Fréttablaðið - 05.06.2003, Page 10
10 5. júní 2003 FIMMTUDAGUR
FÓSTUREYÐINGAR Á ÍSLANDI
Alls Innan 15 ára
1995 807 0
1996 854 8
1997 921 11
1998 901* 11
1999 945* 0
Heimild: Hagstofa Íslands
*Bráðabirgðatölur
ROH MOO-HYUN
Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, segir
að Suður-Kórea og Bandaríkin muni
aldrei sætta sig við það að Norður-Kórea
eigi kjarnorkuvopn. Fundað verður um
ástandið í næstu viku á Hawaii.
Kjarnorkuvopn:
N-Kórea í
brennidepli
TÓKÍÓ, AP Ráðamenn frá Banda-
ríkjunum, Japan og Suður-Kóreu
munu hittast á Hawaii í næstu
viku til að ræða kjarnorkuvopna-
áætlun Norður-Kóreumanna. Á
fundinum, sem verður haldinn í
Honolulu, verður rætt um það
hvernig koma eigi í veg fyrir að
Norður-Kórea haldi áfram áætl-
un sinni um þróun kjarnorku-
vopna.
Að sögn bandarískra ráða-
manna hafa Norður-Kóreumenn
viðurkennt að hafa unnið að þró-
un vopnanna og brotið þar með
sátttmála frá árinu 1994. ■
KÚABÚSKAPUR
Vestfirðingar ætla sér stóra hluti.
Vestfirðir:
Fjósbygging-
ar á fullu
LANDBÚNAÐUR Fyrir helgi hófst
bygging nýrra tæknivæddra fjósa
á Vöðlum í Önundarfirði og í
Botni í Súgandafirði. Bæjarins
besta segir frá því að bændur í
héraðinu hafi verið í hátíðarskapi
og fjölmennt fyrst að Vöðlum og
síðan í Botn til að vera viðstaddir
fyrstu skóflustungurnar. Verk-
takafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf.
mun að mestu annast byggingu
fjósanna. Bygging fjósanna er
hluti af mikilli framsókn bænda á
norðanverðum Vestfjörðum sem
ætla að sækja fram í mjólkur-
framleiðslu. Í nýja fjósinu í Botni
verða 72 básar en á Vöðlum verða
básarnir 43. Fyrirhugað er að
byggja þriðja fjósið á Hóli í Ön-
undarfirði. ■
BYGGÐAMÁL „Guggan verður áfram
gul og gerð út frá Ísafirði,“ sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, þegar fyrirtækið
keypti ísfirska sjávarútvegsfyrir-
tækið Hrönn hf. í lok ársins 1996 og
fékk með Guðbjörgu ÍS, stolt Ísfirð-
inga og einn öflugasta frystitogara
landsins. Nokkrum árum síðar var
togarinn seldur til Þýskalands, áður
en Samherji keypti hann á ný, nefn-
di hann Baldvin Þorsteinsson EA og
málaði hann rauðan.
Margar sjávarbyggðir Íslands
hafa síðasta áratuginn misst for-
ræði yfir eigin örlögum samfara
samþjöppun fyrirtækja í sjávarút-
vegi. Stórfyrirtæki á borð við Sam-
herja og Brim, móðurfélag Útgerð-
arfélags Akureyringa, Haralds
Böðvarssonar á Akranesi og Skag-
strendings, hafa eignast ráðandi
hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum
byggða sem eiga allt sitt undir sjó-
sókn. Ákvarðanir um rekstur fær-
ast úr þorpunum sjálfum yfir í höf-
uðstöðvar fyrirtækjanna á Akur-
eyri eða Reykjavík, þar sem stjórn-
endurnir búa.
Staða Raufarhafnar hefur vak-
ið mikla athygli, en í síðustu viku
var ákveðið að hagræða í rekstri
Jökuls ehf., dótturfélags Brims,
og við það missa minnst 30 manns
vinnuna í 280 manna bæjarfélagi
með tilheyrandi margfeldisáhrif-
um. Af 1.650 tonna kvóta sem
skráður er á Raufarhöfn eru í
eigu Útgerðarfélags Akureyringa
980 tonn, sem nú er landað annars
staðar en á Raufarhöfn.
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Framsóknarflokks og fyrr-
verandi stjórnarformaður Byggða-
stofnunar, segir vanda sjávar-
byggða felast í því að eignarhald
hafi færst úr þorpunum til stærri
byggða. „Það skiptir höfuðmáli
hvar eignarhaldið liggur. Ef þú
býrð á Akureyri viltu byggja upp
þar. Hins vegar er vel hægt að reka
fiskvinnslu með hagnaði í Raufar-
höfn,“ segir hann.
