kvótakerfið með frjálsu framsali
veiðiheimilda sé undirliggjandi og
ein meginorsök öryggisleysis sem
velflest minni sjávarpláss á Ís-
landi búi við. „Þannig verður það
áfram þangað til aðgangur að auð-
lindinni verður með einhverjum
hætti byggðatengdur.“
„Mér sýnist að vandinn sem
þar er við að glíma sé ekki síst að
ekki hafi verið rekstrargrundvöll-
ur fyrir þeirri starfsemi sem þar
hefur farið fram,“ segir Einar K.
Guðfinnsson, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokks. Hann segir að
burtséð frá eignarhaldi sé ljóst að
ekkert fyrirtæki þoli til lengdar
taprekstur eins og þann sem Jök-
ull var rekinn með.
„Það er búið að stela af þeim
þúsund tonna kvóta og þeir sem
eftir eru virðast notfæra sér rétt-
inn til að framselja kvótann,“ seg-
ir Magnús Þór Hafsteinsson, vara-
formaður Frjálslynda flokksins,
sem kennir kvótakerfinu um
hvernig komið er fyrir Raufar-
höfn.
meira á bls. 10
Örlög sjávarþorpa í
höndum stórfyrirtækja
Ákvörðunarvald um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja og þar með örlög sjávarþorpa hefur
færst úr heimabyggð til Reykjavíkur og Akureyrar með samþjöppun eignarhalds.
BREYTT OG BÆTT Í BANKASTRÆTI Framkvæmdir við vegbætur í Bankastræti eru enn í fullum gangi og nokkuð verk óunnið. Þessa
dagana er verið að ganga frá gangstéttum. Það styttist því í þann tíma þegar gangandi vegfarendur þurfa ekki lengur að ganga um möl-
ina í Bankastræti.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
bls. 22
! "#
%"#&$
„Ef þú býrð
á Akureyri
viltu byggja
upp þar.
ÁRNI M. MATHIESEN
Árni segir sjávarútvegsmál ekki heyra undir
samninginn um Evrópska efnahagssvæðið
og því sjái hann það ekki í hendi sér að
úrskurðurinn hafi áhrif hérlendis.
Forseti Líberíu:
Kærður fyrir
stríðsglæpi
SIERRA LEONE, AP Charles Taylor,
forseti Líberíu, ber meiri ábyrgð
á tíu ára borgarastyrjöld og
óhæfuverkum í Sierra Leone en
nokkur annar einstaklingur, seg-
ir í kæru stríðsglæpadómstóls
Sameinuðu þjóðanna í Vestur-
Afríkuríkinu sem gefin var út í
gær.
Meðal þess sem Taylor er gef-
ið að sök er að hafa selt Samein-
uðu uppreisnarfylkingunni í Si-
erra Leone vopn og stutt við bak-
ið á henni með margvíslegum
hætti. Liðsmenn fylkingarinnar
hafa myrt, nauðgað, rænt og mis-
þyrmt tugþúsundum óbreyttra
borgara.
Charles Taylor var einn
stríðsherranna sem stýrðu fylk-
ingum sem tókust á í sjö ára
grimmilegu borgarastríði í Lí-
beríu. Því borgarastríði lauk
1996 og Taylor varð forseti í kjöl-
farið. Nú berjast tvær skæru-
liðahreyfingar gegn stjórn
Taylors. ■