Fréttablaðið - 05.06.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 05.06.2003, Síða 2
2 5. júní 2003 FIMMTUDAGUR “Já, en þó ekki oft.“ Ari Teitsson er formaður Bændasamtakanna. Hann hefur ákveðnar áhyggjur af offramleiðslu á kjúklingakjöti. Spurningdagsins Ari, borðar þú kjúklinga? SVARAR TIL SAKA Á meðal hinna ákærðu er Sandro Guala- no, fyrrum forstjóri Enav, fyrirtækisins sem annaðist flugumferðarstjórn á flug- vellinum í Mílanó. Réttað vegna flugslyss: Vítavert gáleysi ÍTALÍA, AP Réttarhöld eru hafin yfir ellefu einstaklingum sem ákærðir eru fyrir manndráp og vítavert gá- leysi í tengslum við dauða 118 manna þegar tvær flugvélar rák- ust á á Linate-flugvellinum í Mílanó í október 2001. Á meðal sakborninganna eru flugumferðar- stjórar, starfsmenn öryggisgæslu og yfirmenn vallarins. Mikil þoka var á flugvellinum þegar slysið átti sér stað. Rann- sókn leiddi í ljós að ratsjá á jörðu niðri hafði verið tekin úr notkun þar sem setja átti upp nýtt kerfi. Ljós og aðrar merkingar á flug- vellinum þóttu villandi auk þess sem samskipti flugumferðarstjóra og flugmanna annarrar vélarinnar höfðu farið fram á ítölsku en ekki ensku eins og lög gera ráð fyrir. ■ Ósáttir fangar: Klifruðu upp á þak LUNDÚNIR, AP Fangauppþoti á betr- unarhæli á Norður-Englandi lauk með friðsamlegum hætti eftir rúm- lega sólarhrings langt samninga- þóf. Að sögn fangelsisyfirvalda klifr- uðu 20 vistmenn upp á þak síðast- liðið mánudagskvöld. Sex þeirra komu niður aftur seinni partinn á þriðjudag en hinir fjórtán tíndust niður hver á fætur öðrum aðfar- anótt miðvikudags. Fangarnir báru ekki fram neinar kröfur en talið er að þeir hafi viljað mótmæla breytingum á stjórnunar- fyrirkomulagi fangelsisins og minnkun æfingasvæðis. Starfs- menn fangelsisins segja að þrengsl- um hafi verið um að kenna. ■ FJÁRMÁL Embætti Tollstjóra lokaði í gær veitingastaðnum Thorvald- senbar og þá hefur heilsuræktar- stöðinni Planet Reykjavík verið lokað um óákveðinn tíma. Fyrirtækin tengjast bæði þeim Árna Þór Vigfússyni og Kristjáni Ra Kristjánssyni, sem sátu í viku í gæsluvarðhaldi vegna Lands- símamálsins. Staðirnir tengjast fyrirtækinu Lífstíl sem er í eigu Árna Þórs, Kristjáns Ra og Bjarna Hauks Þórssonar, sem í samtali við Fréttablaðið vildi ekkert tjá sig um málið að ráði lögmanna. Embætti Tollstjóra innsiglaði Thorvaldsenbar, en ekki fengust um það upplýsingar hvaða vanskil eru þar að baki. Ætla má þó að um sé að ræða vörslugjöld. Ríkislögreglustjóri hafði áður krafist kyrrsetningar eigna þeirra Árna Þórs og Kristjáns Ra á meðan á rannsókn Landssíma- málsins stendur en þessi aðgerð nú tengist þeim málum ekki. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánardrottnar Lífstíls krefjist þess að fyrirtækið losi um eignir. Þar eru nefnd til sögunnar Landsbankinn, Ölgerðin og Vífil- fell hf. ■ Landssímamálið dregur dilk á eftir sér: Thorvaldsen- bar innsiglaður THORVALDSENBAR Lokað í gær vegna vanskila. PLANET REYKJAVÍK Lífstíll rekur stöðina sem er lokuð um óákveðinn tíma. FJÁRMÁL Upphaf Sölunefndarmáls- ins þar sem innkaupastjóri var kærður má rekja til þess að lög- reglan á Keflavíkurflugvelli stöðv- aði mann sem var á leið út af svæði Varnarliðsins með Chevrolet skúffubíl að árgerð 1990 þann 7. nóvember í fyrra. Lögreglan vildi fá að vita hvort Sölu- nefndin hefði keypt bílinn. Bílstjórinn gat ekki gefið full- nægjandi skýringar en fór með Chevrolet-bifreiðina í Sölunefnd- ina, þar sem menn könnuðust ekki við að hafa ætlað að festa kaup á þeim bíl. Það var innkaupastjóri Sölu- nefndar varnarliðseigna sem fékk bílinn í skemmu 666 á Keflavíkur- flugvelli þar sem Varnarliðið af- henti jafnan vörur sem Sölunefnd- in festi kaup á. Bílinn fékk hann í nafni Sölunefndarinnar gegn því að láta farga honum. Alfreð Þor- steinsson, fyrrverandi forstjóri Sölunefndarinnar, segist hafa vís- að manninum úr starfi mánuði fyrr þegar í ljós kom að maðurinn hafði keypt dýran jeppa framhjá sölukerfinu og að auki tjaldvagn. Fréttablaðið spurði Alfreð Þor- steinsson hvernig stæði á því að ekki hefði verið tilkynnt um meint misferli starfsmannsins í október- byrjun þegar tjaldvagnamálið kom upp. Hann sagði ástæðuna vera þá að hann hefði viljað rannsaka mál- ið innanhúss áður en það yrði