Íbúi í sjávarþorpi fyrir austan,
þar sem forráð yfir sjávarútvegs-
fyrirtækinu er komið í hendur
stórfyrirtækis, sagði fólk í bæn-
um lifa í skugga frétta af hagræð-
ingu á Raufarhöfn og öðrum stöð-
um. Hann óskaði nafnleyndar.
„Það er undirliggjandi uggur um
framtíðina hjá fólki. Þessir hlutir
gætu gerst hér. Við erum í þeirri
stöðu að vera ekki með sjálfræði í
rekstri fyrirtækisins í þorpinu.
Einstaklingar ráða núorðið fram-
tíð byggðarlaga. Hins vegar lifum
við í núinu og truflum okkur ekki
með því að hugsa til enda hvað
gæti gerst.“
jtr@frettabladid.is
EKKI LENGUR GULUR
Samherji keypti Guðbjörgu ÍS , stolt Ísfirð-
inga, og hét því að halda henni í sama lit
og sömu byggð. Nú heitir togarinn Baldvin
Þorsteinsson og er hvorki gulur né gerður
út frá Ísafirði.
Stórfyrirtæki stjórna
örlögum þorpanna
Með aukinni samþjöppun í sjávarútvegi hefur eignarhald á fiskvinnslu og kvóta færst úr
sjávarbyggðum í stærri byggðir. Ákvörðunarvald um þorpin hefur færst úr heimabyggð.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Búa við
öryggisleysi
„Það er ekki hægt að segja
að kvótakerfið sem slíkt sé
með beinum hætti söku-
dólgurinn í því sem núna
hefur gerst á Raufarhöfn,“
segir Stein-
grímur J.
S igfússon,
f o r m a ð u r
V i n s t r i
g r æ n n a .
„Hins vegar
er kvótakerfið með frjálsu
framsali veiðiheimilda
undirliggjandi og ein meg-
inorsök þess öryggisleysis
sem velflest minni sjávar-
pláss á Íslandi búa við.
Þannig verður það áfram
þangað til aðgangur að
auðlindinni verður með
einhverjum hætti byggða-
tengdur.“ ■
KRISTINN H. GUNNARSSON
Óheppilegt
eignarhald
„Mér sýnist vandi Raufar-
hafnar ekki endilega felast
í kvótakerfinu, heldur
miklu frekar samþjöppun-
inni á eignarhaldinu,“ seg-
ir Kristinn
H. Gunn-
a r s s o n ,
þingmaður
Framsókn-
a r f l o k k s .
„Stórfyrir-
tæki hafa aukið veiðiheim-
ildir sínar með sameiningu
við önnur fyrirtæki eða
beinum kaupum. Útgerð-
arfélag Akureyringa hefur
til dæmis yfirtekið Jökul á
Raufarhöfn og Hólma-
drang á Hólmavík og flutt
veiðiheimildir til Akureyr-
ar. Sönnun þess að menn
geta rekið fiskvinnslu í
litlu plássi er að finna á
Grenivík þar sem eignar-
haldið er í höndum hrepps-
ins.“ ■
MAGNÚS Þ. HAFSTEINSSON
Kvótanum
stolið
„Kvótakerfið á stóran
hluta í því hvernig komið
er fyrir Raufarhöfn,“ seg-
ir Magnús Þór Hafsteins-
son, þingmaður Frjáls-
l y n d a
f l o k k s i n s .
„Það er búið
að stela af
þeim þús-
und tonna
kvóta og
þeir sem eftir eru virðast
notfæra sér réttinn til að
framselja kvótann. Þetta
leiðir af sér að atvinnulífið
lamast vegna þess að
menn eru hvorki að róa né
berst hráefni á land til
fiskvinnslu. Þetta er alger
þversögn því við vitum að
það eru gjöful fiskimið hér
skammt undan. Lausnin
hlýtur að vera að menn rói
til fiskjar með því skilyrði
að þeir vinni aflann í
heimahéraði.“ ■
EINAR K. GUÐFINNSSON
Erfiðleikar í
rekstri
„Ég held að það sé mikil
einföldun að halda því
fram að kvótakerfið eitt
og sér sé ástæða vanda
Raufarhafnar,“ segir Ein-
ar Kristinn
G u ð f i n n s -
son, þing-
m a ð u r
Sjálfstæðis-
f l o k k s .
