Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2003, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 05.06.2003, Qupperneq 9
9FIMMTUDAGUR 5. júní 2003 Verkfall á Grænlandi: Flugið lamast GRÆNLAND Yfirvofandi verkfall SIK, samtaka launafólks, mun lama flugsamgöngur á Grænlandi og þar með stöðva straum ferða- manna til og frá landinu. Forstóri Air Greenland, Finn Øelund, seg- ist óttast að verkfallið muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir grænlensku þjóðina. Verkfallið hefst 17. júní ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, að því er fram kemur í grænlenska ríkisútvarpinu, KNR. Það mun ekki hafa áhrif á starf- semi skipafélaga, ferjur halda áfram að sigla til og frá landinu þó flugsamgöngur stöðvist. ■ Stækkun Reykjavíkurhafnar er í fullum gangi: Unnið við nýjan hafnarbakka FRAMKVÆMDIR Miklar framkvæmd- ir eru að vanda í gangi við Reykja- víkurhöfn. „Við erum meðal annars að undirbúa byggingu á svokölluð- um Skarfabakka sem er nýr 500 metra langur hafnarbakki,“ segir Jón Þorvaldsson, forstöðumaður tæknideildar hjá Reykjavíkurhöfn. „Fram eftir sumri verður unnið að efnisskiptum undir bakkanum en bygging hafnarbakkans mun von- andi hefjast um næstu áramót,“ segir Jón. Framkvæmdum mun ekki ljúka fyrr en um áramótin 2005-2006. Nýi bakkinn verður fjöl- nota. Mikið dýpi verður við hann og munu mjög stór skip geta lagst þar að bryggju. ■ Í ÍRAK Bandarískra hermanna í Írak bíður ókeypis þjónusta á vændishúsi í Nevada þegar þeir snúa aftur úr stríðinu. Hermönnum umbunað: Frí þjónusta á vændishúsi BANDARÍKIN Vændishús í Nevada í Bandaríkjunum hefur ákveðið að bjóða bandarískum hermönnum sem tóku þátt í innrásinni í Írak ókeypis þjónustu að verðmæti allt að 1.000 Bandaríkjadalir eða sem svarar yfir 70.000 íslenskum krónum. „Við vildum sýna þeim þakk- læti okkar fyrir allt það sem þeir hafa lagt á sig,“ sagði Dennis Hof, eigandi vændishússins, í viðtali við BBC. Hof sagði að hugmyndin hefði komið frá einni af vændis- konunum, sem sjálf hefði tekið þátt í stríðinu. Tilboðið gildir fyr- ir þá 50 fyrstu sem mæta á stað- inn. Þeir sem á eftir koma fá 50% afslátt. ■ MÓTMÆLI Erlendir ráðamenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með handtöku Aung San Suu Kyi og hvatt herforingjastjórnina í Mjanmar til að láta hana lausa úr haldi. Friðarverðlaunahafinn Suu Kyi: Skarst í andliti MJANMAR Aung San Suu Kyi, leið- togi stjórnarandstöðunnar í Mjan- mar, skarst í andliti og á annarri öxlinni í átökum sem brutust út á milli fylgismanna hennar og stuðningsmanna ríkisstjórnarinn- ar í síðustu viku, að sögn fréttarit- ara BBC. Suu Kyi særðist þegar múrsteini var kastað inn um rúðu á bifreið hennar. Hún er nú í haldi í herstöð skammt frá borginni Rangoon. Stjórnvöld fullyrða eftir sem áður að Suu Kyi sé ómeidd og segjast hafi borið öryggi hennar fyrir brjósti þegar þau hnepptu hana í varðhald síðastliðinn föstu- dag. Sendifulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið neitað að ræða við Suu Kyi. ■ FRAMKVÆMDIR VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN Meginframkvæmdin er nýr 500 metra hafnarbakki. Á FARALDSFÆTI Jóhannes Páll páfi II ferðast til Króatíu í dag í sinni hundruðustu utanlandsferð í embætti. Heimsókn hans lýkur á mánudag. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.