lög- reglumál. „Við vildum átta okkur á því hvernig í málum lægi,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir brottrekstur inn- kaupastjórans í byrjun október hélt hann vallarpassa sínum og hélt áfram að koma á hinn gamla vinnustað sinn til að stunda við- skipti í nafni Sölunefndarinnar. Hann segir að yfirvöld á vellinum hafi verið látin vita að innkaupa- stjórinn væri hættur. Það hefði því komið sér mjög á óvart þegar í ljós kom að innkaupastjórinn var enn á vellinum mánuði síðar þegar skúffubíllinn var stöðvaður. „Ég var búinn að láta hann skila lyklunum en hann hefur sjálfsagt átt aðra lykla,“ segir Alfreð. Viku eftir að sýslumaðurinn í Keflavík hóf rannsókn á málinu sem tengdist skúffubílnum kærði Alfreð starfsmann sinn. Þann 17. nóvember var innkaupastjórinn handtekinn ásamt íslenskum starfsmanni Varnarliðsins í skemmu 666. Sá starfsmaður var hreinsaður af sök en innkaupa- stjórinn játaði á sig fjölmörg brot og benti jafnframt á meint brot annarra, svo sem Alfreðs Þorstein- sonar sjálfs. Sá framburður inn- kaupastjórans varð til þess að Rík- isendurskoðun er nú að rannsaka þann hluta bókhalds Sölunefndar- innar sem snýr að varningnum sem keyptur var af Varnarliðinu. rt@frettabladid.is Kærður mánuði eftir brottrekstur Skúffubíll markaði upphaf Sölunefndarmálsins. Innkaupastjórinn rekinn í október en hélt vallarpassa sínum í mánuð. Viku eftir að sýslumaður hóf rannsókn kærði Alfreð Þorsteinsson. ALFREÐ ÞORSTEINSSON Kærði starfsmann sinn mánuði eftir brottrekstur hans. ■ „Ég var búinn að láta hann skila lyklunum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er við- kvæmt mál. Við ætlum ekki að munnhöggvast um það í blöðum,“ segir Inga Tryggvadóttir, aðstoð- ardeildarstjóri á göngudeild geðsviðs Landspítalans, um nið- urstöður nýrrar rannsóknar um læknismeðferð á þunglyndum konum. Niðurstaðan er hluti meistara- ritgerðar Bergþóru Reynisdótt- ur, sjálfstætt starfandi geðhjúkr- unarfræðings. Rannsóknin byggðist á viðtölum við níu konur á aldrinum 39 til 68 ára sem fengu meðferð við þunglyndi. Þær sögðust hafa mætt kulda- legu og jafnvel niðurlægjandi viðmóti heilbrigðisstarfsfólks. Þá hafi þeim verið gefið óhóflega mikið af lyfjum. Hannes Pétursson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala – Háskóla- sjúkrahúss, var ekki til viðtals í gær. Eydís K. Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði, sagðist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um niðurstöður Bergþóru þar sem hún eigi að vera próf- dómari þegar Bergþóra ver meistararitgerð sína, „Þöggun þunglyndra kvenna“, við Háskóla Íslands í dag. Sjónarmiðum Ey- dísar verða því gerð skil í blaðinu á morgun. ■ HÁSKÓLI ÍSLANDS Bergþóra Reynisdóttir ver í dag meistararit- gerð um læknismeðferð þunglyndra kvenna. Ritgerðin ber heitið „Þöggun þunglyndra kvenna“. Aðstoðardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans um meðferð þunglyndra kvenna: Munnhöggvumst ekki í dagblöðum FREKIR ÞINGMENN Yfirmaðurúkraínska ríkissjónvarpsins hef- ur sakað þing landsins um að beita stöðina þrýstingi og rit- skoða hana. Þetta kemur fram í bréfi hans til Öryggissamvinnu- stofnunar Evrópu þar sem hann kvartar undan lögum sem skylda hann til að senda beint út frá þingfundum í minnst fjóra og hálfa klukkustund viku hverja. FUNDAÐ UM STJÓRNARSKRÁ Meðlimir evrópsku ráðstefnunn- ar sem á að skila drögum að stjórnarskrá Evrópusambandsins hittust á lokuðum fundi í gær til að reyna að ná sáttum um tillög- ur sínar. Erfiðlega hefur gengið að semja stjórnarskrá sem allir geta sætt sig við. Því þarf að ljúka á næstu tveimur vikum. ■ Evrópa SLASAÐIST Í BÍLVELTU Flytja þurfti mann á heilsugæsluna á Stykkishólmi eftir bílveltu á Heiðadalsvegi á Snæfellsnesi í gærmorgun. Meiðsl hans voru minniháttar. Fimm erlendir ferða- menn voru í bílnum, sem talið er að hafi lent utan vegar eftir að bíl- stjóri missti stjórn á honum í lausamöl. GERT VIÐ BORGARFJARÐAR- BRÚNA Viðgerð stendur nú yfir á brúarstöplum Borgarfjarðarbrúar. Lögreglan þurfti því að loka fyrir umferð um brúna stundarkorn síðdegis í gær. Að sögn lögreglu er einungis hægt að gera við brú- arstöplana þegar fjara er og átti að hefjast handa að nýju í nótt. ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.