„Mér sýnist
að vandinn sem þar er við
að glíma sé ekki síst að
ekki hafi verið rekstrar-
grundvöllur fyrir þeirri
starfsemi sem þar hefur
farið fram. Það er ljóst að
ekkert fyrirtæki fær stað-
ist slíkan taprekstur til
lengdar. Lausnirnar í mín-
um huga geta bæði verið
sértækar og almennar,
línuívilnun sem gefur
byggðunum aukinn rétt og
lækkun á gengi íslensku
krónunnar eru dæmi um
slíkt.“ ■
KRISTJÁN L. MÖLLER
Eitthvað að
kerfinu
„Kvótakerfið er að stórum
hluta ástæðan fyrir vanda
Raufarhafnar,“ segir Krist-
ján L. Möller, þingmaður
Samfylkingarinnar í Norð-
a u s t u r -
k j ö r d æ m i .
„ B y g g ð a r -
lagið hefur
farið illa út
úr þessari
hagræðingu
sem er samþjöppun veiði-
heimilda. Markaðurinn sem
á öllu að ráða virkar kann-
ski ekki eins vel hér og ann-
ars staðar. Svo má líka
segja sem svo að eitthvað er
bogið við kerfið þegar út-
gerðaraðilar græða meira á
því að leigja en veiða. Hins
vegar er vandamálið ekki
aðeins þetta, heldur einnig
rekstrarskilyrði sjávarút-
vegsfyrirtækja. Hvar er nú
stöðugleikinn sem ríkis-
stjórnin keyrði kosninga-
baráttu sína á?“ ■
Þáttur kvótakerfisins
í vanda Raufarhafnar
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja kvótakerfið vera rótina að vanda Raufarhafnar, en byggðarlagið
komst í eldlínuna við uppsagnir 50 starfsmanna Jökuls hf. Einar K. Guðfinnsson segir að ekki hafi verið
rekstrargrundvöllur fyrir starfseminni.
Svonaerum við
Landlæknir vill virkja þjóðina gegn þunglyndi:
Átak hafið gegn sjálfsvígum
HEILBRIGÐISMÁL Þjóð gegn þung-
lyndi heitir nýtt átak sem Land-
læknisembættið í samvinnu við
ýmsa aðila hefur hrint af stað.
Þetta er fræðslu- og forvarnar-
verkefni sem miðar að því að
draga úr sjálfsvígum og tilraun-
um til sjálfsvíga. Það er gert með
því að efla upplýsinga- og kynn-
ingarstarf um þunglyndi, en
þunglyndið er talin vera ein und-
irliggjandi orsaka í 80% sjálfs-
vígstilfella.
Á kynningarfundi átaksins
minnti Sigurður Guðmundsson
landlæknir á að fleiri dauðsföll
væru árlega sökum sjálfsvíga en
umferðarslysa og því væri mjög
brýnt að grípa til forvarna. Talið
er að 2.500 einstaklingar þjáist af
völdum sjálfsvíga annarra og má
ætla að þar af þurfi 200 aðstoð
fagfólks, sem oft er ekki fyrir
hendi.
VÍS er aðalstyrktaraðili verk-
efnisins og Finnur Ingólfsson, for-
stjóri VÍS, afhenti landlækni níu
milljón króna ávísun. Einnig
hyggst VÍS halda uppboð á bifreið
í eigu félagsins og láta ágóðann
renna til verkefnisins. Um er að
ræða V 553 Mercedes-Benz bif-
reið, árgerð 1958, sem verður til
sýnis í Smáralind næstu daga. ■
FINNUR INGÓLFSSON OG
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
Forstjóri VÍS og landlæknir skrifuðu undir
samstarfssamning vegna verkefnisins Þjóð
gegn þunglyndi og forstjóri VÍS afhenti
landlækni einnig ávísun upp á níu milljón
krónur.
Sprenging í fjármála-
hverfi:
Ellefu
særðust
PARÍS, AP Að minnsta kosti ellefu
manns særðust þegar sprenging
varð í háhýsi í miðborg Parísar.
Talið er að sprengingin hafi átt sér
stað af völdum gasleka. Sprenging-
in átti sér stað í íbúðar- og skrif-
stofuhúsi í fjármálahverfi borgar-
innar, aðeins spölkorn frá kauphöll-
inni. Um það bil 140 slökkviliðs-
menn voru kallaðir á vettvang til
þess að ráða niðurlögum eldsins
sem blossaði upp í kjölfar spreng-
ingarinnar.
Að sögn björgunarmanna urðu
miklar skemmdir á fimmtu og
sjöttu hæð byggingarinnar. ■